Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 17
Dömu öklaskór FIMMTUDAGS- TILBOÐ Verð áður 4.995 kr. Verð nú 2.995 kr. Litur: Svart Stærðir: 36-41 Suðurlandsbraut 54, sími 533 3109 með rennilás Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ástarlyf á afslætti | Í Ísafjarðarapóteki og útibúi þess í Bolungarvík verður frá og með föstudegi boðinn 30% afsláttur af einni gerð rislyfs. Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að hugmyndin kviknaði hjá starfsmanni fyrirtækis sem flytur inn lyfið þegar hann las um ástarvikuna í Bolung- arvík sem haldin var í ágúst. „Þessi kollegi minn hafði samband og við ákváðum strax að taka þátt í þessu, því þetta er alvarlegt og viðkvæmt vandamál sem þjakar þó nokkuð marga karlmenn,“ sagði Jónas Birgisson, lyfjafræðingur hjá Ísafjarð- arapóteki, í samtali við bb.is. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Ungur formaður | Máttur Mjóafjarðar er heiti félags sem þar hefur verið stofnað. Fé- lagið á aðild að samtökunum Landsbyggðin lifi. Á stofnfundinum var Einar Hafþór Heið- arsson kosinn formaður. Hann er 21 árs og yngsti formaður aðildarfélaga Landsbyggð- in lifi. Með honum í stjórn eru Valgerður Sigurjónsdóttir og Ingólfur Sigfússon. Félagið var stofnað að frumkvæði íbúa í Mjóafirði og Sigfúsar Vilhjálmssonar odd- vita í góðri samvinnu við Fríðu Völu Ás- björnsdóttur, fyrsta formann samtakanna Landsbyggðin lifi, segir í fréttatilkynningu. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu | Hjalti Þór Vignisson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri stjórnsýslusviðs hjá Sveitarfé- lagi Hornafirði. Hjalti var valinn úr hópi tólf umsækj- enda og hefur tekið til starfa. Hjalti lauk í vetur námi í stjórnmálafræði. Hjalti er 26 ára gamall Hornfirðingur en bjó í Reykjavík frá 19 ára aldri. Á samfélagsvef Horna- fjarðar kemur fram að hann hafi þó alltaf komið heim á sumrin, meðal annars til að leika knattspyrnu með Sindra. Hjalti hefur síðustu þrjú árin búið í Reykja- vík og erlendis. Í samtali við vefinn segir Hjalti Þór að Hornafjörður hafi verið draumastaðurinn og fjölskyldan sé alsæl með að vera komin aftur heim. Hann segist hlakka til að takast á við starfið. Bændablaðið og vef-urinn landbún-aðarvefurinn bondi.is standa fyrir samkeppni um besta bændavefinn á þessu ári. Þeir bændur og aðrir íbúar sveitanna sem eru með vefsíðu sem segir frá lífinu í sveitinni, búinu eða bænda- fjölskyldu geta tekið þátt. Markmið samkeppn- innar er að hvetja bænd- ur til að kynna sinn landbúnað á Netinu, seg- ir í frétt á bondi.is. Góð- ur vefur getur miðlað verðmætum upplýsingum um störf þeirra til borg- arbúa, forvitinna ná- granna, annarra bænda og fróðleiksfúsra skóla- barna. Keppt er um innihald vefja og framsetningu. Í verðlaun er helgargisting fyrir tvo á Radisson SAS hóteli. Frestur til að tilkynna þátttöku er til 1. desem- ber næstkomandi. Bændavefur Hitabeltisblómjurtinni orkídeu líður vel hjáBlómaborg í Hveragerði. Hún hefur blómstr-að stöðugt frá því í júní í sumar og virðist ekk- ert lát vera á. Sjaldgæft mun vera að blómin standi svo lengi. Er þetta sagt vera þriðja árið í röð sem þessi orkídea stendur í blóma og blómskrúðið eykst með hverju árinu. Helga Björk Björnsdóttir, kaup- og blómaskreyt- ingakona í Blómaborg á heiðurinn af ræktun orkídeunnar. Danskur orkídeuræktandi sem skoðaði undrið í sum- ar kvaðst ekki hafa áður séð annan eins blómafjölda á þessari tegund orkídeu og er þó að jafnaði með tíu þús- und orkídeur í ræktun. Lét hann þau orð falla að orkídean í Hveragerði ætti sennilega Evrópumet ef ekki heimsmet á þessu sviði. Blómstrandi orkídea Hreiðar Karlssonheyrði af því aðaðilar í kenn- aradeilunni hefðu lofað því að koma á næsta fund, án þess að hafa nokkuð til málanna að leggja: Kennaraverkfallið treinist í talsverða stund og tímana langa nemendur mega þreyja. Deiluaðilar ætla að koma á fund án þess að hafa nokkuð frekar að segja. Fundurinn verður allur á eina lund; Ásmundur hlustar á samn- ingamennina þegja. Einar Kolbeinsson frétti af því að Kristinn H. Gunnarsson hefði verið sniðgenginn þegar Fram- sóknarflokkurinn skipaði í nefndir þingsins: Framsóknar í fjölmörg ár, forðast hefur óminn, og nú sleikir öll sín sár, eftir sleggjudóminn. Að kulda en ekki kærleiksyl, Kiddi sleggja hljóti, innan flokksins aldrei skil, þó oft hann væri á móti. Í ástarviku Bolvíkinga er afsláttur af rislyfi. Er- lingur Sigtryggsson orti: Það sem áður yfirleitt á mér lafði visið fyrir næstum ekki neitt nú mun geta risið. Í ástarviku pebl@mbl.is Djúpivogur | Veðrið hefur leikið við Djúpavogs- búa undanfarna daga. Eins og annars staðar á landinu er enginn skóli starfandi í þorpinu en börnin hafa nýtt tímann til útiveru í blíðviðrinu. Margrét Vilborg Steinsdóttir og Sandra Sif Karls- dóttir voru að sulla í sandinum í fjöruborðinu þeg- ar fréttaritari Morgunblaðsins átti leið hjá og var ekki annað að sjá en að þeim líkaði lífið vel. Morgunblaðið/Sólný Börnin nota tímann til útiveru Haustblíða Keflavíkurflugvöllur | Þrír af þeim fjórum starfsmönnum sem flotastöð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli segir upp um þessi mán- aðamót eru í starfi hjá slökkviliði vallarins. Alls hefur sautján starfsmönnum slökkvi- liðsins verið sagt upp á þremur mánuðum. Varnarliðið hefur sagt upp fjölda fólks á um það bil ári. Fyrstu uppsagnirnar hjá slökkviliðinu urðu 1. júlí þegar sjö mönnum var sagt upp störfum þar. Síðan hefur sjö til viðbótar verið sagt upp og þrír fengu upp- sagnarbréf nú fyrir mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum Friðþórs Ey- dal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, eru þessir menn í ýmsum störfum hjá slökkvilið- inu og við flugvallarþjónustu, svo sem snjó- ruðning. Segir Friðþór að uppsagnir hjá slökkviliðinu endurspegli þann samdrátt sem orðið hafi á umsvifum varnarliðsins. Um 120 menn störfuðu hjá slökkviliði Keflavíkurflugvallar og verða þeir því rúm- lega eitt hundrað þegar þessar uppsagnir eru allar komnar til framkvæmda. Sautján hafa hætt á þrem- ur mánuðum Uppsagnir hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli Víðidalur | Ferðaþjónustufólk og bændur í Húnaþingi vestra bjóða gestum að upplifa stóðréttarstemningu í Víðidal dagana 1. og 2. október næstkomandi. Á morgun, föstudag, verður stóðið sótt á Víðidalstunguheiði. Farið verður frá Hrappstöðum kl. 10.30, eftir vegi 715 fyrir innan Kolugil, að Fosshóli. Þar verður grill- að. Gangnamönnum verður síðan fylgt nið- ur að Kolugili þar sem kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Eftir að menn og skepnur hafa hvílt lúin bein verður haldið áfram með stóðið í nátthaga á milli Dælis og Ásgeirsár. Stóðið verður rekið til réttar í Víðidals- tungurétt kl. 10 á laugardeginum. Ýmislegt er um að vera á réttardaginn, meðal annars haldið uppboð á hrossum dregið í happ- drætti þar sem folald er í aðalverðlaun. Um kvöldið er stórdansleikur í Víðihlíð með hljómsveitinni Von. Stóðréttarhelgi í Húnaþingi ♦♦♦      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.