Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN S umt í lífinu er reglu- bundið, annað kemur eins og þruma úr heið- skíru lofti. En kenn- araverkföll hafa síð- ustu áratugina verið svo tíð að þau fara að nálgast reglufestu sjávarfallanna. Ef skoðuð eru viðbrögð þeirra sem eiga fyrir hönd okkar skattborgaranna að semja um kaup og kjör við kenn- ara skyldi maður þó ætla að þeir komi alltaf af fjöllum. Nú segja sveitarstjórnarmenn okkur, voðalega hissa og fullir vandlætingar, að ríkið hafi svikið þá um greiðslur og þess vegna geti hvorki Reykjavíkurborg né aðrir staðir greitt kennurum nógu gott kaup. Það séu ekki til peningar, menn standi allt í einu á brókinni einni. En var ekki samið um það á sínum tíma að sveit- arfélögin tækju við grunnskól- unum með þeim kostnaði sem því fylgir? Ef ríkið (þ.e. Sjálfstæð- isflokkur/Framsóknarflokkur, ef það skyldi hafa farið framhjá ein- hverjum) hefur svikist um er það varla að renna upp fyrir mönnum fyrst núna þegar skólinn er lam- aður. Síðan mætti benda á að skuldasöfnun sveitarfélaganna hefur haldið áfram af fullum krafti síðasta áratuginn á sama tíma og ríkið hefur greitt niður umtalsverðan hluta af gömlum skuldum og lagt tugi milljarða í sjóð til að redda máli sem ella hefði sprungið með látum framan í þjóðina síðar. Ég á við lífeyr- isskuldbindingar ríkisins vegna starfsmanna sinna, vanda sem fyrri ríkisstjórnir hundsuðu í von um að syndaflóðið kæmi eftir þeirra dag. Það er ekki upplífgandi að sjá menn þannig benda hver á annan og firra sig ábyrgð á klúðrinu. En verst er að í öllu þjarkinu er hætt við að við gleymum hvað þetta mál snýst um: hvað við vilj- um gera til að efla skólana í von um að börnin fái góða kennslu. Ef við viljum fá góða þjónustu og úrvalsvöru í verslunum förum við í dýrar búðir. Þar er fólk sem fær laun fyrir að sinna okkur og leggja sig fram um að gera okkur ánægð. En ef ég fer í Bónus er ég ekkert að gera slíka kröfu vegna þess að verðið er þar miklu lægra og þess vegna ósanngjarnt að ætlast til þess að starfsfólkið sé að stjana sér- staklega við mig. Bensínið er líka ódýrara þar sem við þurfum sjálf að dæla. Þannig virka lögmálin, við fáum það sem við borgum fyrir. Best væri að einkavæða allt grunnskólakerfið til að losna við miðstýringuna og gefa almenn- ingi raunverulegt val. En valið yrði tálsýn í fámennum byggð- arlögum þar sem ekki er hægt að reka meira en einn grunnskóla. Við gætum þó reynt að auka ábyrgð íbúanna með því að láta kjósa beint um fjárveitingar til skólans í hverju sveitarfélagi. Og hvers vegna þurfum við að vera með miðstýrt kerfi þar sem ákveðið er í Reykjavík hvað skuli kenna? Er eitthvað að því að setja einfalt lágmarksviðmið, til dæmis um að allir skuli kunna að lesa og skrifa en að öðru leyti ákveði fólk á staðnum nám- skrána? Við þurfum ekki að steypa alla grunnskóla í sama mót. Framhaldsskólar, Iðnskól- inn og háskólarnir gætu síðan einfaldega notað inntökupróf til að tryggja að allir nemendur þeirra séu með þá lágmarks- kunnáttu sem þarf til að halda áfram eftir skyldunámið. En þetta er ekki bara spurning um rekstrarform. Kannski er það rétt sem svartsýnismenn segja að hvergi sé almennilega pláss fyrir óútreiknanlega liði eins og börn í samfélagi framfaranna. Hagspekingar geta vafalaust reiknað út að heppilegra sé fyrir okkur að útvega vinnuafl með því að flytja inn fleiri erlenda starfs- menn sem auk þess er hægt að reka úr landi áður en þeir kom- ast á eftirlaunaaldurinn. Ef þetta er spurning um EBITDA- hlutfallið af framleiðslunni á Ís- lendingum, hagnað eftir skatta og afskriftir, eru börn vafalaust óþarfa munaður. Við erum nú ekki svona langt leidd, við viljum börn. En það kostar okkur peninga að mennta þau og, ekki síst, geyma þau ein- hvers staðar á tryggum stað meðan við erum að vinna. Fólkið sem annast þessa þjónustu fyrir okkur hin vill góð laun og vill að starfið njóti þeirrar virðingar sem oft fer saman við há laun. Þeir sem hafa kennt í grunnskóla vita ofur vel að fjöldinn allur af foreldrum virðist alltaf staðráð- inn í að nota grunnskólann og kennarana sem afsökun fyrir eig- in vanrækslu. Ef eitthvað er að hjá barninu er strax gripið til þess ráðs að skamma kennarann. Þetta er oft vanþakklátt starf og ekki fyrir alla. Sennilega hefur þessi ósann- girni ásamt lélegum launakjörum haft þau áhrif að brjóta margan kennarann niður og gera hann beiskan í lund – og hræddan. Oft veltir maður því fyrir sér hvað valdi því að nýjar hugmyndir um rekstur grunnskóla skuli svo sjaldan koma frá kennarastétt- inni sjálfri. Getur verið að hún sé með stanslausum kveinstöfum á kennarastofunni yfir skilnings- leysi heimsins búin að telja sjálfri sér trú um að hún gæti ekki stað- ið sig ef ríkisforsjáin hyrfi? Ef sjálfsmynd kennara er hrunin verðum við að grípa til róttækra ráða. Við getum orðið að hækka laun grunnskólakennara svo mik- ið að enginn efist um það að sá eða sú sem stendur við töfluna sé frammámaður í samfélaginu. Tekið sé mark á kennurum. Þeir séu ekki láglaunafólk sem uppi- vöðslusamir nemendur og enn verri foreldrar noti stundum fyr- ir fótaþurrku. Stéttin gæti fengið svo mikið sjálfstraust og nýtt blóð að kenn- arar yrðu tilbúnir að ræða nýjar hugmyndir, fengju ekki óttablik í augun þegar orðið einkaskóli væri nefnt. En ef við hefjum kennara þannig upp í há- launaklassann verða þeir að sætta sig við að við gerum miklar kröfur til þeirra. Vonandi vilja þeir það. Börn og munaður Er eitthvað að því að setja einfalt lág- marksviðmið, til dæmis um að allir skuli kunna að lesa og skrifa en að öðru leyti ákveði fólk á staðnum námskrána? VIÐHORF eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SKAMMTAÐU einhverjum of lítinn mat og hann sveltur. Sveitarfélögin í landinu svelta. Það er staðreynd. Rík- ið skammtar of naumt og sveit- arfélögin berjast í bökkum við að halda úti þjónustu sem þeim er skylt samkvæmt lögum. Kennarar krefjast hærri launa en ekki síður breytinga á starfinu. Holræsakerfið skal komið í ákveðið horf innan skamms. Margt annað mætti til nefna en ég geri það ekki hér. Málið er einfaldlega það að sveitarfélögin hafa mörgum skyldum að gegna en ekki nóg fé til að sinna þeim. Á sama tíma og mörg sveitarfélög geta ekki sinnt skyldum sínum setur ríkisstjórnin fram áætlanir um að lækka skatta. Það væri nú gott og blessað ef það væru forsendur fyrir þvi. En þær skortir. Það eru engar forsendur fyrir skattalækkunum. Heilbrigðiskerfið er í uppnámi vegna fjárskorts. Sveitarfélögin ramba mörg hver á barmi gjaldþrots. Ekki eru til fjármunir til að gera vegakerf- ið eins og það þyrfti að vera. Og svo mætti lengi telja. Það er ótrúlegt að vita til þess að sú ríkisstjórn sem nú situr skuli hafa náð kjöri með innantómum loforðum um skattalækkanir. Það átti að lækka tekjuskattinn, eignaskattinn og hinn skattinn og þennan skattinn. En eng- inn af þessum skattalækkunarfor- kólfum minntist einu orði á erfiðleika sjúkrahúsanna. Enginn minntist á það að sveitarfélögin í landinu ættu í erfiðleikum með að halda uppi lög- bundinni þjónustu. Nú, þegar sér fyr- ir endann á kjörtímabilinu og þegar Halldór er orðinn valtur í sessi, því það var hann raunar áður en hann varð forsætisráðherra, eru skatta- lækkunarloforðin tekin upp og rykið burstað af þeim. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu öllu. Ríkisstjórnin segir sveitarfélögunum að þau eigi að sjá um hitt og þetta en um leið passar hún að það komi nú örugglega ekki of miklir fjármunir frá ríkinu til starf- ans. Og svo lofar hún skattalækk- unum. Ætli ríkisstjórnin sé búin að lofa skattalækkunum fyrir sveit- arfélögin líka? Ég held að menn ættu að athuga sinn gang í þessum efnum og líta raunsætt á málin áður en þeir lofa skattalækkun. Ég held líka að menn ættu að líta raunsætt á málin og ætl- ast til þess að grunnskólakennarar séu á góðum launum. Ég held líka að það ætti að hætta að gefa und- anþágur fyrir leiðbeinendur, vegna þess að það væri mesta kjarabót fyrir kennara sem hægt væri að hugsa sér. En þetta er nú bara það sem ég held. VALDIMAR MÁSSON, Hamarsgötu 1, 750 Fáskrúðsfirði. Það er gott að ráða Frá Valdimar Mássyni: NÚ ÞYKIR Erninum tíra! Ekk- ert gerist hjá stjórnvöldum við- víkjandi kennaraverkfallinu sem er yfirvofandi. Það er af sem áður var; allir kvótakóngarnir ætluðu (ætla) vitlausir að verða þegar sjómenn vildu leiðréttingu á sín- um (ó)kjörum. Reis ekki rík- isstjórnin upp og setti lög, þannig að sjómenn færu ekki í verkfall. Það er barasta ekki málið að setja lög margoft á sjómennina, og ekki tekur betra við að þessir sem að vilja afnema sjómannaafsláttinn, þá ættu þessir háttvirtu þing- menn að upplýsa alþjóð um hvað sjómannaafsláttur snýst! Lög á kennara og það strax þannig að allir njóti sanngirni, ekki barasta kvótabraskararnir og kóngarnir ekki eru þeir búnir að vera samningslausir und- anfarna mánuði, ár, með sínar múltimilljónir á ári. Sá sem vinn- ur fyrir þá eru sjómennirnir, og ekki hika við að setja (ó)lög á kennara líka. Örninn ÖRN INGÓLFSSON, Granaskjól 34, 107 Reykjavík Kennara- verkfall! Frá Erni Ingólfssyni: ÉG HEITI Svandís A. Leósdótt- ir og er kennari. Ég vil koma fram með sjónarmið yngri kennara í þessari baráttu. Það er verið að tala um að meðallaun kennara séu 215–250 þús. á mánuði. Ég er 26 ára nýútskrifaður kennari sem búin er að kenna í rúm 2 ár. Út úr mínu launaumslagi koma 113.362 krónur á mánuði. Þá er ég að tala um þau laun sem leggjast inn á minn bankareikning um hver mánaðamót eftir að lögbundin gjöld eru tekin af þeim. Ég er að borga leikskólagjöld fyrir 2 ára son minn sem er um 25 þús. krónur á mán- uði. Þá er 88.363 krónur eftir sem arður fyrir mína vinnu. Ég er í fullri vinnu. Ég vinn frá kl. 8 til 16 alla daga þó að viðvera mín sé ekki það löng. Ég er þreytt á að rétt- læta þessa baráttu fyrir mínum nánustu og fólkinu í kring um mig. Að vera kennari er frábært starf. Við fáum að sjá nemendur okkar þroskast og taka þátt í því. Við fáum þau forréttindi að umgangast þá og kenna þeim. Kennarastarfið er fjöl- breytt og skemmti- legt. Ég eyddi ómæld- um tíma og peningum í það að mennta mig sem best til þess að ég yrði hæfur kennari. Ég hef enn ekki hitt þann kennara sem er með hálfum hug í þessu starfi. Er það réttlætanlegt að við þurfum að vera í þessu af hugsjón? Ég þarf að borga reikn- inga og lifa nákvæmlega eins og aðrir. Ég hef haft þann draum frá því að ég var lítil að verða kennari. Eyða lífi mínu í það að koma að gagni og vera nytsamlegur þegn í þessu samfélagi. Ekki gleyma því að við borgum skatta og leggjum okkar til þjóðfélagsins. Þetta er eina stéttin sem þarf að réttlæta það að vera til og fá hærri laun. Er ég annars flokks þegn í þessu þjóðfélagi? Á ég ekki rétt til þess að fá sómasamleg laun fyrir vinnu mína? Mér þykir leitt að okkar kjarabarátta skuli bitna á börn- unum okkar. Laun mín bitna á minni fjölskyldu. Mínum börnum. Mínu heimili. Ég kenni 20 3. bekkingum, þau eru í hjarta mínu og huga mínum hvern einasta dag. Ég óska þess að kennaraverkfallinu ljúki svo að við getum haldið áfram því góða starfi sem er í skólum landsins. Um baráttu ungra kennara Svandís A. Leósdóttir skrifar um málefni kennara ’Ég óska þess aðkennaraverkfallinu ljúki svo að við getum haldið áfram því góða starfi sem er í skólum landsins.‘ Svandís A. Leósdóttir Höfundur er kennari. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ Á dögum er birt á hverjum degi margfalt meira magn texta en áður fyrr tíðkaðist í blöðum og tímarit- um. Sem betur fer hafa flestir þeir sem skrifa texta einhverja tilfinn- ingu fyrir málinu og má greinilega finna töluverðan mun á talmáli og rituðu máli. Eitt er það sem mér finnst miður, það er hve margir ofnota sum orð, oft á tíðum vita óþörf. Í fast- eignaauglýsingum er t.d. sífellt klif- að á að hús og íbúðir séu vel „stað- sett“ hvað svo sem átt er við með því. Í raun á að nota þetta orð að- eins þegar um er að ræða einhvern tiltekinn hlut sem ekki er alltaf á sama stað og auðvelt er að hreyfa. Rétt er að tala t.d. um að skip eða flugvél sé staðsett á vissum stað og bifreið við t.d. tiltekna götu. Varla er unnt að staðsetja heilt hús með sömu rökum nema unnt sé að flytja það úr stað. Mér hefur stundum verið hugsað til þess hvort fast- eignasalarnir flytji húsin heim til kaupenda, n.k. ókeypis heimsend- ingarþjónusta þegar þeir segja frá þessum afkáralegu staðsetningum í auglýsingum sínum. Þá er bæði seint og snemma verið að klifa á „toppum“ bifreiða þegar átt er við þak þeirra. Sömuleiðis er stöðugt verið að keyra þessa sömu bíla, einnig forrit og tölvur, svo eitt- hvað sé nefnt. Svo virðist að ekki sé lengur unnt að aka bifreiðunum. Gott og gilt sagnorð, að aka, virðist vera mörgum gleymt. Ekki ætti lengd þessa stutta sagnorðs að vera löndum mínum fjötur um fót þó svo að beyging þess sé óregluleg. Íslensk tunga er ein mikilvægasta eign íslensku þjóðarinnar rétt eins og náttúra landsins sem því miður allt of margir bera fremur litla virð- ingu fyrir. Við þurfum að hlúa að tungunni, vanda betur það sem við látum fara frá okkur og þá ekki síst þegar prentað mál á í hlut. Íslensk- an er eitt elsta lifandi tungumálið sem talað er í Evrópu og við þurfum að leggja áherslu á að varðveita tungu okkar sem best. GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, Mosfellsbæ. Breytingar á orðnotkun í íslenskri tungu Frá Guðjóni Jenssyni bókasafns- fræðingi, leiðsögumanni og áhuga- manni um varðveislu íslenskrar tungu og náttúru:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.