Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 35 UMRÆÐAN Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum ...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulagstillögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins veg- ar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf ...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlits- ins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar Í LEIÐARA Morgunblaðsins í gær, hinn 24. september 2004, segir leiðarahöfundur frá því að árið 1990 hafi Hæstiréttur talið umsækjanda um dómarastöðu, sem var 64 ára að aldri, of gamlan, en geri nú ekki athuga- semdir við aldur um- sækjanda sem eldri sé. Síðan segir Morg- unblaðið, að erfitt sé að sjá ,,hvaða breyting á viðhorfi til aldurs hefur orðið á þeim fjórtán ár- um, sem liðin eru, og hvers umsækjandinn þá átti að gjalda að vera dæmdur úr leik vegna aldurs“. Því er til að svara, að árið 1994 var Mannrétt- indasáttmáli Evrópu lögleiddur á Ís- landi og árið 1995 var mannréttinda- kafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður. Með stjórn- arskrárbreytingunni var lögfest svo- nefnd jafnræðisregla og hafa ís- lenskir dómstólar túlkað hana með hliðsjón af dómum Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Í henni felst að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kyn- ferðis, trúarbragða, skoðana, þjóð- ernisuppruna, kynþáttar, litarhátt- ar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Með orðunum ,,stöðu að öðru leyti“ er m.a. vísað til aldurs. Auk þessara veigamiklu lagabreyt- inga hefur mannréttindasamtökum vaxið fiskur um hrygg og var Mann- réttindaskrifstofa Íslands og Mann- réttindastofnun Háskóla Íslands stofnuð árið 1994. Lögmenn höfðu reyndar um árabil vís- að til mannréttinda- laga, innlendra sem al- þjóðlegra, er hér var komið sögu, en að mestu fyrir daufum eyrum. Á mannrétt- indasviði örlar fyrst á breyttum viðhorfum hjá dómstólum árið 1990 fyrir áhrif frá Mannréttindanefnd og Mannréttindadómstól Evrópu, en eftir 1995 hefur orðið gjörbreyt- ing á áhrifum mann- réttindalaga á niðurstöður í dóms- málum. Jafnframt hefur þekking á mannréttindalögum og mannrétt- indavitund aukist að mun bæði hjá lærðum og leikum. Áhrif jafnræð- isreglunnar hafa ekki síst skipt sköpum um þróun mannréttinda hér á landi. Ekki hafa allir tekið þessari þróun jafn fagnandi og þess má geta að áhrifamenn eins og lögfræðing- arnir Davíð Oddsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hafa lýst miklum efa- semdum um réttmæti reglunnar og látið að því liggja að það hafi verið mistök hjá Alþingi að gefa henni það vægi sem hún fékk með stjórnar- skrárákvæðinu 1995. Leiðari Morgunblaðsins bendir til að blaðið hafi ekki gefið þessari þró- un gaum og blaðið krefst þess með sinni alkunnu valdsmannsrödd, að allt skuli óbreytt standa. Það hefur augljóslega farið framhjá Morgun- blaðinu að við lifum í breytilegum og framsæknum heimi þar sem gildi dagsins eru önnur en gærdagsins meðal annars vegna þátttöku lands- ins í ýmsum alþjóðasamtökum og vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Enda þótt skiljanlegt sé að Morgun- blaðið berjist fyrir því að framá- menn í stjórnmálaflokki þeim, sem blaðið styður, komist til sem mestra áhrifa hjá dómstólum, þá verður blaðið að átta sig á að við lifum í breyttum og bættum heimi þar sem krafan um hlutlæg, gegnsæ og lýð- ræðisleg vinnubrögð valdsmanna verður æ háværari og þeir komast ekki lengur upp með gerræðislegar geðþóttaákvarðanir. Missti Morgunblaðið af mannréttindavæðingunni? Ragnar Aðalsteinsson svarar leiðara Morgunblaðsins ’Það hefur augljóslegafarið framhjá Morgun- blaðinu að við lifum í breytilegum og fram- sæknum heimi …‘ Ragnar Aðalsteinsson Höfundur er starfandi lögmaður. ALÞJÓÐLEGUR hjartadagur verð- ur haldinn í yfir 100 löndum á morg- un, sunnudaginn 26. september. Þema dagsins í ár eru börn, ungling- ar og hjartasjúkdómar. Hjartavernd og Hjartaheill (Landssamtök hjarta- sjúklinga) munu standa fyrir skipu- lagðri dagskrá. Hjartaganga verður farin frá fé- lagsheimili Þróttara í Laugardalnum kl. 13 en mæting í upphitun er kl. 12.30. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra ávarpar göngu- og línu- skautafólk. Félagar frá linuskautar- .is verða með létta línuskautaferð (ef veður leyfir) frá sama stað og á sama tíma. Fulltrúar Latabæjar, þær Solla stirða og Halla hrekkjusvín taka þátt í göngunni. Farin verður um hálftíma ganga/línuskautahlaup. Ennfremur verður boðið upp á heilsufarsmælingar þennan dag kl. 13–16 í félagsheimili Þróttar, s.s. kól- esteról- og blóðþrýstingsmælingar, ráðgjöf og fræðslu. Jafnframt mun fólki verða leiðbeint í gegnum áhættureiknivél á hjarta.is þar sem líkurnar á að fá kransæðasjúkdóm eru reiknaðar út. Alþjóðlegur hjarta- dagur á morgun FRÉTTIR STJÓRN BSRB hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Stjórn BSRB lýsir eindregnum stuðningi við kjarabaráttu kennara og sendir Kennarasambandi Íslands baráttukveðjur. Brýnt er að samn- ingar takist hið allra fyrsta því lang- vinnt verkfall getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir alla hlutaðeigandi,“ segir í ályktun sem stjórn BSRB samþykkti á fundi í dag. Jafnframt var samþykkt ályktun þar sem lýst var stuðningi við Sjómannasamband Íslands í kjaradeilu sjómanna og varað við tilraunum útgerðarmanna til að sundra samstöðu sjómanna með samningum á bak við samtök þeirra.“ BSRB styður kenn- ara og sjómenn LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga hafa tekið upp nýtt nafn og að sama skapi nýtt félagsmerki. Félagið heit- ir nú HjartaHeill og var nýtt nafn samþykkt á landsþingi samtakanna. Markmiðið með breyttu nafni er að höfða til fleiri en eingöngu þeirra sem eru hjartasjúklingar. Nýtt nafn mun nýtast betur í tengslum við forvarnastarf og ýmis- konar fyrirbyggjandi vinnu í barátt- unni gegn hjartasjúkdómum, segir í frétt frá samtökunum. Á lands- þinginu var Vilhjálmur B. Vilhjálms- son endurkjörinn formaður til tveggja ára. Jónína S. Gísladóttir var sæmd gullmerki samtakanna, Gullhjartanu, fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf um áraraðir. Styrkt- arsjóður Jónínu hefur látið mikið af fjármunum renna til tækjakaupa sem reynst hafa ómetanleg fyrir hjartalækningar á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. Nýtt nafn; HjartaHeill EKKI hefur farið fram hjá neinum að staða dómara við Hæstarétt Íslands er laus og Hæstiréttur hefur sent frá sér álit um umsækjendur. Verið er að safna undirskriftum til stuðnings einum umsækjand- anum og jafnvel fullyrt að um- sækjandinn sjálfur sé að safna undirskriftum, sem hlýtur að vera rangt. Undirskriftasöfnun, við þessar aðstæður, er nýmæli og vonandi er hér ekki gefið fordæmi til fram- tíðar. Erfitt er að hugsa sér að héraðsdómarar færu að safna undirskriftum í eigin hópi til stuðnings umsækjanda úr þeirra röðum. Annað atriði er verra. Hver verður staða þeirra lögmanna sem af einhverjum ástæðum vilja ekki skrifa undir og þurfa síðar að flytja mál hjá dómara sem kann að fá skipun eftir meðmælendasöfn- un? Verður dómarinn vanhæfur? Verður hann einnig vanhæfur gagnvart þeim sem hefur ljáð nafn sitt til meðmælanna? Munu skjól- stæðingar lögmanna athuga í hvorum hópnum lögmaður var áð- ur en þeir ákveða hvort til hans verður leitað? Svona má halda áfram og spyrja hvort þeir lög- menn, sem ekki taka þátt í þessu, muni njóta velvildar þeirra dóm- ara Hæstaréttar sem álitið gáfu og svo verði annað viðhorf til hinna? Þetta hefðu forsvarsmenn und- irskriftasöfnunarinnar þurft að at- huga áður en þeir fóru af stað og er hér með skorað á þá að hætta þessu. Gestur Jónsson, Jakob R. Möller, Ragnar H. Hall, Sigurmar K. Albertsson Um undirskriftir Höfundar eru hæsta- réttarlögmenn. Bikarkeppni BSÍ Fjórðu umferðinni lauk um helgina, þegar SS-sveitin lagði Essó- sveitina – bikarmeistara síðasta árs. Úrslitin í 4. umferð: Gunnl. Sævarsson – Baldur Bjartm. 121–70 Orkuveita Rvk. – Sp. Siglufjarðar 147–44 ESSO-sveitin – SS fremstir f. bragðið 64–96 Black Mamba – Eðvarð Hallgrímson 90–79 Í undanúrslitum eigast við SS fremstir fyrir bragðið/Júlíus Sigur- jónsson og Black Mamba/Björgvin Már Kristinsson annars vegar og Gunnlaugur Sævarsson og Orku- veita Reykjavíkur/Páll Valdimars- son hins vegar. Undanúrslitin hefjast kukkan 11:00 laugardag 25. september og úrslitin verða spiluð á sunnudag og hefst þá spilamennska klukkan 10:00. Spilað er í Síðumúla 37, 3. hæð, og eru áhorfendur hvattir til að fjöl- menna og fylgjast með spennandi viðureignum. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 13. sept. 2004. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S. Júlíus Guðmsson - Rafn Kristjánsson 249 Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 244 Ingib. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 242 Árangur A-V. Björn E. Pétursson - Gísli Hafliðason 271 Helgi Hallgrímsson - Jón Hallgrímsson 235 Magnús Oddsson - Ragnar Björnsson 235 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 16. sept. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S. Björn Pétursson - Ólafur Ingvarsson 266 Magnús Oddsson - Ragnar Björnsson 233 Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 232 Árangur A-V. Eysteinn Einarsson - Jón Stefánsson 267 Viggó Nordquist - Gunnar Andrésson 239 Magnús Jósefsson - Örn Sigfússon 229 Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á tólf borðum fimmtudaginn 15. september. Efst vóru: NS Kristinn Guð.ss. – Guðm. Magnússon 270 Aðalbj. Benediktss. – Leifur Jóhanness. 237 Steindór Árnason – Tómas Sigurðsson 230 Karl Gunnarsson – Ernst Backmann 230 AV Sigtryggur Ellerts. – Þorsteinn Laufdal 272 Oddur Jónsson – Ari Þórðarson 248 Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 248 Þórhallur Árnas. – Stefán Friðbjarnars. 244 Mæting mánu- og fimmtudaga kl. 12.45. Félag eldri borgara í Kópavogi Þátttakan föstudaginn 17. sept. var þokkaleg eða sextán pör og úr- slitin þessi í N/S: Ólafur Ingvarsson – Ragnar Björnsson 189 Bragi Salomonsson – Magnús Jósefsson 181 Helga Helgadóttir – Sigrún Pálsdóttir 181 A/V: Július Guðmsson – Magnús Halldórsson 203 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 199 Halla Ólafsdóttir – Jón Lárusson 199 Þátttakan sl. þriðjudag var hins vegar dræm eða aðeins tólf pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Guðjón Kristjánsson – Magnús Oddsson 118 Helga Helgadóttir – Sigrún Pálsdóttir 114 A/V: Ólafur Lárusson – Þorleifur Þórarinsson 140 Ólafur Ingvarsson – Ragnar Björnsson 101 Félag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 17. september var spilað hjá eldri borgurum í Hafnar- firði á 10 borðum. Úrslit urðu þessi. N/S Kristján Ólafss. - Friðrik Hermannss. 240 Sigurður Hallgr.s. - Sverrir Gunnarss. 236 Hermann Valst.s. - Jón Sævaldss. 232 A/V Guðni Ólafsson - Stígur Herlufsen 273 Þorvarður Guðmss. -Kristján Þorlákss. 247 Nanna Eiríksd. - Guðný Hálfdánard. 236 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 21. september var spilað á tíu borðum. Úrslit urðu þessi. N/S Sævar Magnúss. – Bjarnar Ingimarss. 264 Sverrir Jónsson – Jón Pálmason 236 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmundss. 231 A/V Helgi Einarsson – Ingimundur Jónsson 247 Helgi Sigurðsson – Gísli Kristinsson 238 Sófus Berthelsen – Haukur Guðmundss. 233 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Safn ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu myndlistargagnrýni um sýningu í Safni í Morgunblaðinu í gær, að nafn Safns var ítrekað skrifað með litlum staf. Vissulega á nafn Safns að skrifast með stórum staf, enda þar um sérnafn að ræða. Sjónþing í Gerðubergi FJALLAÐ verður um Reyni Vil- hjálmsson á Sjónþingi í Gerðubergi, sem fram fer í dag. Í blaðinu í gær voru misvísandi upplýsingar, þar sem fram kom í myndatexta að þingið færi fram þann dag, föstu- dag, en greinin sjálf sagði hið rétta, að það færi fram í dag, laugardag. Beðist er velvirðingar á misritun- inni. Röng dagsetning Í BLAÐINU í gær var birt frétt um fjölskyldudag á Seyðisfirði og stóð þar að halda ætti hann í dag. Hið rétta er að fjölskyldudagur á Seyð- isfirði verður laugardaginn 2. októ- ber nk. og er beðist velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT HAFNARFJARÐARKIRKJA og Hrókurinn, í samvinnu við skákdeild Hauka og skákfélög eldri borgara í Reykjavík og Hafnarfirði, standa fyrir Strandbergsmótinu í skák um helgina í tilefni af 90 ára afmæli Hafnarfjarðarkirkju. Mótið hefst í dag, laugardag, klukkan 13 í Strand- bergi, safnaðarheimili Hafnarfjarð- arkirkju. Mótið er fyrir skákmenn sem eru 65 ára og eldri eða 15 ára og yngri. Hver keppandi teflir 7 skákir. Notaðar eru skákklukkur og hefur hver keppandi 10 mínútur fyrir hverja skák. Dagskrá skákhátíðarinnar í Strandbergi nær yfir tvo daga, laug- ardag og sunnudag. Skákmótið fer fram á laugardag og á sunnudegin- um verður fjölbreytt dagskrá, sem hefst klukkan 11 með skákmessu í Hafnarfjarðarkirkju. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Eldri og yngri tefla í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.