Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jarðvegsþjöppur, hopparar og keflavaltarar Sími 594 6000 Til leigu á Selfossi Um er að ræða ca 150 fm verslunar- húsnæði ásamt hlutdeild í sameign við aðalgötu bæjarins. Þetta er húsnæði sem hentar vel sem verslunarhús- næði en gæti einnig nýst sem skrif- stofuhúsnæði. Á sama stað á 2. hæð er einnig til leigu 20 fm skrifstofuað- staða ásamt fullkominni nettengingu. Allar nánari upplýsingar um verð og leigusamning fást hjá Fasteignasölunni Árborgum á Selfossi í síma 482 4800 eða á netfanginu arborgir@arborgir.is. Austurvegi 38 • 800 Selfossi Sími 482 4800 • Fax 482 4848 arborgir@arborgir.is - www.arborgir.is við Flugleiðir. Þótt flugliðar Iceland Express vildu ganga beint til samninga við fyrirtækið kæmu lög um stéttarfélög í veg fyrir þann mögu- leika. „Við erum ekki að skerða kjör okkar starfsfólks heldur viljum við bara að kjarasamningar komi ekki í veg fyrir að það geti unnið innan ramma reglna um hvíldartímaákvæði á Evrópska efna- hagssvæðinu. [...] Okkar eina lausn er að við hættum að vera vinnuveitendur þessara flug- freyja.“ Sautján erlendir og þrír íslenskir flugmenn eru hjá Iceland Express. Í hefðbundnu morgunflugi til Kaupmannhafnar eru tveir flugmenn og þrjár flugfreyjur. Flogið er til baka síðdegis og næsta áhöfn tekur við vélinni. Erlendir flugmenn sem stoppa á Íslandi gista í Keflavík en flugmenn og flugliðar eru ekki ávallt þeir sömu í hverri áhöfn heldur víxlast hún eftir því hvernig vaktafyrirkomulagið raðast niður hverju sinni. ÓLAFUR Hauksson, forstöðumaður almanna- tengsla Iceland Express, segir markmið félagsins með að segja upp öllum flugfreyjum og -þjónum fyrirtækisins, að samræma vinnuskyldu og vakta- fyrirkomulag flugliða og flugmanna. Engin áform séu uppi um að hafa aðra en íslenska flugliða um borð og núverandi starfsmönnum verði boðið að ráða sig til Astraeus, sem útvegi flugfélaginu flugmenn, á sambærilegum kjörum og áður. Þrjá- tíu og fjórir flugliðar félagsins fengu send upp- sagnarbréf í gær. Að sögn Ólafs verður vinnuskylda og vaktatími aukinn og samræmdur við vaktatíma flugmanna á Evrópska efnahagssvæðinu en laun, dagpeningar, söluþóknun, akstursgreiðslur, og lífeyrisgreiðslur breytast ekki né ákvæði um atvinnuöryggi. Hann segir heimilaðan vinnutíma í kjarasamn- ingum Flugfreyjufélagsins mun lægri en á Evr- ópska efnahagssvæðinu og af þeim sökum hafi reynst erfitt að skipuleggja vaktir. Heildarvakta- tími íslenskra flugliða sé styttri en flugmanna og oft hafi litlu munað að þurft hafi að kalla út aðra áhöfn flugliða sökum tafa sem hafi gengið nærri heildarvaktatíma þeirra, en ekki flugmannanna. Breytt fyrirkomulag feli í sér mikið hagræði hvað skipulagningu vakta varðar. Að sögn Ólafs hafa kjarasamningar Iceland Ex- press við flugliða tekið mið af samningum flugliða Forsvarsmenn Iceland Express um ástæður uppsagna Vinnuskylda og vaktir samræmdar UMHYGGJA – félag lang- veikra barna, opnaði í gær skemmtivef með fræðsluefni og leikjum fyrir börn og unglinga á slóðinni www.skemmtivef- ur.is. Verkefnið er unnið í sam- vinnu við Símann og Hugsmiðj- una. Á vefnum eru 40 leikir sem fólk getur nálgast sér að kostn- aðarlausu auk fræðsluefnis, t.d. lestrar- og stærðfræðiverkefna. Þá geta notendur vefsvæðisins sent inn efni á vefinn. Að sögn Jóns Kristins Snæ- hólm, ábyrgðarmanns vefj- arins, hefur fjöldi aðila gefið vinnu og efni í nýja vefinn, þ.á m. Síminn, sem er aðalstyrkt- araðili Umhyggju 2003–4. Morgunblaðið/Golli Það kom í hlut Katrínar Helgu Ágústsdóttur að opna skemmtivefinn í gær. Umhyggja opnar skemmtivef á Netinu „VIÐ getum ekki annað sagt en að viðtökur lands- manna við leitinni að þjóðarblóminu hafa verið framar öllum vonum og það er greinilegt að leitin hefur vakið athygli landsmanna á því að líta svo- lítið vel niður fyrir fætur sér og skoða þau blóm sem eru í íslenskri náttúru. Búið er að fjalla um þetta í nánast öllum fjölmiðlum landsins þar sem málið hefur verið kynnt og leitað hefur verið við- bragða hjá fólki, sem sumt hvað hefur haft mjög ákveðnar meiningar um hvað það telur að eigi að vera þjóðarblóm Íslands,“ segir Níels Árni Lund, formaður verkefnisstjórnar fyrir leitina að þjóð- arblóminu. „Vil ég í þessu samhengi sérstaklega þakka umfjöllun Morgunblaðsins þar sem leitinni að þjóðarblóminu voru gerð sérstök skil og þar sem birtar hafa verið greinar einstaklinga er varða valið á þjóðarblóminu. Einnig vil ég minn- ast á umfjöllun Steinunnar Harðardóttur í þætt- inum Út um græna grundu á Rás 1,“ segir hann. Á morgun hefst skoðanakönnun um þjóð- arblómið og stendur fram til 15. október, en stefnt er að því að kynna niðurstöður kosning- anna 22. október nk., sem er síðasti dagur sum- ars. Að sögn Níelsar er leitin að þjóðarblóminu unn- in að frumkvæði landbúnaðarráðuneytis, eftir ábendingu frá Ásdísi Sigurjónsdóttur, Syðra- Skörðugili í Skagafirði, og er unnið í samstarfi við menntamálaráðuneyti, samgönguráðuneyti og umhverfisráðuneyti, en Landvernd var falin umsjón með framkvæmdinni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt og formaður Land- verndar, að sér þætti einmitt afar jákvætt að þessi fjögur ráðuneyti skuli hafa komið að verkefninu, enda væri þetta mikilvægt verkefni, ekki síst fyr- ir t.d. ferðamennskuna og umhverfið. „Leitin að þjóðarblóminu er fyrst og fremst góð leið til að vekja þjóðina til umhugsunar um allan þann fallega gróður sem við eigum. Raunar tel ég að þau markmið sem farið var af stað með í upp- hafi hafi náðst fram, þ.e. að tekist hafi að vekja at- hygli á gróðurvernd og umgengni um gróð- urinn,“ segir Ólöf og bendir þar á þátt skólanna sem lagt hafi áherslu á að vinna verkefni í tengslum við leitina. Á sýningu sem opnuð var á annarri hæð Kringl- unnar sl. þriðjudag gefur að líta veggspjöld sem grunnskólabörn hafa unnið í tengslum við leitina að þjóðarblóminu. Valið stendur milli sjö blóma Fyrr í sumar var óskað eftir tilnefningum um þjóðarblómið og barst að sögn Níelsar fjöldi til- nefninga, en úr þeim voru valdar tuttugu tillögur sem skoðaðar voru til hlítar. „Í framhaldinu af því höfum við síðan valið sjö blóm sem almenningi gefst kostur á að kjósa um. Blómin sjö sem valið stendur á milli eru blágresi, geldingahnappur, holtasóley, hrafnafífa og lambagras auk blóð- bergs og gleym-mér-ei. Þótt þessi tvö síðast- nefndu blóm uppfylli e.t.v. ekki öll þau markmið sem við settum okkur um þjóðarblóm þá var svo mikill vilji fyrir því hjá skólunum að nefna þessi blóm, sem eru í huga þjóðarinnar svo vel þekkt nöfn að við viljum láta þau koma líka fram. Meðal þess sem við lögðum til grundvallar vali okkar var að viðkomandi blóm þyrfti að vera vel sýnilegt um allt land og einkennandi fyrir gróð- urfar landsins. Það þarf einnig að eiga tiltölulega langan blómgunartíma og vera þess eðlis að auð- velt sé að teikna það og útfæra á skýran og ein- faldan máta.“ Níels segist binda miklar vonir við það að þjóð- arblómið verði nýtt á margvíslegan hátt sem tákn fyrir landið, t.d. á umslögum flugfarseðla og sem tákn á hinum ýmsu framleiðsluvörum. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Landverndar, www.landvernd.is. Val á þjóðarblómi góð leið til að vekja athygli á náttúrunni Morgunblaðið/Kristinn Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Land- verndar, og Níels Árni Lund, skrifstofustjóri landbúnaðarráðuneytisins og formaður verkefn- isstjórnar um þjóðarblóm, við opnun sýningar á tillögum skólabarna í Kringlunni. ÞINGMENN úr Evrópumálanefnd tékk- neska þingsins heimsóttu utanríkismálnefnd Alþingis en þeir áttu sjálfir frumkvæði að komu sinni hingað. „Þetta eru auðvitað mjög gagn- leg samskipti. Það var fróðlegt að heyra þeirra sjónarmið og mikilvægt að koma sjónarmiðum okkar Íslendinga á fram- færi,“ segir Sólveig Pét- ursdóttir, formaður utan- ríkismálanefndar. Hún segir ýmis mál hafa verið rædd á fundinum, s.s. Evrópumál og öryggis- og varnarmál. „Tékkland er ný- lega orðið aðili að Evrópusambandinu og varð aðili að NATO 1999. Ísland er eitt af stofnríkjum þess og bandalagið skipar mik- ilvægan sess í utanríkismálastefnu landsins. Við höfum hins vegar kosið að standa utan ESB en erum í nánu samstarfi við sam- bandið og þar með Tékkland í gegnum EES- samninginn. Við ræddum sérstaklega um Evrópska efnahagssvæðið og stækkun þess og hvernig reynslan hafi verið af því sam- starfi. Þar fjölluðum við sérstaklega um vinnumarkaðinn, þ.e.a.s. við stækkun EES stækkar sameiginlegur vinnumarkaður gríð- arlega,“ segir Sólveig. Evrópumálanefnd tékkneska þingsins hittir utanríkismálanefnd Gagnleg samskipti Sólveig Pétursdóttir 500 SJÁLFBOÐALIÐAR hafa skráð sig í fjáröflunarátak Rauða kross Íslands á laugardaginn undir kjörorðinu Göngum til góðs. Markmið Rauða krossins er að fá 2.500 sjálfboðaliða til að ganga í hús með söfnunarbauk og safna fé til styrktar stríðs- hrjáðum börnum. Starfsmenn fyrirtækja hafa verið iðnir við að skrá sig og síðast heyrðist af a.m.k. 30 sjálfboðaliðum frá ræst- ingafyrirtækinu ISS á Íslandi, sem ætla að ganga með söfnun- arbauka í Fossvogshverfi. Meðal annarra fyrirtækja sem ætla að leggja fram krafta sína eru Landssíminn, Radisson SAS, Íslandsbanki, Landsvirkjun, Margt smátt auk hinna ýmsu íþróttafélaga. Að sögn Þóris Guðmundsson- ar, sviðsstjóra útbreiðslusviðs Rauða krossins, er stefnt að því að fá nógu marga sjálfboðaliða til að unnt verði að heimsækja hverja einustu íbúð á landinu, en til þess þarf 2.500 manns. Árið 2002 tókst að fá 1.800 manns í söfnunarátakið og söfnuðust þá 30 milljónir króna. Féð var not- að til að koma í veg fyrir hung- ursneyð í sunnanverðri Afríku. Þess má geta að alnæmisverk- efni sem safnað var fyrir í fyrstu söfnun undir sama kjörorði árið 2000 eru nú komin á laggirnar í Mósambík og Malaví. Á mánudag höfðu 350 manns skráð sig til söfnunargöngunnar og voru þeir komnir í 500 í gær eins og fyrr gat. Rauði krossinn hvetur foreldra til að ganga með börnum sínum á laugardaginn. Um er að ræða tveggja klst. göngu í hús með bauk frá Rauða krossinum. Hægt er að skrá sig á www.redcross.is Söfnunarátak Rauða krossins 500 sjálf- boðaliðar hafa skráð sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.