Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 1
Straumur hefur keypt 14,41% í Íslandsbanka STRAUMUR fjárfestingarbanki hf. keypti í gær 14,41% hlut í Íslands- banka og á eftir kaupin 14,52% hlut. Viðskiptin fóru fram á genginu 10,80. Seljendur eru Burðarás, sem seldi 5,33%, Landsbankinn, sem seldi 4,67%, og Landsbanki Luxembourg, sem seldi 4,42% og er bein hlutabréfa- eign Landsbankans og tengdra félaga í Íslandsbanka óveruleg eftir viðskipt- in. Innleystur hagnaður Burðaráss af þessum viðskiptum nemur um einum milljarði króna en félagið á 8,56% hlut í Straumi eftir viðskiptin, Landsbank- inn 8,67% og Landsbanki Luxem- bourg 7,22%. Greitt er fyrir hlutabréf- in í Íslandsbanka með eigin hlutum í Straumi fjárfestingarbanka og reiðufé. Í tilkynningu Straums segir að vegna viðskiptanna hafi stjórn Straums samþykkt að hækka hlutafé félagsins og verða hinir nýju hlutir notaðir til að greiða fyrir hluti í Ís- landsbanka miðað við gengið 8,80 í Straumi. Heildarhlutafé Straums eft- ir hækkunina nemur 5,4 milljörðum að nafnverði og er nýtt hlutafé 23,16% af heildarhlutafé félagsins. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, segir Straum sjá sóknarfæri í því að vinna með Íslandsbanka í stærri verkefnum og sókn bankanna á er- lenda markaði. „Töluverð hagræðing hefur átt sér stað á íslenskum fjár- magnsmarkaði og teljum við henni ekki lokið. Fjárfesting þessi eykur möguleika Straums á því að verða virkur þátttakandi í þeirri þróun sem framundan er. Samhliða kaupunum eykst eigið fé Straums fjárfestingar- banka um 11 milljarða króna og verð- ur því 29,2 milljarðar króna,“ segir Þórður. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, segist hafa fullan hug á að halda samstarfinu við Straum áfram og telji að tækifæri bíði erlendis þar sem Straumur og Burðarás geti tekið höndum saman með innlendum og erlendum fjárfest- um. „Engin áform eru uppi af okkar hálfu um breytingar á fjárfestinga- stefnu félaganna eða skipulagi. Sam- eining Burðaráss og Straums fjár- festingarbanka er því ekki á dagskrá,“ segir Björgólfur. Landsbanki Íslands og Burðarás með hátt í 25% eignarhlut í Straumi STOFNAÐ 1913 266. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Á flugi upp á við Kalli Bjarni gefur út sína fyrstu plötu í dag | Menning Viðskipti | Dagar geisladisksins eru taldir Úr verinu | Útgerðarmenn draga úr olíunotkun  Nælonhlerar gætu sparað umtalsvert Íþróttir | Rosenborg náði jöfnu við Arsenal  Guðmundur Þórður og Þorbergur hættir þjálfun Kringlan - Smáralind Kringlan OPNUM Í DAG frábær opnunartilboð FLAK af breska togaranum Banffshire fannst í vikunni í Kví- skerjafjöru á Breiðamerkursandi, tæpum 80 árum eftir að síð- ast sást til flaksins og nærri 100 árum eftir að skipið strand- aði, í illviðri 16. janúar árið 1905. Um borð voru 11 skipverjar og var lífi þeirra allra bjargað af Birni Pálssyni, bónda á Kví- skerjum í Öræfasveit. Að sögulegri björgun lokinni tók við ekki síðri hildarleikur í ferð Björns og fleiri Öræfinga með skipbrotsmennina til Reykjavíkur, þar sem skip beið þeirra á leið til heimahafnar í Aberdeen. Tók ferðin einn mánuð og á heimleiðinni í Öræfasveit drukknaði ungur maður í Kúðafljóti og nokkrir hestar drápust. Litlu munaði að Björn léti einnig lífið í þessari ferð. Morgunblaðið skoðaði strandstaðinn í gær í fylgd eftirlif- andi sona Björns; þeirra Hálfdáns, Helga og Sigurðar, sem á myndinni að ofan virða flakið fyrir sér. Þeir telja líklegast að losnað hafi um flakið í miklum vatnavöxtum í Breiðá í sumar. Fóru þeir um sandinn í fyrrasumar og urðu þá einskis varir. Banffshire bætist í hóp þriggja skipsflaka sem upp úr Breiða- merkur- og Skeiðarársandi standa. Fannst Kvískerjabræðr- um það sérstök tilfinning að berja flakið augum eftir allan þennan tíma, enda búnir að heyra ófáar sögurnar af strand- inu og björgunarafrekum föður þeirra fyrir tæpri öld síðan. Fáum árum eftir strandið fékk Björn Pálsson sent forláta vasaúr að gjöf í þakkarskyni frá breskum stjórnvöldum. Að sögn bræðranna er talið að síðast hafi sést til flaksins í kringum 1930, áður en það hvarf í sandinn í brimrótinu. Á strandstað mótar vel fyrir skipinu, þrátt fyrir allt volkið./6 Morgunblaðið/RAX Hálfdán, Helgi og Sigurður Björnssynir frá Kvískerjum við flakið af breska togaranum Banffshire, sem strandaði á Breiðamerkursandi 16. janúar árið 1905. Aldargamalt flak upp úr Breiðamerkursandi FJÖLSKYLDA Kens Bigleys þakk- aði í gær mannræningjum í Írak, sem hafa Bigley í haldi, fyrir að senda út mynd- band sem sannar að hann er á lífi. Gíslinn er þar sýndur í búri. Hann sakar Tony Blair, forsætis- ráðherra Bret- lands, um að skeyta ekkert um örlög sín. „Við viljum þakka ykkur fyrir þetta tækifæri til að sjá hann aftur,“ sagði sonur Bigleys, Craig Bigley. „Við í fjölskyldunni álítum að end- anleg ákvörðun um að láta hann lausan sé undir ykkur komin.“ Ásakar Blair  Bigley/16 London. AFP. Á myndbandi sést að Bigley er bund- inn og í rimlabúri. FYRSTA sjónvarpseinvígi forseta- frambjóðendanna bandarísku, George W. Bush forseta og Johns Kerrys, verður í Flórída í kvöld (hefst klukkan eitt eftir miðnætti að ísl. tíma). Búist er við að minnst 50 milljónir manna muni fylgjast með einvíginu. Bush stendur betur í öll- um könnunum sem birtar hafa verið í vikunni og er munurinn 5–8%, að sögn AFP-fréttastofunnar. Kosið verður 2. nóvember. Tvö önnur einvígi verða háð og þar að auki munu varaforsetaefnin kljást einu sinni á sjónvarpsskjánum. Nokkrar vikur tók að semja um skil- yrðin og eru þau vandlega tilgreind í 32 blaðsíðna plaggi. Bush og Kerry mega ekki beina spurningum hvor til annars. Þeir mega aldrei stíga út fyr- ir það svæði sem hvorum fyrir sig er markað. Þeir mega heldur ekki reyna að sýnast hærri með því að stíga upp á skemil við ræðupúltið. Kerry er um 195 sentímetrar á hæð, 10 cm hærri en Bush. Hvor frambjóðandi hefur eigin förðunarmeistara meðferðis en mis- heppnuð förðun var jafnvel talin hafa kostað Richard M. Nixon sigurinn 1960 er fyrsta sjónvarpseinvígið var háð. John F. Kennedy var talinn standa sig betur á skjánum en í könnun eftir einvígið kom í ljós að þeir sem hlustuðu á útvarpssendingu frá einvíginu töldu Nixon hafa staðið sig betur, að sögn fréttavefjar BBC. Forsetaslagur í Flórída  Tekst/ 27 Viðskipti, Úr verinu og Íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.