Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 33 UMRÆÐAN Í samvinnu við Reykjavíkurborg og KB banka bjóðum við vaxtalaus lán til allt að 36 mánaða vegna listaverkakaupa. Í tilefni af þessu verður opið laugardag 11.00-17.00 og sunnudag 14.00-17.00. Komdu og kynntu þér málið Listahelgi vaxtalaus lán! Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16 • Sími 551 0400 Gallerí Fold • Kringlunni • Sími 568 0400 SAMKVÆMT núgildandi fyr- irkomulagi 4. gr. dómstólalaga skip- ar forseti lýðveldisins hæstarétt- ardómara ótímabundið samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra. Áður en skipað verður í emb- ættið skal hins vegar dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæsta- réttar um hæfi og hæfni umsækjenda. Hingað til hefur verið litið svo á að ráðherra sé almennt ekki skylt að fara eftir umsögnum af þessu tagi þótt hon- um sé skylt að afla þeirra. Þvert á móti hefur verið talið að stjórnvöld eigi að taka sjálfstæða og mál- efnalega afstöðu í málum sem undir þau heyra. Nú hafa hins vegar heyrst þær raddir að ráðherra sé skylt að fara eftir þeirri umsögn sem Hæstiréttur veitir samkvæmt 4. gr. dómstólalaga. Í umræðunni hafa tilmæli ráðherra- nefndar Evrópuráðsins nr. Rec(94) 12 um sjálfstæði, hlutverk og skil- virkni dómara verið nefnd því til stuðnings. Ekkert í þeim tilmælum bendir til slíkrar skyldu ráðherra. Þvert á móti gera tilmælin ráð fyrir að sums staðar skipi stjórnvöld dóm- ara. Þegar stjórnvöld skipa dómara mælist ráðherranefndin til þess að ákvörðun stjórnvalda ráðist af hlut- lægu mati á hæfni með hliðsjón af hæfi, heilindum, getu og iðjusemi umsækjenda. Ráðherranefndin nefn- ir í dæmaskyni þrjár leiðir sem geta tryggt þetta: i. að sérstök óháð og hæf nefnd veiti stjórnvöldum ráð sem stjórnvöld fylgi að meginstefnu (e. in practice), eða ii. að einstaklingar geti borið ákvörðun stjórnvalda undir óháð- an aðila, eða iii. að aðilinn sem taki ákvörðunina verji sig gegn óeðlilegum eða óviðeigandi áhrifum. Þeir sem telja ráð- herra bundinn af röðun Hæstaréttar horfa væntanlega til fyrstu leiðarinnar af þessum þremur. Þeir horfa hins vegar fram hjá því: að hvergi er mælst til að viðkom- andi dómstóll veiti umsögn um um- sækjendur og enn síður að stjórn- völdum sé skylt að fylgja slíkri umsögn, að leiðirnar þrjár eru settar fram í dæmaskyni og ríkjum er í sjálfsvald sett að fara aðrar leiðir að settu marki og að velji ríki einhverja þessara leiða geta þau valið hverja þá sem þeim sýnist. Telja verður að þótt ráðherra fylgi ekki röðun Hæstaréttar sé engu að síður farið að þessum tilmælum. Skal það nú skýrt: Umsækjendur nytu t.d. þess réttar sem þriðja leiðin gerir ráð fyr- ir. Ráðherra væri nefnilega vita- skuld, hvað sem líður umsögninni, skyldur á grundvelli almennra laga að velja þann umsækjanda sem hann teldi hæfastan og mætti ekki láta óeðlileg og óviðeigandi sjónarmið ráða niðurstöðu. Hann yrði að meta sjálfstætt hæfi, heilindi, getu og iðju- semi umsækjendanna og færa mál- efnaleg rök fyrir vali sínu. Umsækjendur nytu einnig þess réttar sem önnur leiðin gerir ráð fyr- ir. Teldu umsækjendur skipan ráð- herra brjóta á sér gætu þeir nefni- lega leitað réttar síns fyrir dómstólum. Þótt ráðherra tæki ákvörðun á sjálfstæðum grundvelli væru því engu að síður uppfylltar töluvert meira en lágmarkskröfur tilmæl- anna. Ákvörðun ráðherra um skipun hæstaréttardómara Reimar Pétursson fjallar um skipan hæstaréttardómara ’Hingað til hefur veriðlitið svo á að ráðherra sé almennt ekki skylt að fara eftir umsögnum af þessu tagi þótt honum sé skylt að afla þeirra. ‘ Reimar Pétursson Höfundur er hæstaréttarlögmaður, LL.M. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MÖRGUM Íslendingum kom ekki á óvart að Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við Háskólann í Reykja- vík og fyrrverandi hæstarétt- arlögmaður, skyldi sækja um lausa stöðu hæstaréttardómara. Sjálfsagt efast enginn um þekkingu hans og reynslu á hinum fjölbreyttu sviðum lögspekinnar. Jón Steinar hefur á undanförnum áratugum verið einn ötulasti lög- fræðingur landsins. Hann hefur haft skoðanir á nánast öllum op- inberum deilumálum sem upp hafa komið í landinu. Rökfærsla Jóns er oft á tíðum mjög traust og fróðleg þótt oft vilji brenna við að málstað- urinn þyki afar hæpinn og Jón eigi til að þræða slóðir sem fáir mæla með að fara. Jón Steinar hefur auð- vitað lögvarinn persónulegan rétt til að setja fram skoðanir sínar á þess- um margvíslegu deilumálum rétt eins og hver annar þegn landsins. Mér finnst að Jóni Steinari hafi yfirsést mjög mikilsvert atriði með því að sækja um hið vandasama embætti. Eðlilegt er, að í landi þar sem lög og réttur byggjast á þjóðskipulagi grundvölluðu á lýðræði verði að gera þær augljósu og sjálfsögðu kröfur til dómara, að viðkomandi láti aldrei upp af minnsta tilefni fyr- irfram hvaða skoðun eða álit hann hafi á einhverju tilteknu máli, hvorki smáu né stóru. Með því er hann að skapa tortryggni gagnvart þeim sem kunna að hafa andstæðar skoðanir eða sjónarmið og grafa undan trausti til dómstólanna sem eiga að sjálfsögðu að vera hafnir yf- ir allt dægurþras. Ef Jón Steinar verður skipaður hæstaréttardómari er hætt við, að hann hafi með sér ýms deilumál inn í Hæstarétt. Þau fylgja honum hvert sem hann fer og ekki skiptir máli þótt hann skrýðist dóm- araskikkjunni. Enginn nær að verða óvilhallur dómari eftir að hafa verið aðili að deilum og þrefi í áraraðir. Má reikna með, að ýmsir máls- aðiljar krefjist þess að hann víki sæti í málum sem tengjast deiluefn- um þar sem hann kann að hafa tjáð skoðanir sínar? Því kunna að fylgja vandkvæði og vera dýrt fyrir þjóð- félagið. Við vonum að val á dómara við Hæstarétt landsins verði vel ígrundað og rökstutt af þeim ráð- herra sem málið varðar. GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, Mosfellsbæ. Dómaraembættið við Hæstarétt Frá Guðjóni Jenssyni: ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir hver er þín ábyrgð á grunnskólamálum á Íslandi? Hve- nær kemur þinn tími til að axla þá ábyrgð að gegna æðsta embætti menntamála í landinu? Þú fullyrðir að sveitarfélögin hafi fengið nægt fé með grunnskólunum. Ertu þá að meina að allir sveitarstjórn- armenn séu óhæfir til að ráðstafa því sem þeir hafa því af umtali þeirra að dæma eru þeir ekki sam- mála þér. Í Morgunblaðinu í dag, 23. september, birtist á sömu opnu sú skoðun sveitarstjórnarmanna að full ástæða sé til að taka upp viðræður við ríkið og þú fullyrðir að nægt fé hafi fylgt fyrir átta ár- um. Þú segir einnig að ótímabært sé að ræða aðkomu ríkisins af verkfallinu. Hvenær er tímabært að þú sýnir áhyggjur þínar í verki? Hver er ekki í tengslum við raunveruleikann, þú eða sveit- arstjórarnir? Grunnskólarnir eru eina skólastigið þar sem er skóla- skylda. Hver ber ábyrgð á henni? AUÐUR ÖGMUNDSDÓTTIR, kennari, GUÐRÚN SNORRADÓTTIR, námsráðgjafi. Hvers er ábyrgðin? Frá Auði Ögmundsdóttur, kennara og Guðrúnu Snorradóttur námsráðgjafa: ÉG ER kennari í verkfalli. Því fylgir ýmislegt, m.a. gefst tóm til að lesa dagblöð. Þar hefur margur frægur maðurinn stigið fram og tjáð sig. Mörgum ef ekki flestum þeirra virðist vera sérlega uppsigað við for- ystu kennara – enda hún sem stend- ur í eldlínunni. Þessi forysta hefur dregið kennara á asnaeyrunum í verkfall og verið með æðibunugang í aðdrag- anda þess og kjölfar. Úrslit atkvæðagreiðsl- unnar í vor um verkfall meðal kennara voru þó ótvíræð, yfirgnæfandi meirihluti kennara var til í að láta sverfa til stáls nú í haust. Ekki af því að Eiríkur og Finn- bogi hefðu tak á asna- eyrum okkar heldur vegna þess að okkur fannst og finnst vera nóg komið. Ég virði starf mitt mikils og ég virði verk mín sömuleiðis mikils og ég veit að margur gerir hið sama. Engu að síður er margt sagt miður um þá meintu eyrnastóru stétt sem ríður um héruð með vopnaskaki og ófriði og níðist á þeim sem síst skyldi, foreldrum og börnum þessa lands – vinnandi fólki sem ekkert vill frekar en stunda sín störf í friði. Kannski svona svolítið eins og ég sjálf. Mig langar að vinna mín verk í friði – og síðast en ekki síst hafa tíma til þess. Ég kenni núna 4. bekk og hef því lokið minni kennslu á daginn kl. 12:30. Ég sit á fundum til rúmlega þrjú fjóra daga vikunnar og get því hafið undirbúning næsta dags um 15:30. Ég kenni 26 börnum, 6 kest á dag fjóra daga vikunnar en 4 kest þann fimmta. Ég hef 2 klst. til þess að undirbúa næsta dag og fara yfir verkefni dagsins og síðan bætist við frágangur í stofunni, símtöl heim, bréfaskrif og annað sem fellur til. Á föstudögum get ég strax eftir kennslu hafist handa við að undirbúa næstu viku og farið yfir heimanám sem tekur um 4 klst (sem samsvarar undirbúningi fyrir tvo heila kennslu- daga). Við þennan vinnutíma minn bætist að 20 mín. undirbúningstími dugar mér ekki og því er vinnutími minn langtum lengri en til 17:30 dag hvern og helgarnar eru oftast nýttar til undirbúnings sömuleiðis. Og þetta er starfið sem ég elska og vil engu öðru sinna og fyrir það fæ ég 197.000 kr. eftir 10 ár í kennslu. Ég er tilbúin til þess að vera í verkfalli þangað til ríkisstjórn þessa lands viðurkennir að greiðslur til sveitarstjórna voru allt- of rýrar á sínum tíma. Ég er tilbúin að vera í verkfalli þar til nýi for- sætisráðherrann okkar áttar sig á því að vand- inn snýr vissulega að honum. Ég er tilbúin til þess að vera í verkfalli þar til sveitarfélögin sjá að við svona lagað er ekki hægt að una leng- ur. Kennarar bera of þungar byrðar í sinni vinnu og fá ekki greitt samkvæmt vinnu- framlagi. Ég veit – eftir að hafa búið í litlu en þó ríku sveitarfélagi – að skólinn er þungur baggi að bera, en það þýðir samt ekki að mér finnist eðlilegt og sjálfsagt að vinna 12 tíma vinnudag án þess að tekið sé tillit til þess í laun- um. Ég vil geta sinnt minni vinnu í dagvinnu og vera sátt við dagsverkið þegar haldið er heim. Halldór Ásgrímsson byrjaði valda- tíma sinn vel, hann sat brosandi í Kastljósstólnum í næstum hálftíma og sagði svo næsta dag að kenn- aradeilan kæmi hvorki sér né ríkinu við, því hún sneri að sveitarstjórnum. Þær hefðu eytt einum milljarði meira í skólamál ár hvert en ríkið gerði á sínum tíma. Víst er að búast mátti við að kostn- aður við skólann ykist þegar metn- aðarfullir heimamenn tækju að sér að sjá um rekstur hans. En það var ekki bara metnaður heimamanna sem hafði áhrif á útgjöldin. Við flutn- ing grunnskólans yfir til sveitarfélag- anna urði skil í greiningu og meðferð barna með hegðunar- og geðrask- anir. Ríkið á að sjá um meðferð- arhlutann en sveitarfélögin um greininguna. Það vantar ekkert upp á greiningarþáttinn hjá þeim sveit- arfélögum þar sem ég hef starfað en úrræðin meðferðarmegin eru lítil sem engin og komi þau einhvern tím- ann er það oftast of seint. BUGL er nánast lamað batterí og á Greining- arstöðina komast grunnskólabörn eftir margra ára bið. Þetta eru þær einu stofnanir sem eiga og mega skila skýrslum til Jöfnunarsjóðs sem svo aftur greiðir til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa því staðið uppi úrræðalaus, hvorki heilbrigðis- né fé- lagsgeirinn kemur að málum að neinu ráði og fé úr Jöfnunarsjóði fer ár hvert minnkandi. Vandinn hefur verið leystur með meiri mannafla inn í skólastofurnar, sérkennurum og stuðningsfulltrúum. Allt kostar þetta vísast stærstan hluta þess milljarðs sem Halldór karlinn minntist á – að viðbættum gríðarlegum kostnaði við einsetningu skólanna, tæknivæðingu og mötuneyti, en það er nú ekki neitt sem Halldóri kemur við. Þeim pistlahöfundum sem ég hef lesið greinar eftir nú undanfarið verður tíðrætt um vinsældir kennara og telja þær fara ört minnkandi – vont er ef satt er en við með meint asnaeyru vissum og vitum að verkfall er ekki leið til þess að komast á topp vinsældalistans. Ég er vel og sí-menntaður ein- staklingur sem býr yfir dýrmætri reynslu og þekkingu. Ég er sérfræð- ingur á mínu sviði og ég er stolt af því. Vinsældir eru eins og dæg- urfluga, hverfular og léttvægar, en störf mín eiga vonandi eftir að standa lengur en eitt dægur. Þess vegna er ég kennari – og er stolt af því. Kennari í verkfalli Ingveldur Eiríksdóttir fjallar um kennaradeiluna ’Vinsældir eru eins ogdægurfluga, hverfular og léttvægar, en störf mín eiga vonandi eftir að standa lengur en eitt dægur.‘ Ingveldur Eiríksdóttir Höfundur er kennari. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.