Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 51 MENNING Jarðvegsþjöppur, hopparar og keflavaltarar Sími 594 6000 allt fyrir heimilið S P EGLA - ÚTSALA - í T ékk Kr i s t a l FAXAFEN I afsl af öllum verð frá kr:1.990.- fyrstur kemur fyrstur fær!20%-50% - m i k i ð ú r v a l f r á b æ r t v e r ðwww.tk.is Árleg Grasrótarsýning Ný-listasafnsins verður opn-uð í dag í fimmta sinn.Grasrótarsýningar Ný- listasafnsins hafa frá upphafi verið hugsaðar sem tækifæri fyrir unga myndlistarmenn. Sýningin í ár er óvenjuleg að því leyti að henni er skipt á milli tveggja staða. Annars vegar verður hún í hinu nýja hús- næði Nýlistasafnsins við Laugaveg 26 og hins vegar í húsnæði og sýn- ingarsal Orkuveitu Reykjavíkur, en Orkuveitan er aðalstyrktaraðili sýn- ingarinnar. Þóra Þórisdóttir myndlistar- maður og galleristi á Hlemmi er sýningarstjóri Grasrótarsýning- arinnar, en hennar verkefni var að velja þrettán unga listamenn úr hópi umsækjenda. Þau sem eiga verk á sýningunni eru Kolbrá Bragadóttir, Hildur Margrétardótt- ir, Hildigunnur Birgisdóttir, Tomas Lemarquis, Elín Hansdóttir, Mar- grét M. Norðdahl, Þórunn Eva Hallsdóttir, Hermann Karlsson, Sólveig Einarsdóttir, Halla Dögg Sigurðardótttir, Lóa Hlín Hjálmtýs- dóttir, Jóhanna Helga Þorkelsdóttir og Þórunn Inga Gísladóttir. Þóra segist ekki hafa valið sér neinar sér- stakar áherslur eða þema við val á listamönnum og verkum á sýn- inguna. „Ég vildi frekar sýna hvað þessi hópur listamanna er að gera. Svo reynir maður auðvitað að skapa einhverja samræðu milli verka með því hvernig verkunum er komið fyr- ir á sýningunni. Mér fannst líka við hæfi að fá ungt fólk sem hefur verið að læra listfræði til liðs við mig við að setja sýninguna upp og skrifa texta, í stað þess að leita til þeirra sem eru alltaf að vinna slík verk. Þetta er liður í því að efla þá nýju kynslóð sem starfar í kringum myndlistina og að það fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í listfræði kynnist listamönnum af sinni kyn- slóð.“ Þóra segir það sérstakt við sýn- inguna hve málverkin eru mörg. „Það hafa aldrei verið svona mörg málverk á Grasrótarsýningunni áð- ur. Það var meðvituð ákvörðun strax að taka inn tvo málara, því ég vildi hafa málverkið með. En svo varð þetta bara meira en ég sá fyrir í upphafi, og mér finnst það ekkert verra. Málarar almennt hafa kvart- að undan því að vera útilokaðir, vegna þess að málverkið sé ekki í tísku – allt snúist um innsetningar og slíka list. En salurinn í Orkuveit- unni er eiginlega skapaður fyrir málverk, meðan hugmyndafræðileg- ur bakgrunnur Nýlistasafnsins kall- ar frekar á framsækna list. Það er frekar hægt að ögra sal Ný- listasafnsins með hefðbundnum málverkum heldur en Orkuveitu- salnum, meðan gagnrýnin verk ögra frekar stofnanasölum. Verk geta orðið mjög mismunandi í upplifun eftir því í hvernig rými þau eru sýnd.“ Þóra segir að bæði rýmin, í Orku- veituhúsinu og í Nýlistasafninu, hafi þannig sína kosti eða galla frá sjón- arhóli miðlunarinnar, og það fari eftir því inn í hvaða samhengi verk- in tali. Þannig sé það eitt af mark- miðum sýningarinnar að hvetja fastagesti beggja staðanna til að fara á milli; það sé tilraun til að sporna gegn því að samtímalistin einangrist á sérsvæði. Urrandi anddyri og ósýnilegur ævintýrastigi Verk Elínar Hansdóttur í Orku- veituhúsinu er sérstakt að því leyti að það er staðsett í enn annarri teg- und rýmis, fyrir utan sýningarsal Orkuveitunnar, inni í stofn- anarýminu sjálfu og snertir áhorf- andann hvort sem hann ætlar sér að upplifa myndlist eða sinna sínum daglegu erindum. Elín segir mik- ilvægt að verkið sé staðsett þar sem eitthvað annað á sér stað líka, en ekki inni í sýningarsal. „Ég er búin að flísaleggja ákveðinn hluta af að- alanddyri Orkuveitunnar með mjúk- um tíglum sem búnir eru til úr segl- um. Yfir þessari tíglamottu er hljóðverk, og á ákveðnum stað í mottunni mætirðu urrandi dýri. Ég nota sérstakan hátalara sem virkar á þann máta að hann gefur frá sér óheyranlegar hljóðbylgjur; þ.e. þær heyrast bara á ákveðnum einangr- uðum stað. Þannig stígurðu inn í hljóðið og útúr því aftur. Upplifunin er eins og að þetta sé að gerast inni í þér, því það heyrir hljóðið enginn annar.“ Elín segir verkið framhald af verkum sem hún vann fyrir sýn- ingu sína í Listasafni Árnesinga í sumar, þar sem markmið hennar var einmitt að draga athyglina fremur að áhorfandanum, en að því sem er til sýnis. „Þess vegna fannst mér mikilvægt að verkið væri ekki inni í sýningarsalnum, og allt sem sést, er í rauninni aukaatriði.“ Þórunn Eva Hallsdóttir sýnir verk í Nýlistasafninu sem hún segir ættað úr heimi ævintýranna. „Þetta er glerstigi, fjögurra metra langur, og fyrir aftan hann er vefur úr bóm- ullarþræði. Hugmyndin er sótt í æv- intýrabækur, þar sem maður finnur leynihurðir og eitthvað spennandi. Svo er hann glær, og eiginlega ósýnilegur. En svo er það auðvitað undir áhorfandanum komið hvað hann sér.“ Kristín Jóhannesdóttir er í þeim hópi sem Þóra Þórisdóttir fékk til liðs við sig í uppsetningu sýning- arinnar, en Kristín var meðal ann- ars í því hlutverki að skrifa texta í sýningarskrá um nokkra af lista- mönnunum. „Ég hef hingað til bara verið að vinna skólaverkefni, og mjög gaman að fá tækifæri til að vinna svona alvöruverkefni.“ Kristín segist hafa eytt drjúgum tíma í að tala við listamennina áður en hún byrjaði að skrifa textana. „Það var gott að heyra hvað þau eru að pæla áður en ég fór að skrifa. Þetta er mjög góð reynsla eða ekki. Það er margt sem kemur á óvart þegar maður fer að vinna svona við þetta. Ég er búin að vera með hendurnar í hinu og þessu í undirbúningnum, og alveg ótrúlega margt sem maður þarf að sjá um að sé gert, miklu fleira en ég hafði hugmynd um.“ Hópurinn sem stendur að Gras- rótarsýningunni hefur hist reglu- lega frá því í sumar, lagt á ráðin um sýninguna og rætt um myndlist og málefni hennar á víðum grunni. Í kjölfar þessara umræðna tóku lista- mennirnir þá ákvörðun að halda henni áfram, nýta hina einstöku tengingu fyrirlestrasals Orkuveit- unnar við sýningarsalinn þar og efna til málþings um myndlist. Mál- þingið verður því í beinum tengslum við sýninguna og fer fram aðra helgi eftir opnun hennar. Myndlist | Grasrótarsýning Nýlistasafnsins opnuð á tveimur stöðum í dag Aldrei jafn mörg málverk á Grasrótarsýningu Morgunblaðið/Kristinn Hluti Grasrótarhópsins í ár. Í aftari röð frá vinstri eru Þórunn Inga Gísladóttir, Halla Dögg Sigurðardóttir, Jó- hanna Helga Þorkelsdóttir og Hermann Karlsson. Í fremri röð eru Elín Hansdóttir, Margrét Norðdahl og Kolbrá Bragadóttir: Fremst er verk Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. begga@mbl.is BÓK Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Höll minninganna, heldur áfram að njóta hylli gagnrýnenda erlend- is, en samkvæmt upplýsingum frá Vöku-Helgafelli, forlagi Ólafs, hlaut ný ítölsk þýðing verksins einróma lof gagnrýnenda á Ítalíu. Heimsókn Ólafs þangað, þar sem hann kynnti bókina, vakti sömuleiðis töluverða athygli, og veitti hann hátt í þrjátíu viðtöl þá fáu daga sem hann dvaldi þar. Umsagnir um bókina í La Stampa, Tuttolibri, voru meðal annars á þá leið að hún væri „há- leit skáldsaga á háum nótum“, í Libero sagði að „höfundur skilaði af sér skáldsögu sem væri auðug af stíl og bókmenntafærni, og gagnrýnandi Corriere della Sera sagði að „samspil landslagslýsinga og innri líðanar sögumanns væri meistaralegt“. Í haust kemur út ný skáldsaga eftir Ólaf Jóhann, sem hlotið hefur titilinn Sakleysingjarnir. Enn hef- ur ekki verið greint frá efni bók- arinnar, en þó verið gefið upp að ýmsar sögupersónur eiga sér – líkt og í Höll minninganna – hið- stæðu í mönnum íslenskrar sam- tíðar. Bókmenntir | Skáldsaga Ólafs Jóhanns Háleit skáldsaga á háum nótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.