Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Garðabær | Foreldrafélög í Hofs- staðaskóla og Flataskóla í Garðabæ fara fram á að sett verði upp eft- irlitsmyndavélakerfi sem nái til alls skólasvæðisins til að auðvelda eft- irlit með börnunum, í bréfi sem sent var bæjarstjóra Garðabæjar um miðjan september. Ásgeir K. Ólafsson, formaður Foreldrafélags Hofsstaðaskóla, seg- ir að tilefnið séu áhyggjur foreldra vegna aukins ofbeldis meðal barna almennt, á skólalóðum sem og ann- ars staðar, og skemmda á eignum barnanna og skóla. „Svo er það líka þessi almenna umræða um öryggi barnanna okkar, [...] aðgengi ókunnugra að börn- unum okkar. Þó að það hafi ekki komið upp neinsstaðar þarna þá veit maður að aðilar sem eru með ým- islegt óæskilegt í huga leita oft eftir félagsskap við börn,“ segir Ásgeir. Hann bendir einnig á að heimur fíkniefnanna fari sífellt harðnandi. „Það er talað um að þetta sé að fær- ast sífellt lengra niður, með svona kerfi er allavega komið í veg fyrir það að það eigi sér stað á skólalóð- inni, að börnum sé boðið eitthvað óæskilegt sem þau ættu ekki að vera í samneyti við,“ segir Ásgeir. „Í dag finnst mér þetta [eftirlits- myndavélar] vera orðinn eðlilegur partur af skólaumhverfinu, það er þessi eftirfylgni, að það sé fylgst með því hvað er að gerast hjá börn- unum. Og ekki bara hjá þeim heldur hjá öðrum aðilum líka,“ segir Ásgeir. Foreldrarnir leggja sérstaklega áherslu annars vegar á forvarn- argildi eftirlitsvélanna, og hins veg- ar möguleika til að sanna eitthvað, sem gerist á lóðinni, gerist þörf á því. Ásgeir segir að kerfið þyrfti að vera lokað þannig að einungis þeir sem umsjón hafa með kerfinu gætu skoðað, auk þess sem upptökum yrði eytt að einhverjum tíma liðnum. Í bréfi foreldrana kemur fram að verð á slíku kerfi yrði líklega á bilinu 300 til 500 þúsund kr. Eftirlit kennara dugar ekki til Með þessari kröfu foreldra er ekki verið að kasta rýrð á starf kennara sem hafa eftirlit með nemendum á skólalóð, en Ásgeir segir að það dugi einfaldlega ekki til, kennararnir nái ekki að fylgjast með allsstaðar. Hann hefur ekki áhyggjur af því að kerfið yrði misnotað, kennurum sé treyst fyrir eftirliti á skólalóðinni og því ætti að treysta þeim fyrir eftirliti í gegnum eftirlitsmyndavélarnar. Ásgeir bendir á að búnaður af þessu tagi sé þegar kominn í notkun í nýju íþróttahúsi, sem og sundlaug- inni. Þar hafi hann t.d. komið í veg fyrir ofbeldi, auk þess sem upptökur hafi verið notaðar til að koma upp um þjófnað. Skólayfirvöld reyndu að fá eftirlitskerfi af þessu tagi sam- þykkt fyrir nokkrum árum en án ár- angurs, segir Ásgeir. „Það er búið að reyna í nokkurn tíma að ná þessu í gegn, en það hefur ekki gengið.“ Aðspurður hvort þetta standist lög um persónuvernd segir Ásgeir að ekki hafi verið haft sérstaklega samband við Persónuvernd, en hann sjái ekki hvernig þetta ætti að stang- ast á við lögin, ekki frekar en á sund- stöðum eða öðrum stöðum þar sem lík kerfi eru notuð. „Þetta er gert í verndarskyni, ekki það að það sé verið að njósna um einn né neinn. Svo þetta er frekar á hinn veginn, verið að vernda persónuna frekar en að ógna einkalífi hennar.“ Bæjarstjóri vill fund um málið Ásdís Halla Bragadóttir bæj- arstjóri Garðabæjar segir að til standi að koma á fundi með fulltrú- um foreldra. Hún segir að ýmsir skólar hafi sett upp myndavélar til að verja byggingar, en þarna séu foreldrar að biðja um meira en það. Hingað til hafi það verið álitið nægi- legt eftirlit að hafa kennara á skóla- lóðinni í frímínútum, og talið betra að vera með virkar forvarnir en myndavélakerfi, en hún muni hitta fulltrúa foreldra með opnum huga. Vilja eftirlitsmyndavélar á skólalóðir Morgunblaðið/Kristinn Eftirlit Myndavélar hafa verið nýtt- ar til eftirlits með húseignum skóla. MYNDAVÉLAR eru notaðar við eftirlit í um það bil fjórðungi grunnskóla í Reykjavík, en þar er eingöngu verið að fylgjast með húseigninni til að verjast eigna- spjöllum, ekki er fylgst með nem- endum. Júlíus Sigurbjörnsson, deild- arstjóri rekstrardeildar Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, segir að þar sem eftirlitsmyndavélar séu til staðar við grunnskóla í Reykjavík sé þeim yfirleitt beitt til að fylgj- ast með þeim hliðum skólabygg- inganna þar sem annars væri hægt að athafna sig óséður við skemmdarverk, svo sem veggja- krot eða rúðubrot, sem talsvert hafi verið kvartað yfir við vissa skóla. Hann segir samþykkt Fræðslu- ráðs Reykjavíkurborgar um málið engöngu ná til slíks eftirlits með eignum og ekkert eftirlit með nemendum eigi að fara fram með þeim eftirlitsmyndavélum sem eru við grunnskóla í Reykjavík. Ekki eftirlit með nemendum LANDIÐ Húsavík | Gerður hefur verið samningur um að Þekk- ingarsetur Þingeyinga á Húsavík taki við rekstri og framkvæmdastjórn Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga, FræÞings. Jafnframt hefur nýr starfsmaður verið ráð- inn til verka, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, en hún tekur við af Iðunni Antonsdóttur sem verið hefur framkvæmdastjóri FræÞings í þau fimm ár sem mið- stöðin hefur starfað. FræÞing annast endur- og símenntun í Þingeyj- arsýslum. Skrifstofa miðstöðvarinnar hefur verið á Kópaskeri en flyst nú til Húsavíkur. Iðunn hefur verið ráðin til annarra starfa, á Ísafirði. Guðrún Kristín er Húsvíkingur sem m.a. á ættir að rekja til Flateyjar á Skjálfanda. Hún mun hafa umsjón með verkefnum FræÞings og daglegum rekstri þess. Guðrún Kristín lauk kennaraprófi 1973 og hefur lengst af unnið við kennslu. Frá 1995 hefur starfsvett- vangur hennar verið blaðamennska, bókhald og skjala- og upplýsingamál hjá Húsavíkurbæ auk þess sem hún stundaði framhaldsnám við Háskólann á Ak- ureyri. Þar lauk Guðrún Kristín diplómagráðu í upp- eldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun sl. vor og er nú í framhaldsnámi til meistaragráðu við sama skóla. En hvernig skyldi henni lítast á nýja starfið og hvað er í boði fyrir þá sem vilja nýta sér þjónustu FræÞings? „Mér líst mjög vel á það og hlakka til að takast á við fjölbreytt og spennandi verkefni á sviði fullorð- insfræðslu og þjónustu við fjarnema og aðra há- skólanema sem nýta sér þá aðstöðu sem er í boði hér á Þekkingarsetrinu. Varðandi hvað er í boði fyrir Þing- eyinga þá eru haldin fjölbreytt námskeið víða í sýsl- unni, s.s. á Þórshöfn, Raufarhöfn, í Mývatnssveit, á Laugum og hér á Húsavík. Um er að ræða stutt frí- stundanámskeið og lengri námskeið á sviði umönn- unar og við skrifstofustörf svo eitthvað sé nefnt,“ segir Guðrún Kristín og bætir við í lokin að vetrarstarfið sé að fara í gang og hún voni að sem flestir áhugasamir og fróðleiksfúsir Þingeyingar nýti sér það sem boðið verður uppá. Fræðslumiðstöð Þingeyinga flyst í Þekkingarsetrið „Fjölbreytt og spennandi verkefni“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson FræÞing Guðrún Kristín starfar fyrir Fræðslumiðstöð. Siglufjörður | Komið er í ljós að tvær aurskriður hafa fallið á veginn um Siglufjarðarskarð í síðustu viku. Skriðurnar hafa stíflað ræsi í veg- inum og vatnið þar með brotið sér nýja leið yfir veginn, skolað burtu yf- irlagi hans og á köflum grafið í hann djúpar rásir. Vatnsskemmdir og úrrennsli hafa orðið á mörgum stöðum og þar er fína yfirborðsefnið víða alveg horfið og aðeins grjóthnullungar eftir. Skemmdirnar spanna alls nokkur hundruð metra en eru víða á leiðinni. Þessar skemmdir eru Siglufjarðar- megin og byrja strax við neðsta mastrið á skíðalyftunni. Í Siglufirði var gríðarlegt úrfelli í síðustu viku og meðal annars lá að- stöðuhúsið á skíðasvæði Siglfirðinga undir skemmdum en því tókst að bjarga áður en stórtjón hlaust af. Ekki er farið að meta skemmdir á veginum, en skriðurnar komu í ljós um helgina þegar tveir menn voru þarna á heilsubótargöngu. Vegurinn um Siglufjarðarskarð var opnaður um miðjan júlí í sumar og hafði verið fær síðan og sagður í mjög þokkalegu ástandi. Hann er talsvert farinn af ferðafólki yfir sum- arið, en nú er ljóst að gera þarf veru- legar endurbætur á honum fyrir næsta sumar. Ekki er enn vitað hvort skemmdir hafa orðið á vegin- um innan við Skarð enda er fáferð- ugt þar þegar kemur fram á haust. Vegurinn um Siglufjarðarskarð skemmdur eftir flóðin Tvær aurskriður fallið á veginn Ljósmynd/ÖÞ Ófært Djúp rás hefur myndast í veginn um Siglufjarðarskarð þar sem vatnsflaumurinn hefur grafið í gegnum veginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.