Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 31 MINNINGAR ✝ Bragi Gunnars-son fæddist 16. júlí 1984. Hann lést 18. september síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Gunnar Árni Þorleifsson, f. 1956, og María Bragadóttir, f. 1956. Systkini Braga eru a) Unnur Lind, f. 1976, maki Halldór Har- aldsson, f. 1968, og dóttir Helena Rán, f. 2003, og b) Baldur, f. 1978, maki Þórunn Jónsdóttir, f. 1976, og börn eru Sóley Björk, f. 1997, og Sindri Freyr, f. 1999. Gunnar og María slitu samvistum árið 2000. Maki Gunnars er Theódóra Sif Pétursdóttir, f. 1967, og dóttir þeirra Ólöf Petra, f. 2001. Börn Theódóru eru a) Fannar Gunn- laugsson, f. 1984, b) Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, f. 1987, dóttir Eva Dís Andradóttir, f. 2003, og c) Berglaug Dís Jó- hannsdóttir, f. 1992. Maki Maríu er Sveinn Hallgríms- son, f. 1961, börn Sveins eru Sigurður og Fannar. Bragi útskrifaðist úr grunnskóla árið 2000, eftir það vann hann við hin ýmsu störf, fiskvinnslu, gangstéttalagnir og sem bílstjóri fyrir matvælafyrirtæki. 18 ára gamall byrj- aði hann sem aðstoð- arverslunarstjóri í Krónunni. Ári seinna tók hann við verslunar- stjórastöðu í annarri Krónuversl- un og starfaði við það fram í ágúst 2004. Jafnframt stundaði hann fjarnám við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá áramótum 2002–2003. Bragi verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæri Bragi. Góðan dreng er gott að muna. Geymum fögru minninguna hún er perla í hugans reit. Kynnin þökkum við af hjarta þau eru tengd því hreina og bjarta berst til himins bænin heit. (I.S.) Það var alltaf gaman að vera í kringum þig og ávallt stutt í brosið. Hlátur þinn gleymist aldrei því þeg- ar þú hlóst fékkstu alla til að hlæja með þér. Við þökkum fyrir tímann sem við fengum með þér og þær minningar sem sitja eftir. Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu þinnar og annarra að- standenda. Árgangurinn ’84, Öldutúnsskóla. Elsku Bragi. Aldrei hefði ég getað ímyndað mér síðast þegar ég sá þig að rúmum mánuði seinna myndi ég setjast nið- ur til að skrifa þér mína síðustu kveðju. Þú varst alltaf svo glaður og hafðir svo smitandi hlátur sem ég gleymi aldrei. Ég vona að þú hafir vitað að mér þótti vænt um þig þó að við hefðum ekki mikið samband eftir að grunn- skóla lauk. Ég er samt ánægð að ég skuli hafa fengið tækifæri til að kynnast þér aftur núna á þessu síð- asta ári. Ég hélt bara alltaf að ég myndi fá svo miklu fleiri tækifæri til að kynnast þér betur. Ég trúi því, í hjarta mínu, að nú sértu á betri stað. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Ég vil senda öllum ástvinum Braga innilegustu samúðarkveðjur. Hvíldu í friði elsku Bragi, þín verður sárt saknað. Þín vinkona Íris Ómars. Oss er svo léttgengt um æskunnar stig í ylgeislum himinsins náðar, og fyrir oss breiða brautirnar sig svo bjartar og rósum stráðar. Vér leikum oss, börnin, við lánið valt, og lútum þó dauðans veldi, því áður en varir er allt orðið kalt og ævinnar dagur að kveldi. Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slökkni og blikni blóm – er ei bjartara land fyrir stefni? þér foreldrar grátið, en grátið lágt, við gröfina dóttur og sonar, því allt, sem á líf og andardrátt, til ódáinsheimanna vonar. (Einar Benediktsson.) Blessuð sé minning þín, ungi vin- ur, og guð geymi þig ávallt. Elsku Gunni, Tedda, Mæja, syst- kin og fjölskylda, guð styrki ykkur á þeim erfiðu tímum sem þið nú gangið í gegnum. Ykkar vinir Bjarni Ómar, Ásdís, Magnús og Lára. Elsku vinur. Söknuðurinn er mikill en minning- arnar góðar og í þeim lifir þú með mér. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur og eftir aðeins stutt spjall við þig fór mig að verkja í mag- ann og kinnarnar því við hlógum svo mikið og ég varð oft að biðja þig að hætta að tala í smástund svo að ég gæti jafnað mig. Við áttum frábær ár saman og þú varst svo sannarlega vinur vina þinna. Ég hef hugsað mikið um þær dýr- legu stundir sem við áttum nú ný- lega. Ég var eitthvað langt niðri og þú komst strax til mín og hresstir mig við og gafst mér góð ráð. Við gátum alltaf talað um allt og þú varst mér traustur vinur. Ég veit að þú ert á góðum stað núna og líður vel, en ég mun alltaf sakna þín og aldrei gleyma þér. Þú verður ávallt í hjarta mínu elsku vin- ur og mun ég alltaf muna eftir hlát- ursköstunum okkar. Ég vil votta fjölskyldu og öðrum aðstandendum samúð mína og bið guð að vera með þeim. Mér þykir óendanlega vænt um þig Bragi minn, þín vinkona Selma Sól. Í dag kveðjum við Braga frænda en hann fór frá okkur langt fyrir ald- ur fram. Við sem eftir stöndum erum mjög fátæk af orðum og vil ég kveðja hann með ljóði sem sr. Bragi Skúlason orti og er birt í bókinni ,,Sorg – í ljósi lífs og dauða“. Hvers vegna gerist það að einhver sem á svo margt að lifa fyrir, og lífið framundan og er hvers manns hugljúfi, deyr svo ótímabært? Sá sem guðirnir elska deyr ungur, lesum við í minningargreinum. Er það einhver útskýring? Hvers vegna finn ég til, eftir allan þennan tíma og alla þessa sorg? Gefur sársaukinn missinum tilgang og merkingu? Sýnir hann mér hvað er gott og fagurt í lífi mínu jafnvel fullkomið? Það er gott að elska, sárt að missa, en ég get ekki lifað sem maður án þess. Elsku Bragi, ég veit að amma Lilla og afi Bragi taka vel á móti þér á þeim stað sem þú ert nú. Hvíl í friði og megi ljósið lýsa þér. Elskuleg fjölskylda, við eigum öll um sárt að binda og vil ég senda mín- ar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra, þá sérstaklega Gunna, Maju, Unnar Lindar, Baldurs og fjöl- skyldna þeirra. Kær kveðja, Kolbrún Þorleifsdóttir (Kolla frænka). Í dag kveðjum við ástkæran vin og frænda, Braga Gunnarsson. Elsku Bragi, eða heimalningurinn okkar, eins og við kölluðum þig. Hjartans þökk fyrir trausta vináttu þína við okkur og ekki síst hann Ingólf. Þið voruð ekki stórir þegar þið héldust í hendur í fyrsta sinn, aðeins nokk- urra mánaða. Það sem mér er efst í huga er fallega brosið þitt sem þú varst óspar á. Þið lékuð ykkur í bíló alla tíð og ekki svo langt síðan síðast, en bara með fullkomnari bílum en þegar þið voruð litlir. Við þökkum þér fyrir þær góðu minningar sem við eigum, og enginn getur frá okkur tekið. Með þessum orðum sem ég fékk að láni hjá pabba mínum viljum við kveðja þig. Hvílík harmafregn hjartansstrengur hvín. Dynur dauðaregn, daprast augu mín. Lokast birtubrá, og brosin hlý og skær. Er vinur fellur frá, færist myrkur nær. Hafðu hjartans þökk mér horfin stund er kær. Í minni mínu, klökk er minning hrein og skær. Þú gengur um gleðilönd, Þér glampar sólin heið og við herrans hönd þú heldur fram á leið. Elsku Gunni, Maja og fjölskyldur. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð, og vonum að Guð geti hjálpað ykkur í gegnum sorg ykkar. Guð í alheimsgeim geisla sendu þinn. Til líknar ljáðu þeim ljós í myrkrið inn, er harmar þungir þjá og þjaka hjartasár, styddu og styrktu þá, strjúktu votar brár. Drottinn ljósa og lífs ljáðu huggun þeim, er líta í kvölum kífs kaldan og dimman heim. Láttu helga hönd harma lækna sár, sefa sjúka önd, sviða þeirra tár. (P.J.Þ.) Kær kveðja, Jón, Sigrún og fjölskylda. BRAGI GUNNARSSON Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÁGÚSTA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR húsfreyja, Úthlíð, Biskupstungum, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugar- daginn 2. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Stofnaður hefur verið minningarsjóður Úthlíðarkirkju til minningar um Ágústu Margréti Ólafsdóttur. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarsjóðinn, reikningsnúmer: 5712923009-152-15-371865 í Lands- bankanum á Selfossi. Björn Sigurðsson, Ólafur Björnsson, Inga Margrét Skúladóttir, Sigríður Björnsdóttir, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Hjördís Björnsdóttir, Þorsteinn Sverrisson, Jónína Birna Björnsdóttir, Hjörtur Freyr Vigfússon og barnabörn. Okkar ástkæra, AÐALBJÖRG SIGNÝ SIGURVALDADÓTTIR, Eldjárnsstöðum, Blöndudal, lést á heimili sínu mánudaginn 27. september. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Sigurjón E. Björnsson, Sigurvaldi Sigurjónsson, Guðbjörg Þorleifsdóttir, Kristín B. Sigurjónsdóttir, Guðbergur Björnsson. Systir okkar, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR ULLSTEN tannlæknir, lést í Västerås í Svíþjóð miðvikudaginn 8. september síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Pálsdóttir og Jóhann Pálsson. Elskulegur eiginmaður minn, ALAN D. STENNING, 35 Roberts Ride, High Wycombe, Englandi, er látinn. Ingibjörg M. Blöndal Stenning. Móðir okkar og tengdamóðir, JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, Byggðavegi 99, Akureyri, er látin. Róshildur Sigtryggsdóttir, Baldvin Jóhannes Bjarnason, Margrét Sigtryggsdóttir, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, Sigríður Kristín Sigtryggsdóttir, Guðmundur Stefán Svanlaugsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, ENGILBERT ÞORVALDSSON, Heiðarvegi 57, Vestmannaeyjum, sem andaðist á Hraunbúðum sunnudaginn 26. september sl., verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 2. október kl. 10.30 fyrir hádegi. Sigurborg Engilbertsdóttir, Guðbjörg Engilbertsdóttir, Jóhann Jónsson, Elín Þorvaldsdóttir, Ágúst Jósefsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.