Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Um þessa helgi verða opn-aðar margar áhugaverðarsýningar á myndlist, og víst að myndlistarunnendur verða víða á ferðinni í dag. Hér verður aðeins drepið á stærstu sýning- arnar og ber þar fyrst að nefna Grasrótarsýningu Nýlistasafnsins sem ætíð er beðið með nokkurri eft- irvæntingu, enda oft hægt að merkja þar þá sprota meðal ungra listamanna sem síðan eiga eftir að láta meira að sér kveða. Í gær var einnig opnuð í Nor- ræna húsinu farandsýning ungra listamanna – einskonar norræn grasrótarsýning – sem auðvitað er forvitnileg í samhengi við sýningu Nýlistasafnsins, enda sjaldan sem svo margir listamenn af yngstu kynslóðinni sýna samtímis í Reykjavík.    Í Hafnarborg verður opnuð sýn-ing sem hverfist um grafík og hljóð, en þar eru á ferðinni með samsýningu þau Valgerður Hauks- dóttir, Deborah Cornell, Richard Cornell og Paolo Ciampini. Þær Valgerður og Deborah sýna báðar innsetningar sem Richard Cornell, tónskáld og yfirmaður tón- skáldadeildar tónlistarháskólans í Boston, hefur unnið hljóðverk við. Að sögn Valgerðar eru hljóð- verkin þess eðlis að þótt þau séu samin hvort fyrir sig, þá munu þau smitast að einhverju leyti á milli þeirra rýma sem innsetning- arnar standa í og hugsanlega mynda þannig grunn að þriðja tónverkinu. „Richard er að stilla verkin saman,“ segir hún, svo það er augljóst að þarna er verið að spinna með bæði innsetningarnar, rýmið og hljóðið. Valgerður bendir á að „enda- lausar spekúlasjónir um tilvist mannsins“ tengi myndlistarmenn- ina þrjá saman, en auk innsetn- inga þeirra Deboruh er Paolo Ciampini með lungann úr sínum verkum í Sverrissal Hafnarborgar. „Hann sýnir þar […] flottar æting- ar, og það liggur við að hver ein- asta mynd hafi fengið verðlaun einhversstaðar, á einhverjum sýn- ingum.“ Hún segir myndir hans „djúpar og svartar og dulúðugar“, enda sé hann bæði flinkur í teikn- ingunni og tækninni. Þráður sýn- ingarinnar sem heildar er ekki síst tilvist mannsins og náttúran og segir Valgerður hlæjandi að sýn- ingin sé „töluvert svört. Það er mikið af svörtu hér. En það er fal- legt því það er svo mikil dýpt í svertunni. Grafíkerar fara nátt- úrulega alltaf mikið í svertuna; það er svo mikill litur í svertunni“.    Síðast en ekki síst ber að nefnayfirlitssýningu á verkum Guð- mundu Andrésdóttur í Listasafni Íslands, undir heitinu Tilbrigði við stef. Guðmunda lýsti eitt sinn sjálf upphafi ferils síns og list sinni í Morgunblaðinu með þeim orðum að tímarnir hefðu verið „furðu- legir“. „Móðir mín var aumkuð vegna þess að dóttir hennar var dottin í þetta! Og það var fámenn- ur hópur sem tók geómetríunni vel. Þetta var feikilega erfitt tíma- bil og skrítið að maður skyldi ekki gefast upp! En það var þrjóska í manni …“ Enda vita allir sem er að sú þrjóska bar ávöxt því orð- spor Guðmundu hefur farið mjög svo vaxandi með tímanum og mik- ill áhugi er á verkum hennar og einstæðum ferli um þessar mundir. Mikill litur í svertunni ’… orðspor Guðmunduhefur farið mjög svo vaxandi með tímanum og mikill áhugi er á verkum hennar og ein- stæðum ferli um þessar mundir.‘AF LISTUMFríða Björk Ingvarsdóttir fbi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Valgerður Hauksdóttir, Deborah Cornell, Paolo Ciampini og Richard Cornell, sem sýna í Hafnarborg. CHICAGO Á LAUGARDAGINN! Stóra svið Nýja svið og Litla svið Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Aðalæfing í dag kl 13 - Kr 1.000 - UPPSELT Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20, Fö 1/10 kl 20, Fö 8/10 kl 20, Su 10/10 kl 20 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Su 3/10 kl 20, Fi 7/10 kl 20, Su 17/10 kl 20Fi 21/10 kl 20, Su 31/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Su 26/9 kl 20 Síðasta sýning LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 26/9 kl 14, Su 3/10 kl 14, Su 10/10 kl 14, Su 17/10 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir. Í kvöld kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Lau 16/10 kl 20, Lau 23/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER - AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700) VERTU MEÐ Í VETUR RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 2/10 kl 20, Su 3/10 kl 20 Reykjavík – Á fleygiferð til framtíðar Sýning um hvernig Reykjavík breyttist úr sveit í borg Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, Rvík Opin kl. 13-17 – Ókeypis aðgangur Borgarskjalasafn Reykjavíkur Stuðbandalagið frá Borgarnesi í kvöld Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Fös . 1 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 2 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 8 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 15 .10 20 .00 LAUS SÆTI Lau . 16 .10 20 .00 LAUS SÆTI „Hafð i ó t rú lega gaman að þessu . F inns t o f tas t ekk i gaman í le ikhús i e f það er ekk i g r ín le ik r i t en þet ta var a lger br i l l i . " - Auðunn Blönda l , s jónvarpsmaður - 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 örfá sæti laus 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 UPPSELT 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT 5. sýn. sun. 10/10 kl. 20 örfá sæti laus 6. sýn. sun. 24/10 kl. 20 4 sýningar á aðeins 6.500 kr. Áskriftarkort! 552 3000 ☎ 552 3000 ☎ Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is Hræðilega fyndið, rokkað og flugbeitt: ELDAÐ MEÐ ELVIS eftir Lee Hall • Föstudag 1/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS • Laugardag 2/10 kl. 20 LAUS SÆTI Sýningin hlaut tilnefningu sem vinsælasta leiksýningin á Grímunni 2004. Aðeins nokkrar aukasýningar í haust. Tryggið ykkur miða strax! “Skemmtileg leikhússupplifun” VS Fréttablaðið. HINN ÚTVALDI eftir Gunnar Helgason • Sunnudag 26/9 kl. 14 ÖRFÁ SÆTI LAUS • Sunnudag 3/10 kl. 14 LAUS SÆTI “Kærkomið tækifæri til að fara með börnin á eitthvað óvænt og nýstárlegt... sýning sem óhætt er að mæla með fyrir börn á öllum aldri” SAB Morgunblaðið. 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.