Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 11 KENNARAVERKFALLIÐ SAMANBURÐUR á starfi og kjör- um grunnskólakennara og fram- haldsskólakennara kom til umræðu á fundinum í gærmorgun og sagði Birgir Björn Sigurjónsson störfin ólík og stofnanir þessara skólastiga mismunandi. Hann sagði laun fram- haldsskólakennara kringum 7% hærri en grunnskólakennara, u.þ.b. tveir launaflokkar. Taldi hann að menntunarstig væri meginforsenda fyrir muninum en aldur gæti einnig verið nokkur skýring. „Grunnskólar bjóða upp á ein- setningu, bjóða upp á miklu meira innra starf og hefur verið afar gróskumikið og metnaðarfullt starf, sérstaklega að ég tel í kjölfar samn- inganna 2001,“ sagði Birgir Björn. „Í samanburði við framhalds- skólana sem eru meira eins og um- ferðarmiðstöð, meira eins og kennslustofnun í gömlu merking- unni, kennarar koma þangað og kenna og fara. Þetta innra starf sem er í grunnskólum er ekki til og ég held ekki að foreldrar eða aðstand- endur muni vilja sjá framhaldsskól- ann sem fyrirmynd fyrir grunnskól- ann, það er miklu frekar öfugt. En af þessu leiðir að það verður lítil yf- irvinna til í grunnskóla, það er fyrst og fremst forfallakennsla og slíkir hlutir. Það er lítil yfirvinna til að öðru leyti.“ Birgir Björn benti á að fram- haldsskólinn væri tví- og jafnvel þrí- setinn og með öldungadeild þar sem fólk kenndi utan dagvinnumarka á verulega hærri launum. „Og ef við segjum að meðaltalið sé þannig að við séum með meðallaun hjá grunnskólakennurum í 250–60 þúsundum en við séum með 335 þús- und króna meðalheildarlaun í fram- haldsskólum þá kemur það til út af umtalsvert miklu meiri vinnu vegna öldungadeildanna og vegna yfir- vinnu sem er unnin í tví- og þrísetn- um skóla en líka vegna minni kennsluskyldu. Það er sannarlega einn þátturinn sem skýrir kannski rétt um þriðjung af þessum mun,“ segir Birgir Björn. „Ég held að þetta séu ekki tölur sem hægt er að skammast sín fyrir. Vinnuálagi á kennurum í framhalds- skólum er mjög misdreift þannig að það eru mjög margir framhalds- skólakennarar sem eru ekkert með miklu meira en bara dagvinnulaun- in. Það er tiltölulega lítill hópur, á að giska þriðjungur, sem er í gífurlegri yfirvinnu og þá er ég að tala um raunverulega yfirvinnu, alveg gífur- lega. Og ég held ekki, bara frá vinnuverndarsjónarmiði, að það sé heppilegt fyrir okkur að ætla að steypa því módeli yfir grunn- skólana. Þetta er bara samanburður sem ég tel algjörlega óraunhæfan. En ég held að ríkið ætti að velta fyr- ir sér hvernig stendur á þessum mikla launamun milli framhalds- skólans og háskóla en það er aftur annað mál.“ Mismikil tækifæri til yfirvinnu Aldrei séð jafn litla von- arneista „ÉG hef aldrei á mínum ferli í stétt- arfélagi horft fram á alvarlegri stöðu en núna er og séð jafn litla von- arneista,“ sagði Eiríkur Jónsson á fundi með blaðamönnum Morg- unblaðsins. Gífurlegur þungi er að baki kröfu- gerð kennara í kjaradeilunni, að sögn Eiríks. Hann sagðist hafa átt fundi með kennurum á Reykjanesi sl. þriðjudag. „Þarna eru um 600 fé- lagsmenn og ég tel að ég hafi hitt um eða yfir 500 á fundum í Keflavík og Hafnarfirði. Það er ljóst að sú hug- mynd sem við lögðum fram á hádegi á sunnudegi fyrir verfallið um skammtímalausn, sem fól í sér 6,6% kauphækkun og breytingar á vinnu- tíma, hefði trúlega verið samþykkt í félaginu. En það er líka ljóst að neð- ar hefðu menn ekki verið tilbúnir að fara,“ segir Eiríkur. Hann sagði að það sem skipti sköpum til lausnar yf- irstandandi deilu væri skilningur og ábyrgð hins pólitískt kjörna sveit- arstjórnarmanns á stöðu mála. „Það er alveg gífurlega langt í land. Það verða einhverjir ráðamenn þessarar þjóðar [að koma að lausn deilunnar]. Ég tel það mikilvægara að vera hér heima og vinna að lausn þessarar deilu heldur en að klappa ísjaka úti í París.“ Gífurlegur fórnarkostnaður Birgir Björn Sigurjónsson velti því m.a. upp hvað menn gætu afbor- ið langt verkfall. ,,Fórnarkostnaður- inn í verkfalli er alveg gífurlegur. Hann er það líka fyrir sveitarfélögin og heimili og foreldra,“ sagði Birgir Björn. Hann sagði ljóst að löng kennaraverkföll hefðu mikil áhrif á kennsluáætlanir barna, metnað þeirra og námsáhuga. „Þegar við stóðum frammi fyrir því að það væri að bresta á verkfall og þá miklu hót- un sem við tókum alvarlega, þá velt- um við því fyrir okkur hvað væri til bragðs að taka til að sætta þessi sjónarmið. Við sáum fyrir okkur að til þess að stíga út fyrir þennan fjár- hagslega ramma og launastefnurammann sem okkur er settur, myndum við gera samning til lengri tíma en til ársloka 2007 og reyna þar að finna einhver gæði sem við gætum boðið upp á, t.d. minnkun kennsluskyldu, sem gæti gert fýsi- legt fyrir kennara að sjá fyrir sér umtalsverðar kerfisbreytingar inn- an hæfilegra tímamarka og að þeir áfangar sem væru eftir á árunum 2007 og 2008 væru með uppsagn- arákvæðum. Þannig að ef allar að- stæður breyttust gætu menn gengið út úr þeim ramma. Þetta dugði því miður ekki þá. Andsvör kennara voru þau að bjóða okkur skamm- tímasamning, til júlíloka 2005, en þá áttum við líka að samþykkja þeirra kerfisbreytingar á vinnutímanum og minnkun kennsluskyldu.“ BLAÐAMENN Morgunblaðsins fjölmenntu í fyrirlestrarsal blaðsins í gær- morgun, þar sem farið var yfir stöðuna í kennaradeilunni. Birgir Björn Sigurjónsson, María Kristín Gylfadóttir og Eiríkur Jónsson sátu fyrir svör- um. Fundinum stjórnaði Egill Ólafsson blaðamaður. Morgunblaðið/Golli Fundað um stöðuna í verkfallinu „ÉG get alveg viðurkennt að und- anþágurnar eru mjög viðkvæmt mál,“ sagði Eiríkur Jónsson þegar kom til tals hvert og hvernig veita ætti undanþágur. „Það er umræða í gangi um þær núna og eins og fram hefur komið þá var þessi ákvörðun tímabundin,“ sagði Eiríkur enn fremur og nefndi að margt væri óheppilegt varðandi undanþágur bæði af hálfu kennarasamtakanna og sveitarfélaganna í umræðunni. „Ég bendi á að sveitarfélögin hafaekki gert tilraun til að nýta sér þann rétt að reyna að setja þess störf inn á undanþágulista. Það er gert ráð fyrir því að árlega geri sveitarfélögin tillögu um undanþá- gulista, um þá sem eru undanþegnir verkföllum. Og nú eru menn að skil- greina þetta og ég hef fullan skiln- ing á því að hluti af þessu snýst ekki um kennslu heldur bara almennt heilbrigði þessara barna. Ef það er þá eiga sveitarfélögin að gera tillögu um að þessi störf færu inn á und- anþágulista. Hefðu þau gert það þá værum við ekki í þessari stöðu núna. En þau gerðu það ekki og við erum í þessari stöðu og við þurfum að vinna úr henni. Ég veit að í undanþágu- nefndinni var umræða í gær á fundi um hvar eigi að draga mörkin. Við skulum segja að eftir fundinn á fimmtudaginn hjá okkur þá hittist þessi nefnd til að meta stöðuna. Segjum sem svo að hún opni og segi: Allar þessar umsóknir samþykktar. Þá kemur 100 nemenda umsókn frá öðrum hópi. Á að taka hann? Hvar á að draga mörkin?“ Ekki þörf á undanþágulistum Birgir Björn vildi koma því á framfæri að eðlilega hefðu foreldrar áhyggjur og leitað væri eftir und- anþágum. Hann sagði að í verkfalli árið 1986 hefðu verið gefnir út listar um þá sem áttu að vera undanþegn- ir verkfalli og hefðu þeir aðeins ver- ið gefnir út sem fordæmi um þarf- irnar. Birgir Björn kvaðst hafa sent Fræðslumiðstöð fyrirspurn um hvort breyta þyrfti undanþágum og vakið athygli á að eingöngu mætti hafa menn á þessum listum til að af- stýra neyðarástandi. Kvaðst hann hafa fengið þau svör að ekki væri þörf á undanþágulistum. „Ég held að menn hafi ekki áttað sig á því hvaða ástand er að skapast fyrr en menn horfast í augu við það og þá gerði löggjafinn ráð fyrir því að undanþágunefnd aðila myndi bæta við eins og með þyrfti þangað til búið væri að afstýra neyðar- ástandi og ekkert umfram það. Þess vegna er listinn alltaf mjög knappur og það er til þess að við séum ekki að skerða að óþörfu samningsrétt og verkfallsrétt stéttarfélaganna.“ Undanþágurnar viðkvæmt mál Bæjarstjórar mættu ekki á fund kennara ENGINN bæjarstjóri mætti á fund með forystu Kennarasambands Ís- lands í gær. „Það boðaði enginn komu sína. Við vitum ekki annað en að allir séu í felum,“ sagði Eiríkur Jónsson, for- maður KÍ, spurður um mætingu á fundinn sem kennaraforystan hafði boðað bæjarstjóra á í Kennarahús- inu kl. 15 í gær. „Menn virðast bindast samtökum um að tala ekki við okkur,“ sagði Eiríkur í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.