Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ hef ég reynt að móta Gróðurhúsið, sem tækni- lega fullkomna baðstofu.“ Hvernig stendur íslenskur upptökuheimur í samanburði við þann erlenda? „Íslenskir upptökumenn eru margir mjög færir og menn eru mjög tæknilega meðvitaðir hér á landi. Tækjakostur hér hefur líka stór- lega batnað síðustu tíu árin eða svo. Þó er eitt sem vantar hér á landi sem er einfaldlega til- komið vegna smæðar samfélagsins. Það er lær- lingakerfi eins og er til að mynda í Bretlandi. Þetta er þó að breytast. Þegar ég byrjaði þurfti maður að læra á allt klabbið sjálfur og hafði takmarkaðan aðgang að tækjum og þekkingu. Mér fannst nokkurn veginn eins og menn vildu lúra hver á sínu eins og þeir byggju yfir óút- skýranlegri vísindakunnáttu eða uppskriftinni að Kóka kóla. Í Bretlandi byrjar þú á því að sópa gólfið, hella upp á te og fylgjast með meisturunum að störfum. Það er engin önnur leið.“ Áhætta Medúlla var tekin upp víðsvegar um heim- inn. Var það hluti af vinnuferlinu? „Nei, í rauninni ekki. Það bara gerðist. Föstu punktarnir voru Ísland og New York en svo fórum við til eyjunnar La Gomera sem er ein Kanaríeyja, gagngert til að komast í ein- angrun. Svo fylgdum við Matthew (Barney, kærasta Bjarkar) til Brasilíu þar sem hann var með verk á kjötkveðjuhátíðinni í strandbænum Salvador. Auk þess elti ég Björk nokkrum sinnum á tónleikaferð hennar síðasta sumar til að fanga hugmyndir.“ Var lagt upp með raddaplötu strax í upphafi? „Platan var nokkuð lengi í vinnslu, heil tvö ár þegar allt er saman tekið, og það er ekki fyrr en síðasta hálfa árið eða svo sem heildar- hugmyndin, það er að hafa þetta raddaplötu eingöngu, festist. Sú hugmynd hafði verið að skjóta upp kollinum reglulega og reyndar var lagt upp með það upphaflega að vinna með raddir á þennan hátt en þær áttu alls ekki að mynda öll hljóðin á plötunni.“ Hugmyndin er óneitanlega nokkuð djörf … „Já, í henni fólst nokkur áhætta en við urð- um ákveðnari eftir því sem gerð hennar vatt áfram. Þegar þú ferð niður eftir vegi sem ekki hefur verið farinn áður ertu um leið að ýta frá þér möguleikum og takmarka þig. En mér finnst þannig aðkoma alltaf styrkja sjálfa tón- listina. Það hefði verið auvelt að fletja allt út með handhægum hljóðversbrögðum sem mað- ur hefur lært í gegnum tíðina en ramminn sem við vorum búin að gefa okkur einfaldlega leyfði það ekki. Þetta var því mikil áskorun fyrir okk- ur. Þegar þú stekkur stöðugt fram af nýjum klettum þarftu að koma með ferskar lausnir ef þú átt að ná góðri lendingu. Það verður að taka ákveðna afstöðu því að afstöðuleysi almennt er ávísun á meðalmennsku. En þá ertu líka um leið að taka áhættuna á því að einhverjum líki ekki það sem þú ert að gera.“ Rennt blint í sjóinn Hvernig var að vinna með mönnum eins og Mike Patton og Rahzel? „Það var mjög skemmtilegt og hluti af því VALGEIR Sigurðsson rekur eigið hljóðver, Gróðurhúsið, í tvílyftu einbýlishúsi í einu af út- hverfum bæjarins en þar býr hann einnig. Valgeir kom fyrst fyrir sjónir tónlistar- áhugamanna sem annar helmingur dúettsins Birthmark sem hann skipaði ásamt Svani Kristbergssyni. Hann hefur þá einnig leikið með og/eða starfað í hljóðveri með listamönn- um eins og Möggu Stínu, Unun, múm, Agli Sæ- björnsyni og Slow Blow en alla tíð, eða frá því hann skreið úr menntaskóla, hefur hann verið með puttana í upptökuvinnu og -stjórnun. Samstarf hans og Bjarkar hófst árið 1998, er vinnan við Selmasongs (’00) byrjaði, plötuna sem inniheldur lög við mynd Lars von Trier Myrkradansarann (Dancer in the Dark), þar sem Björk lék aðalhlutverkið. Á sama tíma fóru lög fyrir Vespertine (’01) að fæðast, besta verk Bjarkar fram að þeim tíma, fyrir utan mögulega Debut sem hefur í dag ekki misst snefil af fersk- og frumleika sínum. Nýjasta plata Bjarkar, Medúlla, er sérstök að því leytinu til að allt sem þar heyrist er byggt á mannsröddum (píanó og málmgjöll koma reyndar lítið eitt við sögu). Listamenn, erlendir sem innlendir, aðstoða Björk á plöt- unni, m.a. Robert Wyatt, Mike Patton (Fant- ômas, Faith No More) og Rahzel (The Roots). Valgeir viðurkennir að á tímabili hafi sest að honum uggur varðandi plötuna. Var formið mögulega að yfirkeyra innihaldið? Frábærlega frumleg hugmynd en slæleg úrvinnsla? Dómar um Medúllu eru nærfellt allir á þann veg að svo sé ekki. Enn eina ferðina stendur Björk því, og þarafleiðandi Valgeir, með pálmann í hönd- unum. Þetta tókst, og gott betur en það. Um hvippinn og hvappinn Hvað ert þú búinn að reka þetta hljóðver lengi? „Síðan 1997. Ég byrjaði á Smiðjuveginum og færði mig hingað árið 2000. Ég lít meira á þetta sem vinnustofu, Gróðurhúsið er ekki rekið á sama hátt og almennt hljóðver. Það er und- antekning ef eitthvað er unnið hér sem tengist mér ekki. Tilvera þessa hljóðvers hefur farið leynt frekar en hitt (hlær). Hér var myndlist- arstofa áður og því hentaði þetta opna rými mjög vel mínum hugmyndum.“ Var þetta dýrt? „Ég hef byggt þetta upp í áföngum. En þetta er vissulega kostnaðarsamt. Ég hef passað mig á því að taka mið af því sem ég þarf og að- stæðum hverju sinni. Þessu fylgir líka að gera miklar kröfur til sjálfs sín og þeirra verkfæra sem maður notar.“ Þarf mikið að uppfæra tækjakost? „Þróunin er býsna hröð í þessum geira en þar sem ég er ekki beint að gera út á það að leigja þetta út í samkeppni við aðra hér á landi get ég leyft mér að sníða uppfærslur og við- bætur að mínum þörfum. Medúlla var t.d. unn- in mikið til með færanlegri Pro Tools- uppetningu sem við gátum flengst með um hvippinn og hvappinn. Maður kemst ótrúlega langt á því. Þetta er það skemmtilegasta við þróunina í upptökutækni síðustu ára að það er hægt að gera mjög mikið án þess að vera bund- inn við eitthvert pláss. Til að mynda keyrðum við frá London, eftir að fyrri áfanga hljóð- blöndunarinnar lauk þar, til að taka upp með Robert Wyatt norður í Lincolnshire. Hann er bundinn við hjólastól og kann vel við sig heima í stofunni sinni þannig að ég tók með mér vel valinn búnað sem ég setti upp í tónlistar- herberginu hans og útkoman var hreinir töfrar sem ekki er gefið að hefði náðst að fanga í öðru rými. Auðvitað gengum við að því nokkuð vísu hvað þurfti til, en stundum þarf fullbúið hljóð- ver til að sveigjanleikinn sé fyrir hendi. Þannig sem gerir mitt starf spennandi er einmitt að fást við svona listamenn. Það var ekki fyrr en í janúar á þessu ári sem endanlega ákvörðun um raddirnar lá fyrir og það var ekki fyrr en þá sem öðrum var hleypt í plötuna og gerðist það mun síðar en með annað sem við höfum unnið að saman. Fram að því hafði þetta bara verið við tvö. Björk var mjög ákveðin í því að finna leiðina fyrst og koma svo með fólkið inn. Og þá fóru hlutirnir að þróast mjög hratt. Við höfðum ákveðið að vinna með söngvurum en hvort það yrði í formi dúetta eða hvað vissum við ekki. En menn voru alveg tilbúnir að henda sér blint í þetta. Patton hlóð inn upptökum og treysti okkur svo til að vinna úr því [þess má geta að Patton gaf út sólóplötu, Adult Themes for Voice, árið 1996 þar sem hann styðst einungis við eigin rödd]. Það er til rosalega mikið af efni sem var ekki notað. Á bakvið hvert lag eru örugglega 30–40 tökur af ónotuðu efni. Mikill hluti af vinnunni fór í að grisja út efni og velja saman. Það var oft ekki hægt að sjá hvað virk- aði saman fyrr en allt var komið.“ Hvernig kom Rahzel til sögunnar? „Patton kom okkur í kynni við Rahzel þar sem þeir voru að túra saman um Bandaríkin [Rahzel fæst við svonefnda „beatbox“-list, þar sem taktar eru búnir til með röddinni. Hér- lendis var haldin keppni í „beatbox“ síðasta haust undir yfirskriftinni Taktkjaftur]. Við vorum að vinna í New York og fórum að sjá Mike á tónleikum með Rahzel sem hvorugt okkar þekkti til þá. Patton og Björk höfðu ein- hvern tíma rætt saman um samstarf. Það var algerlega magnað að sjá þá saman á sviði og þegar við heyrðum í Rahzel var ákveðið á staðnum að fá hann á plötuna.“ Skýrt Hversu náið vinnur þú tónlistina með Björk? „Það er mjög misjafnt. Stundum er vinnan meira á tæknilegum nótum og þá held ég mig til hlés í öllum ákvarðanatökum. En svo finnur maður það á sér ef maður þarf að færa sig nær sköpunarlega. Það gerist ósjálfrátt í raun og það er kannski vegna þessa sem við vinnum svona vel saman. Stefnan er alltaf mjög skýr hjá Björk þótt leiðin að niðurstöðu geti verið kræklótt. Hún hefur mjög sterkar hugmyndir um hvernig hún vill hafa hlutina og oft hvílir tæknileg úrvinnsla á mér. Hún er líka alltaf að verða færari í hljóð- verinu og oft skiptumst við á að vinna lögin þar. Þá getur líka aðilinn sem er ekki að vinna handavinnuna við lagið lagt mat á það með „ferskum eyrum“ hvort þetta gengur upp eða ekki.“ Vespertine er mikið afrek að mínu mati. Hvað finnst þér sjálfum? „Ég er nokkuð sáttur við hana (brosir). Ég er venjulega tvö ár að fjarlægja mig frá verk- unum. Þá fyrst get ég heyrt plötuna eins og aðrir heyra hana þótt ég hlusti ekki á þær plöt- ur sem ég hef komið að mér til afþreyingar heldur nær eingöngu til að reyna að sjá hvað ég gæti gert betur.“ Er ástæða fyrir þessu langa – og farsæla – samstarfi ykkar? Björk gæti t.d. léttilega feng- ið einhvern „risa“ til að vinna með sér … „Kannski treystir hún mér til þess að skilja hvað það er sem hún vill koma til skila. Ef hún myndi ráða einhvern eins og til að mynda Timbaland til sín (sem ég ber annars mikla virðingu fyrir) yrði lagið hugsanlega hans frek- ar en hennar og slíkt er engan veginn að fara að gerast. Sem upptökustjóri reyni ég yfirleitt að vinna þannig með fólki að það sjálft sem listamenn sé í forgrunni [téður Timbaland hef- ur unnið með Missy Elliott, Jay-Z og Justin Timberlake t.d. Hann á það sammerkt með frægum upptökustjórnendum eins og Phil Spector að lög þeirra listamanna sem hann vinnur með verða einatt hans fremur en þeirra, svo sterkur er einkennishljómurinn]. En hvernig er að vinna með Björk? Ertu meðvitaður um að hér er heimsfrægur lista- maður á ferðinni? „Ég sé þetta ekki í neinum sápukúludýrð- arljóma. Fyrst og fremst finnst mér gaman að fara í vinnuna og vinna með skemmtilegu og skapandi fólki. Maður verður helst var við frægð hennar þegar einhver labbar upp að okkur úti á götu eða fær svimakast þar sem hún fer hjá. Annars er þetta bara fólk að vinna saman, og það er frábært að vinna með færum tónlistarmanni sem er listamaður af hug og hjarta og neitar að festast í þægilegum bómull- arhnoðra. Björk er mjög náttúrulegur tónlistarmaður og er oft búin að hugsa tónlistina mjög langt áður en hún sest niður og kemur henni í form. Hún hefur skemmtilegan vinkil á hlutina, dríf- ur mann áfram og hvetur mann um leið til að gefa vel af sjálfum sér.“ Tónlist | Valgeir Sigurðsson er samstarfsmaður Bjarkar Á ferðalagi um merg og bein Morgunblaðið/Jim Smart Valgeir Sigurðsson í hljóðveri sínu Gróður- húsinu þar sem hann hefur unnið með Björk. Valgeir Sigurðsson hóf að vinna tónlist með Björk fyrir sex árum og hefur verið nánasti samstarfs- maður hennar síðan á því sviðinu. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Valgeir, m.a. vegna nýjustu plötu Bjarkar, Medúllu. arnart@mbl.is www.bjork.com www.greenhouse.is ’Maður verður helst var viðfrægð hennar þegar einhver labbar upp að okkur úti á götu eða fær svimakast þar sem hún fer hjá. ‘ ...rétt milljónum barna lykilinn að betri framtíð Skráðu þig sem HEIMSFORELDRI í síma 575 1520 eða á www.unicef.is fiÚ GETUR... Tryggjum hverjum barni heilsuvernd, menntun, jafnrétti, umhyggju EFLUM MANNÚÐ c o n c e p t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.