Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁGÆTU kennarar. Ég sendi ykkur þetta opna bréf, þar eð ég á erindi við ykkur alla. Erindi fyrir hönd fjölskyldu minn- ar og þó sérstaklega sonar míns, sem er fatlaður og ólíkt okkur sem erum heilbrigð, getur ekki varið sig þegar hann er beittur ofbeldi. Sonur minn, sem er 7 ára, er einhverfur. Hann sækir nám í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og þó svo að hann geti aðeins tekið takmarkaðan þátt í starfi með öðr- um nemendum, þá þykir honum mjög vænt um bekkinn sinn og skólann sinn. Eins og flest börn sem eiga við mikla fötlun að stríða þá kemur það að mestu í hlut stuðningsfull- trúa og þroskaþjálfara að sinna syni mínum í skólanum – hann ver takmörkuðum tíma með bekkjar- systkinum sínum í skólanum á degi hverjum og hefur þá alltaf stuðningsfulltrúa eða þroskaþjálfa sér við hlið. Það er allt afburðagott fólk sem vinnur með honum í skól- anum, kennari, stuðningsfulltrúi og þroskaþjálfar, enda hefur hann sýnt framfarir á ýmsum sviðum í umsjón þessa ágætisfólks. Allir sem þekkja til einhverfra og þroskaheftra barna vita að sú röskun sem verður á lífi þessara barna í verkfalli kennara er marg- falt alvarlegri en sú röskun sem verður á lífi heilbrigðra barna. Álagið á fjölskyldur fatlaðra er einnig margfalt meira en álagið á aðrar barnafjölskyldur í landinu allan ársins hring og verkfallið eykur enn á þetta álag. Við for- eldrar hans og þeir sem með hon- um starfa töldum því að það yrði auðsótt mál að fá ósk okkar um undanþágu fyrir hann í verkfalli kennara samþykkta, enda kæmi það fyrst og fremst í hlut stuðn- ingsfulltrúa hans að vinna með honum á sama hátt og venjulega. En annað kom á daginn, eins og landskunnugt er. Við höfum mátt lesa í fjölmiðl- um aumar skýringar talsmanna ykkar um að fötluð börn og for- eldrar þeirra geti jafnvel litið á verkfall kennara sem einhvers konar jólafrí, sem mér finnst reyndar ótrúlega ósmekklegt, svo ekki sé meira sagt. En vel ígrund- uð svör við þessu ofbeldi gagnvart fötluðum hafa engin fengist frá talsmönnum ykkar kennara. Það er níðingsverk að sam- þykkja ekki undanþágu til þess að hægt sé að sinna alvarlega fötluð- um einstaklingum í verkfalli. Er málstaðurinn virkilega svo aumur að það þurfi að beita þá veikustu í samfélaginu ofbeldi til þess að ná árangri í kjarabaráttu? Er siðferð- isvitundin svo veik að tilgangurinn helgi öll meðöl? Ég trúi því ekki að óreyndu að þorri kennara styðji þetta níðings- verk. Þvert á móti trúi ég því að flestum kennurum hljóti að þykja það miður að níðst sé á fötluðum í nafni kjarabaráttu þeirra. Slíkt styrkir ekki málstaðinn, heldur veikir hann. Við þá í ykkar hópi sem styðja þessa ofbeldisaðgerð í garð fatl- aðra vil ég segja: Ég vorkenni ykk- ur að bera ekki meiri virðingu fyr- ir ykkur sjálfum, starfi ykkar og nemendum ykkar. Erlendur Magnússon Er hægt að leggjast lægra en að níðast á fötluðum börnum? Höfundur er faðir einhverfs drengs. HVAÐ er það sem rekur fólk út í illa launað, misskilið og vanmetið starf eins og kennslu? Þessari spurn- ingu þurfa ungir kennarar oft að svara í dag. Svarið hjá flestum þeirra tengist gjarnan áhuga og hugsjón. Það að vilja sinna komandi kyn- slóðum og leiða þær til æðri mennta á líka að vera vegna áhuga og hug- sjónar. Kennsla er köllun og köllunin er ekki öllum gefin. Kennslan felur í sér vandasamt verk við að glæða áhuga nemenda á námsefninu og þeim markmiðum sem kennslan mið- ast við á hverjum tíma. En kennslan snýst ekki síður um að vekja áhuga nemendanna á því að halda áfram að læra og auka þannig þekkingu sína og færni sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Mikilvægt er að fyrrnefndur áhugi kennarans og hugsjón end- urspeglist í kennslu hans og öllum samskiptum hans við nemendur sína því annars er ómögulegt að kveikja áhuga annarra á viðfangsefninu. Um daginn heyrði ég því fleygt að kennarar væru einna duglegastir allra stétta við að sækja sér endur- menntun. Ekki veit ég hvort þau orð byggðust á ábyggilegum rann- sóknum á endurmenntun en sem nemi í framhaldsdeild KHÍ verð ég vitni að því að sífellt fleiri kennarar bæta við sig þekkingu með því að fara í framhaldsnám. Ekki eru það kaup- hækkanir sem reka þá áfram því nokkrir þúsundkallar á mánuði, sem kaupið hækkar um eftir slíkt viðbót- arnám, eru lengi að borga upp þann kostnað sem felst í því að vera í námi. Því leyfi ég mér að fullyrða að meiri- hluti þessara kennara er að bæta við sig menntun vegna áhugans á starfi sínu og löngunar til að verða færari í allri vinnu sinni með nemendum. En þrátt fyrir mikilvægi áhuga og hugsjónar í kennarastarfinu lifir kennarinn ekki á slíkum hugtökum í raunveruleikanum sem bíður hans ut- an kennslustofunnar. Kennarastarfið, sem eitt sinn var baðað ljóma þekk- ingar og visku og mikil virðing var borin fyrir, var lengi vel launað. En það er liðin tíð. Ekki bara að launin hafi dregist aftur úr heldur er greini- legt að margir þeirra sem tjá sig um starfið bera ekki þá virðingu fyrir því sem eitt sinn var gert. Kennarar eru ásakaðir um að vinna ekki vinn- una sína, vilja löng frí og styttri vinnutíma til að fá enn meira frí. Kenn- arastarfið þykir í augum sumra ekki tiltökumikið starf. En hvers vegna flykkist þá ekki fólk í kennslu fyrst það er svo ljúft að sinna starfi sem hefur svo stuttan vinnu- dag að maður er varla mættur þegar maður kemst heim? Svarið er einfalt. Vinnutími kennara er eins og blekk- ing töframannsins. Foreldrar sjá að- eins störf kennara þá tíma sem stundaskráin sýnir að börn þeirra eru í skólanum. Foreldrar sjá ekki þann tíma sem fer í að undirbúa kennsluna, meta kennsluna og vinnu nemenda, sitja fundi með samkennurum, skóla- sálfræðingum og öllum þeim sem mögulega koma að skólanum. Þrátt fyrir að foreldrar viti það innst inni að það er ómögulegt að ganga inn í kennslustundir óundirbúinn þá efast greinilega margir þeirra ennþá um að kennarar séu að vinna fyrir laun- unum sínum. Kennarastarfið hefur breyst hratt síðan ég útskrifaðist sem kennari árið 1997. Það er vissulega ekki langur tími, aðeins sjö ár, en það hefur orðið stökkbreyting á þeim tíma sem fer í undirbúning, samvinnu kennara og samskipti við heimilin. Þó aðeins séu áætlaðar 40 mínútur á viku í viðtals- tíma kennara þá get ég nefnt sem dæmi að ég hef aldrei eytt minna en 5 klukkustundum á viku í samskipti við heimilin. Það er klukkutími á dag, bæði skriflega, símleiðis og með fund- um með foreldrum. Fagstjórn, eða teymisvinna, sem ég sinnti áður og fékk greitt aukalega fyrir, er nú komin inn 9,14 tíma skilgreiningu á vinnu minni og ef ég er svo heppin að fá yf- irvinnu þá er hún að- eins greidd yfir vetr- artímann en ekki allt árið eins og svo margir á hinum almenna vinnumarkaði geta samið um. Áður en ég gerðist kennari var mér sífellt hrósað fyrir góð störf og ég hækkaði reglu- lega í launum fyrir að skila góðri vinnu og mæta vel. Ef ég fór á námskeið gat ég hækkað mig í launum. Eftir að ég fór að kenna gat ég fyrst hækkað mig í launum með því að fara á námskeið en í síðustu samningum var það allt fellt út. Enn- fremur var samið um að reynsla í starfi skipti ekki lengur máli en aldur væri sá staðall sem laun skyldu mið- ast við. Launahækkun mín, sem ungs kennara, hvarf því eins og dögg fyrir sólu. Til að reyna að hækka mig í launum, þó ekki nema um einhverjar krónur, ákvað ég að sækja fram- haldsmenntun. Nú þegar ég horfi fram á launahækkun vegna þess áfanga kemur hins vegar rektor KHÍ með yfirlýsingar um að áætlanir séu uppi um að lengja nám kennara í 5 ár og breyta því þannig í mastersnám. Það er allt gott um það að segja nema hvað ég sé fram á að vera endalaust í námi ef ég vil geta verið samkeppn- isfær um stöðuhækkanir og hærri laun meðal annarra kennara. En fyrir utan að verja fyrir fólki að ég sé sannlega að vinna vinnuna mína er það eina sem yfirmaður minn get- ur gert að klappa mér á bakið fyrir vel unnin störf. Hann hefur takmark- að fjármagn úr umdeildum skóla- stjórapottum til að hækka við mig launin og af því að fjármagnið er tak- markað og hann vill gera vel við fleiri en mig þarf ég á hverju ári að setjast niður með honum og prútta um launaflokka úr skólastjórapottinum. Ég get átt það á hættu að lækka í launum milli ára þrátt fyrir að hann sé ánægður með mig af því að nú er komin röðin að einhverjum öðrum að fá aukaflokka úr skólastjórapott- inum. Hvernig haldiði að honum gangi að sannfæra mig um að þrátt fyrir að hann verði að lækka mig í launum sé hann samt mjög ánægður með mig? Ég er ekki viss um að fólk væri almennt til í að sætta sig við þessa meðferð. Ég held líka að það sé komið nóg af þessari vitleysu sem felst í launa- kjörum kennara. Ef fólk trúir því ekki að ég sé að vinna vinnuna mína væri tilvalið fyrir sveitarfélögin að senda eftirlitsmenn út í skólana til að fylgjast með mér. Ég væri líka alveg til í að taka upp stimpilklukku og fá greitt eftir henni því oftar en ekki dugar mér ekki dagvinnutíminn til að ljúka störfum mínum og ég fer heim með verkefni sem ég þarf að vinna af einskærum ógreiddum áhuga. Ég held þó að sveitarfélögin færu fyrst á hausinn ef þau samþykktu að borga mér samkvæmt stimpilklukkunni. En stimpilklukkan myndi þó færa öllum sanninn um hver raunverulegur vinnutími minn er. Kennarastarfið er þess eðlis að það verður aldrei skilgreint til hlítar. Vinnudagur kennara er óútreikn- anlegur og sveigjanleiki er nauðsyn- legur til að hægt sé að mæta öllu því sem getur komið fyrir í mannlegum samskiptum í skólakerfinu. Í hinu hraða og tæknivædda samfélagi þarf líka að gera sér grein fyrir því að það er ekki nóg að henda tækjum, tólum og kennsluaðferðum inn í skólana, heldur þarf að gefa kennurum tíma innan vinnutímans til að læra og fylgjast með nýjungum og tileinka sér þær. Eitthvað þarf að víkja úr hinni gömlu skilgreiningu á vinnu kennarans og kennsluskyldan er sá þáttur sem verður að lækka í hlutfalli við þann aukna undirbúning sem felst í síbreytilegu starfi kennarans. Ef við viljum góða menntun þarf kennarinn að geta undirbúið sig og finna að starf hans er mikilvægt. For- eldrar þurfa líka að gæta þess að við erum öll fyrirmyndir barna okkar. Með því að tala illa um heila vinnu- stétt í hita kjarabaráttu innrætum við börnunum okkar, nemendunum, ákveðin viðhorf sem eru síst til þess fengin að auka virðingu fyrir störfum kennaranna og gildi menntunar. Menntun er líka fyrirbæri sem á sér líf utan við hita kjarabaráttunnar. Oftar en ekki hreykjum við okkur af menntun á ákveðnum tímamótum en erum jafnframt á næsta augnabliki tilbúin að gera lítið úr því sem liggur að baki áfanganum. Munum eftir því að á bak við alla menntun standa þeir sem síðastir fá heiðurinn af framlagi sínu, nefnilega kennararnir. Er kom- inn tími til að þeir geti lifað á fleiru en áhuganum einum saman? Áhuginn og óarðbæra námið Guðlaug Björgvinsdóttir fjallar um kjaradeilu kennara ’Um daginn heyrði égþví fleygt að kennarar væru einna duglegastir allra stétta við að sækja sér endurmenntun. ‘ Guðlaug Björgvinsdóttir Höfundur er kennari í framhaldi á óarðbæru en áhugaverðu námi. HALLDÓR Ásgrímsson, nýr forsætisráðherra, gerði að mínu mati sín fyrstu mistök í embætti þegar hann sagði það ekki koma til greina að ríkið gripi inn í kjaradeilu grunn- skólakennara og sveitarfélaganna. Þau mistök verða fyr- irgefin þegar leiðrétt verða, enda nauðsyn- legt að skoða patt- stöðu kennarasamn- inga í víðara ljósi en því sem kemur fram í ýmsum makalausum ummælum nafna minna „Reykása“ um kennarastéttina í ljós- vakamiðlunum. Sveitarfélögin fóru vel af stað þegar þau tóku á móti grunn- skólanum og finna mátti fyrir miklum metnaði til að gera vel. Glæsilegar skóla- byggingar hafa risið, einsetningin í höfn og flest sveitarfélög hafa bætt við gæsluþætt- inum í skólastarfið. Nú einbeita menn sér að skóla- máltíðum fyrir grunnskólabörnin. Því er spurt: Hvers vegna er það ekki sjálfsagt mál að búa svo í hag- inn að til skólanna veljist örugg- lega vel menntað fólk sem vill verja starfsævinni til að gera íslenska skóla að þeim gæðaskólum sem alla dreymir um? Skyldi það vera svo að sá hluti þjóðarinnar sem getur gert eigin kjarasamninga með skattframtal- inu einu saman sé að stækka svo mikið að sveitarfélögin afli ekki þeirra tekna sem til þarf? Hafa eld- klárir endurskoðendur, fyrrver- andi grunnskólanemendur okkar, kennt of mörgum hvernig eigi að koma sér frá því að gjalda það sem þarf til að halda uppi nauðsyn- legri samfélagsþjón- ustu? Mér virðist að það þurfi að gefa upp á nýtt í samfélagi okkar. Sá hluti þjóðarinnar sem ekur um á met- sölu-lúxusjeppunum sem eignarhaldsfélagið keypti fyrir hann, skráir heimilisútgjöld á ehf-ið og greiðir „kennaraútsvar“ er líklega orðinn of stór. Sveitarfélögin afla ekki nauðsynlegra tekna. Það er ein ástæða fyrir þeim átökum sem eiga sér stað um launamál kennara. Ráðamenn þjóð- arinnar ættu nú að hvíla sig á tildri, heimi glanstímaritanna og óþörfu heimshornaflakki. Þeir þurfa að setjast niður og greina stöðu sveitarfélaganna með sann- girni að leiðarljósi. Ég tel að sá metnaður sem sveitarstjórn- armenn fóru af stað með sé enn til staðar. Ég vona að hann sé einnig á meðal æðstu ráðamanna ríkisins. Að gera kjara- samning með skattframtali Ragnar Gíslason fjallar um kjarasamninga og skattaálögur Ragnar Gíslason ’Sveitarfélöginfóru vel af stað þegar þau tóku á móti grunn- skólanum og finna mátti fyrir miklum metnaði til að gera vel. ‘ Höfundur er skólastjóri Garðaskóla í Garðabæ. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkaður- inn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fámennum, en vatns- orkuauðugum, löndum ...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari ál- bræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipu- lagstillögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallar- breytinga er þörf ...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemend- ur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.