Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 19 MINNSTAÐUR SPÁSTEFNA DAGSKRÁ Kl. 8.30: Skráning og afhending gagna. Kl. 9.00: Spástefnan sett. Geir Haarde fjármálaráðherra: Árið 2005 - Fjárlögin og fyrirtækin. Róbert Wessman, forstjóri Actavis: Útrás Actavis og aðstæður næsta árs. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims: Árið 2005 - Væntingar og örvæntingar. Kl. 10.00: Kaffihlé í 30 mín. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans: Aðstæður í þjóðarbúskapnum á næstu árum; spár Seðlabankans í ljósi könnunar ParX á meðal forstjóra stærstu fyrirtækja landsins. Þröstur Sigurðsson, fjármálaráðgjafi hjá ParX: Virðisauki til hluthafa í stærstu fyrirtækjunum. Verðfall hlutabréfa á næsta ári? Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar: Listinn 300 stærstu - og líklegar sameiningar á árinu 2005. Fyrirspurnir í 15 mínútur. Lokaorð leynigests: Þekktur rithöfundur spáir í spéspegil viðskiptalífsins. Kl. 12.00: Létt hlaðborð - pinnamatur - í hádeginu í lok spástefnunnar. Spástefnustjóri: Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Dagurinn er útgáfudagur bókar Frjálsrar verslunar, 300 STÆRSTU. Verð hennar er 2.500 krónur og fá gestir spástefnunnar bókina að gjöf. Verð á spástefnuna er 7.500 krónur á mann. Skráning er í síma 580 4300, hjá Kristjönu Vilhelmsdóttur. Skráning á Netinu: www.parx.is ParX VIÐSKIPTARÁÐGJÖF OG FRJÁLS VERSLUN HALDA SPÁSTEFNU Á NORDICA HÓTELI FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER NK. Geir Haarde Ingimundur Sigurpálsson Róbert Wessman Benedikt Jóhannesson Arnór Sighvatsson Þröstur Sigurðsson Jón G. Hauksson ? Leynigestur ÁRIÐ 2005 AUSTURLAND AKUREYRI Reyðarfjörður | Það er ýmislegt fleira um að vera á Reyðarfirði en upp- bygging íbúðarhúsnæðis, verslunarkjarna starfsmannaþorps Fjarðaáls- Alcoa og stóriðjuhafnar. Þannig er nú verið að hlaða myndarlegan steinvegg við kirkjugarðinn á Reyðarfirði og er það sóknarnefnd kirkjunnar sem stendur fyrir fram- kvæmdinni. Steinveggurinn verður tæplega hundrað metra langur og stendur neðan kirkjugarðsins. Benedikt Björnsson skrúðgarðyrkjumeistari sér um verkið og hefur ráðið til sín reynda hleðslumenn úr Suður-Þingeyjarsýslu, þau Guðrúnu Friðriksdóttur og Harald Karlsson, sem hafa undanfarin sumur ein- göngu unnið við hleðslu. Þrátt fyrir að miklu sé lokið er umtalsvert verk óunnið, en að mati Benedikts þarf að leggja tæpt ársverk til viðbótar í vegginn. Hlaða vegg við kirkju- garðinn á Reyðarfirði Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Hleðslumenn að störfum Benedikt Björnsson skrúðgarðyrkjumeistari með hleðslumönnunum Guðrúnu Friðriksdóttur og Haraldi Karlssyni. „ÞETTA hefur gengið alveg ótrú- lega vel,“ sagði Oddur H. Oddsson byggingarstjóri við byggingu Rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri, en Íslenskir aðalverktakar, ÍAV, byggja húsið og skila því fullbúnu á morgun, 1. október. Nú á lokasprettinum hafa allt að 80 manns verið að störfum í húsinu, iðnaðarmenn af öllu tagi, það er verið að mála, leggja síma, vinna í rafmagni, smíða, þrífa, helluleggja utanhúss og ganga frá lóð svo fátt eitt sé nefnt af þeim verkum sem menn sinna í kappi við tímann. „Við skilum alltaf á réttum tíma, erum ekki þekktir fyrir ann- að,“ sagði Guðmundur Jóhann- esson sem einnig er bygging- arstjóri. „Við brettum upp ermar og spýtum í lófa, þetta mun ganga upp.“ Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin 10. júlí í fyrrasumar og síðan hefur verið unnið sleitulaust við að koma húsinu upp. „Það voru að jafnaði 25 og upp í 50 manns að störfum við bygginguna á liðnum vetri, en nú undir lokin, und- anfarna tvo mánuði hafa 70 til 80 manns verið hér í vinnu,“ sagði Oddur. Einkum er um að ræða und- irverktaka ÍAV, heimamenn á svæðinu. „Við leggjum gríðarlega áherslu á að skila á réttum tíma,“ sagði Oddur, en þó vel hafi gengið setti eldur sem upp kom í sumar nokkurt strik í reikninginn. „Það varð töluvert tjón af hans völdum og vissulega urðu nokkrar tafir á verkinu en við höfum náð að vinna þær upp og nú er komið að loka- sprettinum.“ Fyrsta flokks aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir í raunvís- indum verður í húsinu en Oddur nefndi að t.d. í rannsóknastofum væru öll tæki af bestu gerð, „þetta er sjálfsagt það flottasta í heim- inum,“ sagði hann. Gera má ráð fyrir að í húsinu verði miðstöð rannsókna- og þróunarstarfs á Norðurlandi. ÍAV, Landsafl og ISS Ísland urðu hlutskarpastir í útboði sem efnt var til um byggingu Rannsókna- og ný- sköpunarhúss með hæstu sam- anlagða einkunn fyrir boðna lausn og verð, en fjögur tilboð bárust í verkefnið sem unnið er í einka- framkvæmd fyrir mennta- málaráðuneytið. Tilboðið hljóðaði upp á 1,5 milljarð króna að núvirði fyrir 25 ára afnot af húsinu og allan daglegan rekstur þess. Húsið er um 5.500 fermetrar að stærð á fjórum til sjö hæðum. Fjöldi stofnana mun hafa aðstöðu í húsinu, s.s. Auðlinda- og upplýs- ingatæknideild háskólans, Mat- vælasetur HA, Rannsóknastofnun HA, Byggðarannsóknastofnun Ís- lands, Ferðamálasetur HA, Nátt- úrufræðistofnun Íslands, Akureyr- arsetur, veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar, skrifstofa PAME á Íslandi, skrifstofa CAFF á Íslandi, Stofnun Vilhjálms Stef- ánssonar, útibú jarðeðlissviðs Veð- urstofu Íslands, útibú Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins á Akureyri, útibú Hafrannsókna- stofnunar á Akureyri, útibú Orku- stofnunar, Jafnréttisstofa, At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Impra/Iðntæknistofnun frum- kvöðlasetur á vegum iðnaðarráðu- neytisins. Þá verður skrifstofa rektors á efstu hæð í turnbygg- ingu, einnig skrifstofa fjármála- og rekstrarsviðs sem og Alþjóða- og rannsóknarsvið. Ólafur Búi Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Háskólans á Ak- ureyri, sagði að búið væri að ráð- stafa öllu rými í húsinu, „það er fullnýtt, ekkert pláss laust,“ sagði hann. Búast má við að allt að 100 manns muni í framtíðinni starfa í hinu nýja Rannsókna- og nýsköp- unarhúsi. Fyrstu stofnanirnar hefja flutn- ing í húsið strax á morgun, m.a. Jafnréttisstofa og Auðlindadeild háskólans, auk starfsmanna veiði- stjórnunarsviðs og fleiri. Áfram verður haldið um helgina og alla næstu viku, en 12. október næst- komandi ættu allir að hafa komið sér vel fyrir í húsinu og starfsemi að komast í fullan gang. Húsið verður svo formlega tekið í notkun 22. október næstkomandi. Íslenskir aðalverktakar eru að ljúka við rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Glæsileg bygging Rannsókna- og nýsköpunarhúsið er mikil bygging á fjórum til sjö hæðum. Morgunblaðið/Kristján Byggingarstjórarnir Guðmundur Jóhannesson og Oddur H. Oddsson hjá Íslenskum aðalverktökum á efstu hæð, þar sem útsýni er til allra átta. Skilum alltaf á réttum tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.