Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MOLLY MOON OG DÁLEIÐSLUBÓKIN MEÐ 50% AFSLÆTTI: LESTRARHESTARFARA ALDREI ÍVERKFALL HÖFUNDURINN GEORGIA BYNG KEMUR TIL LANDSINS Í ÞESSARI VIKU! M Á T T U R IN N & D † R ‹ IN 1.440KR. ENGIN BJARTSÝNI Ekki er ástæða til bjartsýni á lausn kennaradeilunnar og að sátta- fundur í dag skili árangri að mati Ei- ríks Jónssonar, formanns KÍ, og Birgis Björns Sigurjónssonar, for- manns samninganefndar Launa- nefndar sveitarfélaga. Eiríkur segir rigna inn fyrirspurnum þar sem kennarar spyrji hvernig farið sé með uppsögn sem skilað sé inn í verkfalli. Bigley hafður í búri Arabíska sjónvarpsstöðin Al- Jazeera sýndi í gær myndband af Bretanum Ken Bigley sem er í haldi mannræningja í Írak og hafður í rimlabúri eins og dýr. Bigley bað Tony Blair forsætisráðherra grát- andi um að sjá til þess að sér yrði sleppt. Skipar Jón Steinar Geir H. Haarde, settur dóms- málaráðherra, hefur skipað Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor og hæstaréttarlögmann, dómara við Hæstarétt. Sjö sóttu um embættið og samkvæmt umsögn Hæstaréttar voru þeir Eiríkur Tómasson prófess- or og Stefán Már Stefánsson taldir hæfastir til að gegna embættinu. Þeir gagnrýna embættisveitinguna harðlega. Réðst með öxi á flugmenn Farþegi í norskri flugvél í innan- landsflugi með sjö manns um borð auk áhafnar réðst í gær með öxi á tvo flugmenn hennar og særði þá og einn farþeganna. Maðurinn er frá Alsír og hafði verið neitað um land- vist í Noregi. Upp úr sandinum Breski togarinn Banffshire er kominn upp úr sandinum í Kví- skerjafjöru á Breiðamerkursandi en hann strandaði þar í illviðri í janúar 1905. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Erlent 16 Viðhorf 28 Heima 17 Minningar 31/34 Höfuðborgin 18 Brids 37 Landið 18 Dagbók 40/42 Akureyri 19 Víkverji 40 Austurland 19 Menning 43/49 Daglegt líf 20/21 Bíó 46/49 Neytendur 22 Ljósvakamiðlar 50 Umræðan 24/30 Veður 51 Bréf 28 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #       $         %&' ( )***                     PRENTUN Morgunblaðsins hófst um miðja síðustu viku í nýrri prentsmiðju útgáfufélagsins Ár- vakurs við Hádegismóa norðan Rauðavatns. Í nýrri prentvél eru prentgæði meiri en áður hefur tíðkast og litamöguleikar í blaðinu meiri. Endurnýjun blaðaprentvélar af þeirri gerð sem notuð er til prent- unar á Morgunblaðinu verður á áratuga fresti og er meiriháttar framkvæmd sem óhjákvæmilega skapar ýmsa byrjunarörðugleika. Lesendur blaðsins hafa orðið fyrir barðinu á því á síðustu dögum þegar tafir í framleiðslu hafa seinkað dreifingu blaðsins og ekki verður hægt að útiloka þær alveg á næstunni. Þess vegna vill Morg- unblaðið þakka lesendum þolin- mæðina og vonar að þeir sýni áframhaldandi skilning á tíma- bundnum vandræðum, sem út- gáfufélagið kappkostar að leysa fljótlega. Guðbrandur Magnússon fram- leiðslustjóri segir að við ýmis byrjunarvandamál sé að etja eins og við sé að búast við uppsetningu nýrra véla af þessari stærð. Verið sé að stilla búnað og laga hann að framleiðslunni og blaðberar og áskrifendur geti átt von á smá- vægilegum töfum og hugsanlega geti einhver eintök verið gölluð. Hann segir prentun blaðsins ganga ágætlega en stillingaratrið- in tengist ýmsum búnaði í pökk- unarsal og frágangi á blöðunum. Morgunblaðið prentað í nýrri prentsmiðju UM 400 manns komu í Þjóðminja- safnið fyrsta klukkutímann eftir að opnað var og alls sóttu um 1.500 gestir safnið heim í slag- veðrinu í gær en aðgangur er ókeypis á miðvikudögum. „Það var löng biðröð fyrir utan þegar við mættum. Aðsóknin hefur verið framar vonum. Við bjuggumst við að það yrði mikil aðsókn fyrst eft- ir opnunina en síðan myndi hún dala en mér finnst ef eitthvað er vera stígandi í aðsókninni,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður. Yfir tíu þúsund manns heim- sóttu safnið fyrstu tvær vikurnar eftir opnunina en Margrét segir að sér finnist þó standa upp úr hve viðbrögð gesta séu góð. Hún segir áberandi hve margir Íslend- ingar sæki safnið og fjölskyldufólk sé stór hópur gesta. „Við finnum fyrir því líka núna að það er kenn- araverkfall því foreldrar hafa komið hingað mikið með börnin sín.“ Morgunblaðið/Kristinn Mikil aðsókn í Þjóðminjasafnið TÆKNIRANNSÓKN í brunarúst- unum við Efstubraut á Blönduósi hefur leitt í ljós að rökstuddur grun- ur er um íkveikju. Lögreglan á Blönduósi hefur tekið við rannsókn á brunavettvangi að lokinni vettvangs- rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík og lýsir eftir vitnum að mannaferðum við húsið aðfaranótt 28. september. Einnig er lýst eftir öllum þeim sem geta gefið lögreglu upplýsingar um málið. Að sögn Kristjáns Þorbjörnsson- ar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, liggur enginn undir grun enn sem komið er, en rannsókn verður haldið áfram og verða teknar skýrslur af öllum þeim sem tengjast húsnæðinu. Kristján sagði að eldsupptökin hefðu orðið á gólfi í húsinu og hefði í fyrstu beinst grunur að rafmagni. Eftir því sem leið á rannsóknina hefði sá möguleiki verið nánast úti- lokaður og þar með væri ekki önnur skýring en íkveikja. Ekki hefur verið lagt nákvæmt mat á tjónið. Eldurinn kom upp í starfsstöð matvörufram- leiðandans Vilkó og brann húsnæði þess til grunna. Rökstudd- ur grunur um íkveikju HALLDÓR Ásgríms- son forsætisráðherra segist telja að Jón Stein- ar Gunnlaugsson sé vel hæfur til þess að gegna embætti hæstaréttar- dómara. Dómsmálaráð- herra hafi valið hann úr hópi umsækjanda eins og honum beri og hann hafi vald til. „Ég hef jafnframt lát- ið í ljós þá skoðun mína að ég tel að Eiríkur Tómasson hefði styrkt réttinn verulega og tel hann afskaplega vel hæfan til þess að gegna embætti hæstaréttardómara,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann teldi Eirík hafa styrkt Hæstarétt frekar en Jón Steinar, sagði Halldór að hann teldi Jón Steinar vera hæfan. „Ég ætla ekki að fullyrða um það, en það liggur fyrir álit Hæstaréttar í því sambandi,“ sagði Halldór. Hann sagði að settur dómsmála- ráðherra hefði tekið málið upp á rík- isstjórnarfundi eins og ávallt væri gert þegar um skipan hæstaréttar- dómara væri að ræða. Þetta hefði verið rætt, „en hans er valdið og ábyrgðin í þessu máli,“ sagði Halldór. Hann sagði að þetta hefði ekki áhrif á stjórnarsamstarfið. Spurður um deilur að undanförnu í að- draganda embættis- veitingarinnar sagði Halldór að það væri mikilvægt að friður ríkti um Hæstarétt sem æðsta dómstól þjóðarinnar og nauð- synlegt að gera allt sem hægt væri til þess að svo væri, en það hefði áður gustað um réttinn. Hann sagði sjálfsagt að fara yfir það hvort annað form á skipun í Hæstarétt en nú væri hentugra. Það hefði meðal annars komið fram í máli setts dómsmálaráðherra að hann teldi sjálfsagt að endurskoða þau mál. En það væri farið eftir þeim reglum og lögum sem giltu og það yrði að taka mið af því við úrlausn þessa máls þar til annað hefði verið ákveðið. Eiríkur Tómas- son hefði styrkt réttinn verulega Halldór Ásgrímsson MEÐALKOSTNAÐUR sérgreina- lækna virðist vera minni en nemur kostnaði við þær fjórar göngudeildir Landspítala – háskólasjúkrahúss sem til skoðunar eru, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um kostnaðargrein- ingu á heilbrigðisþjónustu. Í drögum skýrslunnar, sem vitnað var til í fréttaskýringu í blaðinu í gær var sagt að: „að bæklunarlæknum frá- töldum virðist meðalkostnaður sér- greinalækna lægri en nemur kostn- aði við göngudeildarþjónustu LSH“. Í endanlegri gerð skýrslunnar kem- ur hins vegar skýrt fram að ef borinn er saman kostnaður göngudeildar bæklunarlækninga og meðallækna- kostnaður sjálfstætt starfandi bækl- unarlækna vegna viðtals og vitjunar þá er kostnaður sérgreinalæknanna í þessu tilfelli minni, þegar tekið hefur verið tillit til stjórnunar- og milli- færslukostnaðar á LSH sem dreift er á deildir. Sem fyrr skal tekið fram að þessi samanburður er hins vegar háður öllum þeim fyrirvörum sem gera verður um þá ólíku þjónustu sem aðilarnir veita. Í þessu tilfelli er talsverður munur á samsetningu þjónustu á göngudeild bæklunar- lækninga og þeirri þjónustu sem veitt er hjá sjálfstætt starfandi læknum. Kostnaður sérgreina- lækna minni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.