Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhannes Zoëgafæddist á Norð- firði 14. ágúst 1917. Hann lést á Land- spítala í Fossvogi 21. september síðastlið- inn. Foreldrar Jó- hannesar voru hjón- in Tómas Zoëga, sparisjóðsstjóri á Norðfirði, f. 1885, d. 1956, og Steinunn Símonardóttir hús- freyja, f. 1883, d. 1977. Systkini Jó- hannesar eru Unnur Zoëga, póstfulltrúi á Norðfirði, f. 1915, og Reynir Zoëga vélstjóri, f. 1920. Jóhannes kvæntist 17.11. 1945 Guðrúnu Benediktsdóttur, f. 1919, d. 1996. Börn þeirra eru: 1) Tómas Zoëga læknir, f. 1946. Kona hans er Fríða Bjarnadóttir hjúkrunar- fræðingur. Börn þeirra eru: a) Kristín stjórnmálafræðingur, f. 1969, maður hennar er Sveinn Valfells, b) Guðrún hjúkrunar- fræðingur, f. 1971, gift Almari Guðmundssyni. Þau eiga þrjú börn, Tómas Orra, f. 1996, Ölmu Diljá, f. 1999, og Fríðu Margréti, f. 2004. c) Helga stjórnmálafræð- ingur, f. 1976, gift Jóhanni Pétri Harðarsyni. Þau eiga tvö börn, Áslaugu Kristínu, f. 1999, og Hörð, f. 2003. d) Jóhannes há- München 1941–42 og starfaði síð- an að kennslu og rannsóknum í varmafræði við Tækniháskólann í München 1942–45. Eftir heim- komuna starfaði hann fyrst sem verkfræðingur hjá Hamri 1945– 51 en varð forstjóri Landssmiðj- unnar frá 1952 til 1962. Hann varð þá hitaveitustjóri í Reykjavík í 25 ár eða til ársins 1987. Í tíð Jóhann- esar í embætti hitaveitustjóra var heitt vatn leitt í öll hús á Reykja- víkursvæðinu og að hans frum- kvæði var hafin borun eftir heitu vatni á Nesjavöllum og byggt þar upp orkuver. Jóhannes hvatti til þess að reist yrði hús á hitaveitu- geymunum á Öskjuhlíð og hann stjórnaði hönnun og hafði umsjón með byggingu Perlunnar eftir að hann lét af störfum sem hitaveitu- stjóri. Jóhannes var í stjórn Verkfræð- ingafélags Íslands 1948–1950 og formaður 1976–1978. Hann sat í ýmsum nefndum og stjórnum er snertu sérsvið hans. Þá var hann í stjórn Sambands íslenskra hita- veitna 1980–87 og formaður 1980–83. Ráðgjafi um jarðhitanýt- ingu á vegum Sameinuðu þjóð- anna víða um heim, meðal annars í Tyrklandi og Kína. Jóhannes hlaut margvíslegar viðurkenning- ar fyrir störf sín heima og erlend- is. Hann var heiðursfélagi í Lagnafélagi Íslands, Jarðhita- félagi Íslands, Alexander von Humboldt-félaginu á Íslandi og Verkfræðingafélagi Íslands. Útför Jóhannesar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. skólanemi, f. 1982. Unnusta hans er Íris Sigurðardóttir. 2) Guðrún Zoëga verk- fræðingur, f. 1948. Maður hennar er Ernst Hemmingsen hagfræðingur. Börn þeirra eru: a) Jóhann- es Þorgeir bifvéla- virki, f. 1974, b) Kar- en Kristjana verkfræðingur, f. 1976 og c) Pétur Karl, f. 1990. 3) Benedikt Jóhannesson stærð- fræðingur, f. 1955. Kona hans er Vigdís Jónsdóttir forstöðumaður. Börn þeirra eru: a) Steinunn háskólanemi, f. 1978. Sambýlismaður hennar er Magn- ús Gísli Eyjólfsson, b) Jóhannes háskólanemi, f. 1980, c) Jón menntaskólanemi, f. 1988. 4) Sig- urður Jóhannesson hagfræðingur, f. 1961. Kona hans er Solveig Sig- urðardóttir læknir. Börn þeirra eru: a) Magnús, f. 1992, b) Sveinn, f. 1997, c) Oddur, f. 2003. Jóhannes varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1936. Hann hélt til Þýskalands ár- ið 1937 og lærði vélaverkfræði í Tækniháskólunum í München og Berlín og lauk prófi þaðan 1941. Jóhannes var verkfræðingur við smíði flugvélahreyfla hjá BMW í Fyrsta minningin um Jóhannes tengdapabba var hversu vel hann tók á móti okkur. Frá fyrstu stundu minnumst við hlýlegs augnatillits sem vakað hefur yfir okkur og fjölskyldum okkar alltaf síðan. Jóhannes bjó yfir mikilli lífs- reynslu – var við nám í Þýskalandi öll stríðsárin. Þar upplifði hann margt. Þegar hann fagnaði fyrri- hlutaprófinu árið 1939 í München skálmaði sjálfur Hitler inn á veit- ingahúsið og settist á næsta borð að snæðingi. Þegar sprengjunum rigndi á München slökkti hann einu sinni í logandi eldsprengju sem ella hefði kveikt í húsinu sem hann var í. Doktorsverkefnið hans var sprengt í tætlur þrisvar sinnum og í síðasta sinn rannsóknarstofan með og var þá sjálfhætt. Eftir að Jóhannes kom heim tók hann oft þátt í átökum þó að ekki væru þau jafndramatísk og á stríðs- árunum. Jóhannes var þekktur maður meðal þjóðarinnar en hann sóttist ekki eftir athygli heldur lét verkin tala. Mörg verkefni sem hann vann við voru umdeild á sínum tíma þó að síðar séu flestir sammála um ágæti þeirra. Framsýni og frumleg hugsun hans hjálpaði til við að breyta ásýnd Reykjavíkur. Reykvíkingar losnuðu undan reykn- um og reikningunum vegna olíu- kyndingarinnar og borgin varð fal- legri með Perlunni. Jóhannes var fyrirmynd og læri- faðir barnabarnanna í orðsins fyllstu merkingu. Þegar stærðfræð- in, efnafræðin, þýskan reyndust torskilin sögðu þau oft „ég fer til afa“ og komu heim léttari í lund. Hann var vinur þeirra allra, síungur og áhugasamur um allt sem þau höfðu fyrir stafni. Umhyggja var honum í blóð borin sem kom best í ljós þegar Guðrún tengdamamma veiktist og hann annaðist hana um árabil. Gestir voru varla komnir inn úr dyrunum, þegar hann var kominn með kaffi og kökur inn í stofu, léttur í lund. Hann vildi fá nýjustu fréttir af fjöl- skyldunni og hafði brennandi áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum al- mennt. Samræðurnar voru alltaf líf- legar í Laugarásnum, Jóhannes var húmoristi og hafði góða frásagnar- gáfu. Það var auðvelt að gleyma því að hann var kominn hátt á níræð- isaldur þegar hann lést. Jóhannes var jafnlyndur, ná- kvæmur, réttsýnn og samviskusam- ur. Hann var skarpgreindur en fyrst og fremst skynsamur. Hann hafði fallega rithönd og var mikið snyrtimenni. Nú hafa augu Jóhannesar tengdapabba lokast hinsta sinni en minningin um þau lifir. Fríða Bjarnadóttir og Vigdís Jónsdóttir. Ég kynntist tengdaföður mínum, Jóhannesi Zoëga, fyrir rúmum 30 árum, þegar ég kom ásamt konu minni til Íslands. Þær hlýju mót- tökur, sem Jóhannes og kona hans, Guðrún Benediktsdóttir, gáfu mér sem útlendingi og sem nýjum í fjöl- skyldunni, voru mér ómetanlegar. Enginn vafi var á að hjá Jóhannesi var fjölskyldan í fyrirrúmi. Sem tengdasonur kynntist ég Jó- hannesi vel. Hann nam verkfræði og hafði mikinn áhuga á fagi sínu allt til dauðadags. Orkumál voru sérstakt áhugamál hans og voru oft til umræðu þegar við heimsóttum hann í Laugarási. Jóhannes var sem hitaveitustjóri mjög framsýnn, og bar hann hag hitaveitunnar mjög fyrir brjósti. Þegar hann hætti í árslok 1987 var Hitaveita Reykja- víkur vel rekið og skuldlaust fyr- irtæki með tiltölulega litla yfirbygg- ingu. Hitaveitan náði þá til alls höfuðborgarsvæðisins, bygging Nesjavallavirkjunar var hafin og tekin hafði verið ákvörðun um byggingu Perlunnar. Jóhannes var frumkvöðull að báðum þessum verkum. En auðvelt var það ekki. Ég man að hann tók skilningsleysi ráðamanna oft nærri sér þegar hann þurfti að berjast fyrir gjald- skrárhækkunum á verðbólgutímum eða sannfæra þá um nauðsyn hinna ýmsu framkvæmda. Í dag brosir maður að þessu, en ekki var það skemmtilegt fyrir Jóhannes. Sem betur fer var hann fastur fyrir, svo þegar hann hætti sem hitaveitu- stjóri var Hitaveita Reykjavíkur blómlegt fyrirtæki með bolmagn bæði til þess að reisa Nesjavalla- virkjun og Perluna. En Jóhannes átti líka önnur áhugamál. Hann var mikill sjálf- stæðismaður og stjórnmál voru oft til umræðu. Hann las mikið og hafði mikinn áhuga á laxveiðum og úti- vist. Ég tel mig hafa verið mjög hepp- inn að hafa átt Jóhannes sem tengdaföður og að hafa kynnst brautryðjanda eins og honum. Við fráfall hans verður mikið tómarúm hjá mér og hans nánustu. Ernst Hemmingsen. Jóhannes Zoëga var á margan hátt einstakur maður. Hann hafði einhvern innri styrk sem erfitt er að lýsa, var sjálfum sér nógur en á sama tíma uppfullur af áhuga á okk- ur hinum. Það var svo gott að vera í kringum hann. Þegar ég varð tengdadóttir Jóhannesar fyrir um 16 árum var hann kominn á eft- irlaun en sinnti Guðrúnu konu sinni af einstakri alúð og nærgætni. Hann hafði skilað merkilegu ævi- starfi en var samt alltaf hógvær. Þótt Jóhannes hafi fæðst árið 1917, orðið stúdent árið 1936, lært og starfað í Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni og m.a. séð Hitler bregða fyrir á kaffihúsi þar fannst mér hann einhvern veginn aldrei verða gamall. Hvernig var það held- ur hægt? Hann bjó einn, keyrði bíl, vann á tölvu, sendi tölvubréf til ætt- ingja sinna í fjarlægum löndum og skiptist á MSN-skilaboðum. Jóhannes hafði nefnilega áhuga á öllu mögulegu. Hann las mikið, ekki bara léttar dægurbókmenntir, held- ur pældi hann í gegnum þykka stærðfræðidoðranta jafnt á ensku sem þýsku. Hann missti varla úr fréttatíma, hafði endalausan áhuga á jarðhita og virkjunum, þróun byggðar og stjórnmálum. Hann tók virkan þátt í brölti barnanna sinna hvort sem það var andstaða á móti miðlægum gagnagrunni, sem Tóm- as var uppfullur af, eða virkjana- andstaða Sigurðar. Jóhannes var mikill fjölskyldu- maður. Það er hurðalisti í Laug- arásnum alsettur fangamörkum og strikum upp eftir öllu. Þar voru af- komendurnir mældir reglulega. Þeir stóðu teinréttir við listann, Jó- hannes lagði bók á höfuðið á þeim og merkti við. Strákunum mínum fannst þetta spennandi. Það var hægt að sjá hvort þeir væru hærri núna en pabbi þeirra hafði verið á sínum tíma. Eitt það seinasta sem Jóhannes sá um að yrði gert nú í sumar á lóðinni í Laugarásnum var að rólurnar og sandkassinn yrðu endurnýjuð. Þar höfðu leikið sér ekki bara börnin hans, barnabörn og barnabarnabörn heldur komu þar oft við börn úr nærliggjandi húsum. Aldrei var stuggað við nein- um. Jóhannes varð mikið veikur árið sem hann varð áttræður. Þá bjugg- um við Sigurður í Bandaríkjunum. Við höfðum áhyggjur af honum og komum heim með Magnús og Svein, sem var nýfæddur. Það var gott að búa í Laugarásnum og geta átt nokkrar vikur með Jóhannesi. Hann heimsótti okkur síðar til Baltimore vorið eftir. Ég var kvíðin daginn sem hann kom, skyldi hann hafa þrek til að vera hjá okkur? Heimilið okkar var ekki beint neitt hressing- arhæli, húsakynnin þröng, Sveinn á fyrsta árinu, yfirleitt órólegur. Magnús fimm ára, rólegri en krefj- andi. Mér létti þegar við hittum Jó- hannes á flugvellinum. Hann var reffilegur, vel tilhafður og léttur í spori. Á sinn rólega og jákvæða hátt hafði hann góð áhrif á okkur. Hann lagði óróleika Sveins út á besta veg og sagði að þar væri á ferðinni drengur sem yrði atorkusamur og duglegur. Jóhannes var ákveðinn og mikill sjálfstæðismaður og lét það óspart í ljós ef honum fannst að pólitískir andstæðingar hefðu leikið af sér. Það kom fyrir að við Jóhannes vær- um ekki sammála og það var bara betra. Við fylgdumst með bæjar- málunum. Mér fannst að Vatnsmýr- in væri tilvalið land fyrir íbúða- byggð, stutt í skemmtileg útivistarsvæði og miðbæinn. Jó- hannes var algjörlega ósammála. Honum fannst að það yrði algjör flatneskja að búa þar í mýrinni. Heldur vildi hann byggja húsið sitt á hæð þaðan sem víðsýnt væri. Eldri strákarnir mínir, Magnús og Sveinn, eiga sjóð af minningum um afa sinn en við munum segja Oddi litla, sem fæddist seinasta haust, frá afa Jóhannesi. Jóhannes hafði gaman af litla stráknum, fylgdist af áhuga með því hvernig hann stækkaði og þroskaðist. Þeir hlógu saman, klöppuðu saman lóf- unum og réttu úr sér til að sýna hvað þeir væru stórir. Jóhannes hafði verið veikur nú seinustu mánuðina en hann hresst- ist alltaf inn á milli. Við áttum góða stund með honum að kvöldi 2. sept- ember síðastliðins. Sveinn varð sjö ára þann dag. Jóhannes kom í Víði- hlíðina, rabbaði við okkur, hló og sagði sögur frá því í gamla daga. Hann stoppaði óvenjulengi hjá okk- ur þetta kvöld, kyssti mig í forstof- unni og keyrði heim. Daginn eftir veiktist hann og tæpum þremur vik- um síðar kvaddi hann þennan heim sáttur og þakklátur fyrir gott líf. Við vitum ekki hvað tekur við eft- ir þetta líf en ég er viss um að Jó- hannesi líður vel núna. Hann var svo réttlátur og hógvær í lifandi lífi. Við Magnús vorum stödd í Kaup- mannahöfn þegar Jóhannes lést. Við töluðum um afa Jóhannes. Ég sagði honum að varðveita allar góðu minningarnar um afa sinn og reyna sjálfur að verða jafngóður maður og hann. Minningin um Jóhannes mun lifa með okkur. Solveig. Hurðakarmurinn á skrifstofu afa Jóhannesar er næstum því eins og reglustika. Mikil tilhlökkun var fólgin í sentimetrastríði fjölskyld- unnar. Við, eins og aðrir afkomend- ur, áttum okkar strik sem færðust ofar með hverju árinu og kepptumst við óspart um að ná hvert öðru. Afi benti okkur á hvað við vorum mikið hærri en pabbi á sama aldri og sam- gladdist okkur innilega þegar við náðum Sigga föðurbróður. Afi átti auðvelt með að setja sig í spor okkar barnabarnanna. Rólurn- ar og sandkassinn voru síðast end- urnýjuð í sumar fyrir barnabarna- börnin. Leikkistan var alltaf full af Andrésar andar blöðum og úrval lesefnis var í bókahillum. Á gaml- árskvöld og á þrettándanum tók afi fullan þátt í að skjóta upp flugeldum og skemmti sér manna best. Hann sendi okkur póstkort frá framandi löndum og kom heim færandi hendi. Á menntaskólaárum okkar hjálpaði afi hvort sem er með heimadæmi í stærðfræði eða þunga þýskustíla, án þess að opna orðabók. Frá fyrstu tíð hafði afi gáfur til að fylgja eðlislægri forvitni sinni eftir. Þegar eldri leikfélagar hans á Norð- firði settust á skólabekk var hann einn eftir úti á leikvelli. Honum leiddist það og bað skólastjórann um leyfi til að byrja líka í skóla en fékk þau svör að hann yrði að læra að lesa áður en hann gæti byrjað í skóla. „Það kann ég“, sagði afi og las fyrir skólastjórann sem þá þurfti að veita honum inngöngu. Ánægður kom hann heim og tilkynnti foreldr- um sínum að hann væri nú byrjaður í skóla. Alla ævi var afi óhræddur við að takast á við ný hlutverk og breytta tíma. Eftir að amma varð veik tók hann við öllum hússtjórnar- og heimilisverkum eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Á níræð- isaldri sótti hann kínverskunám- skeið. Hann skrifaðist á við barna- börnin í gegnum tölvupóst, spjallaði stundum á MSN, hafði heimabanka og gekk með GSM. Afi átti ekki aðeins myndavél heldur var með myrkraherbergi þar sem hann framkallaði myndirnar. Hann kvikmyndaði skemmtileg augnablik á uppvaxtarárum afkom- enda sinna. Þessi áhugmál tengdu saman fegurðarskyn og verkkunn- áttu. Amma hvíslaði að okkur að þótt hann væri verkfræðingur hefði hann mikla listræna hæfileika en sjálfur mátti hann ekki heyra á það minnst. Afi Jóhannes var alltaf léttur í skapi og spori og var fljótur að koma auga á broslegu hliðar tilver- unnar. Fátt kætti hann meira en þegar Guðrún föðursystir komst að því í fyrra að Zoëga þýddi ‘jester’ eða grínisti á rómanskri mállýsku. Afi var mannblendinn og verklag- inn. Hvort sem ferðinni var heitið til vesturstrandar Bandaríkjanna eða Innri-Mongólíu dró hann upp miða og sagði að hann ætti einmitt vin þar sem við ættum endilega að hafa samband við. Fáir kunnu betur að strauja en afi, og snyrtilegustu jól- pakkarnir voru alltaf frá honum. Tryggð afa kom vel í ljós við veik- indi ömmu. Hann sýndi henni ein- staka umhyggju. Við afkomendur nutum einnig alúðar hans alla tíð. Þrátt fyrir að heilsu hans sjálfs færi hrakandi síðustu dagana, og hann vissi hvert stefndi, dvaldi hann ekki við veikindi sín. Hins vegar spurði hann stöðugt um líðan vina og vandamanna og fylgdist af áhuga með fólki í kringum sig. Afi hafði skýrt gildismat en mess- aði aldrei yfir okkur. Með athöfnum sínum og fasi átti hann athygli okk- ar alla. Hann var og verður alltaf sterk fyrirmynd okkar. Kristín, Guðrún, Helga og Jóhannes Zoëga. Jóhannes afi okkar var mjög skemmtilegur og fróður maður. Það var alltaf gaman að heimsækja hann í Laugarási og við fengum konung- legar móttökur. Yfir kaffibolla og með því var rætt um það sem var efst á baugi þá stundina eða þá voru rifjaðir upp gamlir atburðir. Þegar við vorum lítil fórum við eldri systkinin oft í ferðalög með afa okkar og ömmu. Við fórum í sum- arbústað við Þingvallavatn, í veiði- túr eða til Norðfjarðar. Eftir að amma veiktist fórum við systkinin í veiðitúrana með afa og Reyni bróð- ur hans. Þá var oft mikið rætt og diskúterað og kepptust þeir bræður við að taka sem flestar myndir af löxunum og okkur í nestisstoppi. Ekki tókst þó alltaf jafn vel til. Einu JÓHANNES ZOËGA Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.