Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ir ítölsku hjálparsam- tökin Brú til Bagdad. Þeim var sleppt í fyrrakvöld og var flogið með þær beint til Kúveit og þaðan til Ítalíu. Voru ættingjar þeirra skiljanlega frá sér numdir af gleði að hitta þær á ný. Torretta sagði við fréttamenn að mann- ræningjarnir hefðu komið vel fram við þær. Hún sagðist að vísu hafa óttast í fyrstu að þær Pari yrðu drepnar. Mann- ræningjarnir hefðu hins vegar fullvissað þær um að það myndi ekki gerast, þeir hefðu gert sér grein fyrir því að þær hefðu verið að sinna hjálparstarfi í Írak. Voru þær Pari saman allan tímann og ávallt á sama stað, að því undan- skildu að þær voru fluttar einu sinni, ÖNNUR ítölsku kvennanna sem haldið var í gíslingu í Írak í þrjár vik- ur sagði í gær að mannræningjarnir hefðu frætt þær um íslamstrú á með- an þær voru í haldi þeirra og jafnan fullvissað þær um að þær myndu lifa þessa raun af. Mikil gleði ríkir á Ítal- íu eftir að konunum tveimur var sleppt úr haldi en deilt er um hvort stjórnvöld hafi greitt lausnargjald vegna þeirra eður ei. Franco Frattini, utanríkisráð- herra Ítalíu, neitaði því staðfastlega í gær að einnar milljónar dollara lausnargjald (um 71 milljón ísl. króna) hefði verið greitt svo konurn- ar tvær, Simona Torretta og Simona Pari, yrðu leystar úr haldi. Sagði hann að Ítalir hefðu einfaldlega nýtt sér þá góðvild sem þeir nytu í araba- heiminum. „Það var eina lausnar- gjaldið sem við greiddum,“ sagði hann. Gustavo Selva, formaður utanrík- ismálanefndar ítalska þingsins og liðsmaður Þjóðarbandalagsins sem aðild á að ríkisstjórn Silvios Berlus- conis, sagði hins vegar að stjórnvöld gætu ekki sagt neitt annað opinber- lega. Þau geti ekki viðurkennt að lausnargjald hafi verið greitt, það myndi senda röng skilaboð. „En ég trúi því að þau hafi borgað,“ sagði hann. Og þegar Selva var spurður í franska útvarpinu RTL hvort það væri rétt sem fram kom í dagblaði í Kúveit að ein milljón dollara hefði verið greidd sagði hann að sú upp- hæð hljómaði sennileg. Leystar út með gjöfum Þær Torretta og Pari eru báðar 29 ára gamlar en þær höfðu starfað fyr- daginn eftir að þeim var rænt. Torretta sagði ræn- ingjana hafa verið mjög trúaða, vildu þeir upp- fræða þær um Íslam. „Þeir snertu okkur aldr- ei. Þeir komu fram við okkur af mikilli virð- ingu,“ sagði Torretta og lét þess getið að mann- ræningjarnir hefðu talað ensku við þær. Var bundið fyrir augu þeirra nánast allan tímann og þær sáu því aldrei andlit mannræningjanna. „Ég myndi gera þetta allt saman aftur vitandi það hvað getur gerst, jafnvel þó að mér þyki leitt hversu móðir mín hef- ur þurft að þjást af áhyggjum mín vegna,“ sagði Torretta við blaða- menn í Róm. Þær Pari höfðu meðferðis við komuna til Ítalíu kassa af sætindum sem mannræningjarnir höfðu leyst þær út með. „Þetta var erfiður tími en við vissum að okkur yrði sleppt,“ sagði Torretta. Bætti hún því við að hún myndi líklega halda aftur til Íraks. „En núna þarf ég að vera með fjölskyldu minni um sinn.“ Pari lét svipuð ummæli falla þegar hún var komin heim til Rimini. Hún sagðist sakna vina sinna í Írak. „Ég vonast til að geta farið aftur til Íraks mjög bráðlega því að ég ann landinu mjög,“ sagði hún. Vilja báðar fara aftur til Íraks Utanríkisráðherra Ítalíu neitar því að lausnargjald hafi verið greitt AP Simona Torretta (t.v.) ásamt móður sinni, Annamaria, skömmu eftir kom- una til Rómar. Sagði hún, að vel hefði verið farið með þær í fangavistinni. TVEIMUR Írökum sem rænt var með þeim Simonu Torretta og Sim- onu Pari 7. september sl. var sleppt eins og þeim úr gíslingu í fyrradag. Heldur minna umstang var þó í tengslum við lausn þeirra en ungu kvennanna tveggja. Annar Írakanna, Ali Raad Abdul Aziz, sagði að hann hefði verið geymdur annars staðar en þær Torretta og Pari. „Ég sá konurnar aldrei fyrr en nú í morgun [á þriðjudag],“ sagði hann. Hinn Írak- inn, Mahnaz Assam, hafði sömu sögu að segja, hún var ekki í haldi á sama stað og hin þrjú. Nino Sergi, yfirmaður Intersos, hjálparsamtakanna sem Assam starfaði fyrir, sagði að Assam hefði verið sleppt fyrst úr haldi. „Þeir söfnuðu þeim saman um eftirmið- daginn, bundu fyrir augu þeirra og stungu inn í bíl,“ sagði hann. „Þeim var síðan sleppt hverju í sínu lagi.“ Assam sagði að henni hefði verið sleppt lausri á götu í Bagdad um kl. 7.30 um kvöldið og að hún hefði veifað í leigubíl „og ég fékk hann til aðaka mér heim“. Veifaði í leigubíl og lét aka sér heim Róm. AP, AFP. Simona Pari ræðir við blaðamenn í gær. ARABÍSKA sjónvarpsstöðin Al- Jazeera sýndi í gær nýtt myndband þar sem sjá má Bretann Kenneth Bigley en Bigley er í haldi mann- ræningja í Írak. Bigley virðist hand- járnaður í myndbandinu og jafn- framt bundinn á höndum og fótum, búr hans virðist ekki nógu stórt til að hann geti staðið uppréttur. Í myndbandinu grátbiður Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, um að bjarga lífi sínu í myndbandinu og skv. AFP segir hann að mannræn- ingjarnir vilji ekki þurfa að taka sig af lífi. Bigley er klæddur í appels- ínugulan fangabúning í myndband- inu og ásigkomulag hans virðist bág- borið en tveir bandarískir félagar hans, sem einnig var rænt á sínum tíma, hafa þegar verið líflátnir af mannræningjunum. Hann segir í myndbandinu að Blair sé að ljúga þegar hann haldi því fram að hann geri allt sem í hans valdi standi til að bjarga lífi Bigleys. Mannræningjarnir hafa krafist þess að konum sem haldið er í fang- elsum í Írak verði sleppt úr haldi. „Hann er að ljúga þegar hann seg- ist vera að semja [um lausn Bigleys]. Honum er sama um mig. Ég er bara einn maður,“ segir Bigley skv. BBC. en þetta er hið fyrsta sem til hans hefur spurst síðan 22. september sl. „Gerðu það, hjálpaðu mér og hjálp- aðu íröskum mæðrum,“ segir Bigley ennfremur. „Herra Blair segist ekki semja við hryðjuverkamenn. Frakk- ar eru hins vegar að semja við þessa menn til að tryggja lausn franskra gísla. Ég grátbið þig um að beita þér opinberlega, beita þrýstingi til að hjálpa mér, herra Blair.“ Reuters Bigley sýndur hlekkjaður í búri LITLU munaði að norsk flugvél hrapaði í sjóinn þegar farþegi réðst á tvo flugmenn hennar með öxi í gær- morgun. Árásarmaðurinn kom með öxina með sér í vélina og var einnig með tvo hnífa, að því er fram kom á fréttavef Aftenposten. Flugmennirnir og einn farþeg- anna særðust á höfði í árásinni. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en eru ekki í lífshættu. Vélin er af gerðinni Dornier 228 og var á leið frá Narvik til Bodø í N- Noregi. Í henni voru sjö farþegar. „Að sögn annarra farþega ætlaði maðurinn augljóslega að láta vélina hrapa,“ sagði Tone Vangen, aðstoð- arlögreglustjóri Bodø. Maðurinn er 34 ára Alsírbúi og hafði sótt um hæli í Noregi en beiðn- inni var synjað fyrr á árinu. Árásin vakti mikinn óhug í Noregi og áhyggjur af slæmri öryggisgæslu á innanlandsflugvöllum í landinu. „Hélt að ég myndi deyja“ Flugmennirnir voru að undirbúa lendingu þegar árásin var gerð. Talið var í fyrstu að árásarmað- urinn hefði notað neyðarhandöxi sem geymd var í hattahillu í stjórn- klefanum en hann mun hafa komið með vopnið. Engin málmleitartæki eru á flugvellinum í Narvik eins og mörgum innanlandsflugvöllum í Noreg en þetta á að breytast um ára- mótin. Þá var aðeins dyratjald á milli flugmannanna og farþeganna. Blóðið fossaði úr höfði flugmann- anna eftir að maðurinn réðst á þá. Hann kastaði sér síðan yfir stjórn- tækin og hrópaði að hann ætlaði að granda flugvélinni. Hún hrapaði og flugmennirnir náðu ekki stjórn á henni fyrr en hún var um 30 metra yfir sjónum, nokkra kílómetra frá flugbrautinni. „Í nokkur hræðileg augnablik hélt ég að við myndum deyja og hugsaði um börnin mín,“ sagði einn farþeg- anna, þriggja barna móðir. Tveir farþegar komu flugmönnun- um til hjálpar og yfirbuguðu árás- armanninn. Reyndi að granda flugvél Farþegi réðst á flugmennina með öxi að vopni AP Dornier-vél flugfélagsins Kato Air á flugvellinum í Bodø í Noregi. Flug- mönnum tókst að lenda henni eftir að farþegi réðst á þá með öxi. CHRISTER Pettersson, sem var dæmdur en síðan sýknaður af að hafa myrt Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, lést í gær á sjúkra- húsi í Stokkhólmi. Margir óttast, að með honum hafi horfið síðasta vonin um, að málið upplýsist. Pettersson, sem var 57 ára að aldri, hafði verið meðvitundarlaus frá 16. þessa mánaðar vegna mikilla höfuðáverka. Að því er fram kemur í AP-frétt er ekki vitað hvernig hann hlaut þá og tilraunir lækna til að bjarga lífi hans komu fyrir ekki. Pettersson, margdæmdur af- brotamaður og fíkniefnaneytandi, var sá eini, sem sakaður var um morðið á Palme. Var Lisbet, eig- inkona Palme, ekki í neinum vafa um, að hann hefði myrt mann sinn 28. febrúar 1986 og benti á hann við sakbendingu. Var hann dæmdur sekur í undirrétti 1988 en síðan sýknaður í hæstarétti vegna ónógra sannana. Fyrir fjórum árum játaði Petters- son á sig morðið í viðtali við sænsk- an rithöfund og blaðamann en dró síðan játninguna til baka. „Vissulega var það ég, sem skaut hann, en þeir munu aldrei geta sannað það. Byssan er horfin,“ sagði Pettersson. Aftonbladet í Svíþjóð sagði í gær, að fyrir skömmu hefði Pettersson látið þau orð falla, að hann þyrfti að ræða ýmis mál við Palme-fjölskyld- una. Christer Pettersson Pettersson látinn DAUÐASLYSUM í umferðinni í Danmörku hefur fækkað svo mjög, að hugsanlega verður að fara aftur til síðari heimsstyrj- aldar til að finna sambærilegar töl- ur. Að því er fram kemur í Jyllands- Posten, hefur dauðaslysunum fækkað mest í bæjum og borgum og á hraðbrautunum og Sven Kra- rup Nielsen, formaður í nefnd, sem fjallar um bílslys, segir, að á fyrstu átta mánuðum þessa árs séu dauðaslysin í umferðinni „aðeins“ 251. „Þau eru 27 færri en á sama tíma í fyrra þegar þau voru annars mjög fá. Ef við gefum okkur, að jafnmargir farist á síðasta árs- þriðjungi nú og í fyrra, þá verða dauðaslysin 405 alls. Leita þarf aftur til síðari heimsstyrjaldar til að finna svo lága tölu.“ Á síðasta ári fórust 432 í um- ferðinni í Danmörku, 463 2002 og 514 1999. Í upphafi áttunda ára- tugarins var talan yfir 1.200 ár- lega þótt bílarnir hafi verið miklu færri þá. „Ég á ekki aðra skýringu á þess- ari ánægjulegu þróun en þá, að við högum okkur betur í umferðinni. Auðvitað eiga bílbeltin sinn þátt í þessu, hærri sektir, öflugri lög- gæsla og síðast en ekki síst auknar hraðatakmarkanir,“ sagði Nielsen. Miklu færri dauðaslys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.