Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Beini © LE LOMBARD EF ÞÚ ÞEKKIR STJÖRNURNAR ÞÁ TÝNISTU ALDREI SÉRÐU ÞESSA STJÖRNU? ÞETTA ER VESTUR- STJARNAN... ÞANNIG AÐ EF BÚÐIRNAR ÞÍNAR ERU Í VESTUR, ÞÁ ELTIRÐU HANA EN EF BÚÐIRNAR ERU Í AUSTUR? ER STJARNA FYRIR ÞAÐ LÍKA? NEI, ÞÁ VÆRI ÞETTA ALLT OF AUÐVELT... GÓÐA NÓTT KALVIN GÓÐA NÓTT BÍDDU! ÆTLARÐU EKKI AÐ SEGJA, GÓÐA NÓTT VIÐ HOBBES?! GÓÐA NÓTT HOBBES ÆTLAÐI HANN EKKI AÐ LESA FYRIR OKKUR?! HÆTTU ÞESSU VÆLI VARÚR VARÚÐ VARÚÐ VARÚÐ.... AHH... LÁTBRAGÐS -HUNDUR MAÐUR VERÐUR AÐ LIFA Í NÚTÍMANUM OG NOTA VOPN VIÐ HÆFI ÉG ER MANNVINUR, ÞANNIG AÐ ÉG SKAL TAKA ÞIG ÚR SAMBANDI SVO ÞÚ FINNIR EKKI FYRIR NEINU OG HOBB! ALLIR ÚT! EINGÖNGU LETINGJAR MEGA VERA HÉRNA INNI ALGJÖR SVEFNFRIÐUR MÉR LÍÐUR BARA STRAX BETUR ÉG BÍÐ SPENNTUR EFTIR ÞVÍ AÐ SJÁ HVAÐ SIGMUNDUR FINNUR UPP NÆST HANN VERÐUR AÐ VERA SNILLINGUR TIL ÞESS AÐ NÁ MÉR HÉÐAN SJÁUM BARA TIL Á MORGUN ÞESSI ER MJÖG SÉRSTAKUR VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ SETJA MYNT Í HANN MJÖG ÁREIÐANLEGUR OG MJÖG LÍTIÐ VIÐHALD Dagbók Í dag er fimmtudagur 30. september, 274. dagur ársins 2004 Nú fá vestfirskirkarlar stinning- arlyf á 30% afslætti samkvæmt fréttum. Það var lyfsali sem bauð þessi kjör í til- efni svonefndrar ást- arviku á Bolungarvík. Ástarvikan hefur það að markmiði að fjölga íbúum í plássunum. Víkverja er spurn hvort það séu mið- aldra og eldri karlar fyrir vestan sem eigi að taka þessum af- slætti fagnandi svo þeir geti tekið þátt í ástarvikunni og stuðlað að mann- fjölgun með fullri reisn? Það eru einkum karlar á aldrinum 67 til 75 ára sem eiga við töluverðar ristrufl- anir að stríða samkvæmt rann- sóknum og eru í þörf fyrir stinning- arlyf ef út í það er farið. Eru þeir ekki annars fyrir löngu búnir að eiga sín börn? Var það meiningin að þeir færu að geta börn í ástarviku með aðstoð stinningarlyfja? Varla. Hverjir áttu eiginlega að njóta þess að fá stinningarlyf á afslætti til að taka þátt í ástarvikunni? Ungir vestfirskir karlar á barneign- araldri? Varla. Áttu stinningarlyfin kannski að vera krydd í tilveruna hjá fólki í ástarvik- unni? Ef markmiðið var að fjölga Vestfirð- ingum í ástarvikunni, mátti þá ekki bara kalla hana getn- aðarviku? x x x Víkverji trúir þvívarla hversu margir féllu á inntöku- prófunum í lögreglu- skólann á dögunum. Hátt í 40 manns af tæplega 100 féllu, flestir á einum þætti í íþróttaprófinu. Þeir gátu ekki híft sig fjórum sinnum upp á slá eins og krafist var. Aðrir voru vart syndir og féllu auðvitað á sundprófinu og nokkrir féllu á íslenskuprófi. Hafa menn ekki minnstu hugmynd um hvaða kröfur eru gerðar á inntöku- prófum í þennan skóla? Víkverji veit ekki betur en að þessi atriði séu tíunduð á heimasíðu lögreglunnar. Er enginn að leita sér upplýsinga um hvað þeir eru að fara út í? Að öðru leyti tæki það venjulegan mann í lélegu formi ekki nema einn og hálfan mánuð að þjálfa sig upp í lágmarksviðmið skólans, það þorir Víkverji að fullyrða. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Vestmannaeyjar | Hljómsveitin Icelandic Sound Company (ISC) heldur tón- leika í Höllinni í Vestmannaeyjum í kvöld og á Draugabarnum á Stokkseyri annað kvöld. Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Meðlimir ISC leika á gong og tam-tam og önnur ásláttarhljóðfæri, auk rafgítars og raf- mandólíns. Hljóði hljóðfæranna er síðan breytt, oft þannig að erfitt er að rekja þau til upprunans og myndar því leikur félaganna nokkurs konar lif- andi raftónlist með draugalegum blæ. Þeir Gunnar Kristinsson og Ríkharður H. Friðriksson æfðu af kappi þegar ljósmyndara bar að garði. Morgunblaðið/Sverrir Draugaleikir í tónlist MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við einhvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yð- ur misgjörðir yðar. (Mark. 11, 25.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.