Morgunblaðið - 22.10.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.10.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 29 DAGLEGT LÍF INGIBJÖRG Bergsveinsdóttir í Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness hóf fyrir nokkrum árum að vinna í allt að 80 ára gömlum handritum móður sinnar skáldkonunnar Guð- rúnar Jóhannsdóttur, frá Braut- arholti. „Handrit þessi höfðu flest ekki birst á prenti áður og þarna fann ég perlur sem ég vildi ekki að færu í glatkistuna. Ég vann því úr þessu handrit að lítilli ljóðabók sem ber nafnið Tilfinningar. Ég útbjó bókina sem handbók þar sem auð- velt er að finna ljóð fyrir þá sem vilja tjá tilfinningar sínar í ræðu eða riti. Ljóðin henta vel til dæmis við skírn, brúðkaup, afmæli og aðr- ar stórhátíðir í lífi fólks en ekki síð- ur á sorgarstundum. Soroptim- istaklúbburinn ákvað síðan að gefa bókina út og láta allan ágóða renna til styrktar einhverfum börnum.“ Ingibjörg segir að bókin hafi selst mjög vel og salan sé nú komin í tæp 3000 eintök en hún er aðeins til sölu hjá klúbbsystrum. Safna saman þekkingu Soroptimistaklúbburinn hóf síð- an samstarf við Greiningarstöð Ríkisins um stuðningshópa fyrir foreldra einhverfra barna. „Við vildum styrkja einhverf börn með því að hjálpa foreldrum þeirra svo þeir yrðu hæfari að hjálpa börn- unum. Við fengum sálfræðinginn Andrés Ragnarsson til að sjá um stuðnings hópana en Greining- arstöðin sér um að velja skjólstæð- inga til að taka þátt í hópstarfinu. Sálfræðingurinn skilar síðan skýrslu til Greiningarstöðvarinnar um þá vinnu sem fram fer í hópn- um. Þannig safnast saman þekking um þarfir foreldra einhverfra barna.“ Markmiðið með stuðningshópa- vinnunni er að gefa einstaklingum í svipaðri stöðu svigrúm til að tjá til- finningar sínar þar sem trúnaðar er gætt. „Um leið og unnið er með erf- iðar tilfinningar og viðbrögð er leit- ast við að fræða fólk og leiðbeina. Skoðuð eru viðbrögð stórfjölskyld- unnar við því að barn er greint ein- hverft sem og væntingar til fjöl- skyldu og vina. Einnig er farið í kreppukenningar og rætt um af- leysingar og hvíld og nauðsyn þess að foreldrar þessara barna haldi sjálfum sér í formi. Unnið er með hjónaeininguna og hætturnar fyrir sambandið. Í raun er allt ferlið skoðað frá kreppu til gleði.“ Áframhaldandi tengsl Hver hópur samanstendur af 6–8 einstaklingum, hjónum eða ein- stæðum foreldrum barna sem hafa greinst með einhverfu. „Nú er fimmta hópstarfið að fara af stað en reynslan er frábær af þeim fjórum hópum sem þegar hafa unnið sam- an. Foreldrar eru mjög ánægðir með þetta framtak og allir hóparnir hafa komið saman aftur upp á eigin spýtur að loknu námskeiði og for- eldrarnir hafa því áfram stuðning hver af öðrum. Einnig eru áform þeirra að halda tengslunum við með því að hittast í framtíðinni með og án barna sinna. Það er von okkar að fólkið í þessum hópum eigi eftir að vera virkir þátttakendur í starfi fyrir einhverfa og mynda grasrót til styrktar öðrum foreldrum.“  UMHYGGJA | Stuðningshópur fyrir foreldra einhverfra barna Gömul handrit kveikjan Reuters Árið 2003 greindust 55 börn með einhverfu og aðrar raskanir á ein- hverfurófi. Stór hluti barnanna greindust á forskólaaldri en það eru þau börn sem eru með alvarlegustu ein- kennin. Meðalgreiningaraldur er innan við 4 ár og fer lækkandi. Samkvæmt íslenskum rann- sóknum greinast 4-5 drengir fyrir hverja stúlku. khk@mbl.is Bætiefni á betra verði! Gerið verðsamanburð! lækkar kólesteról Benecol – fyrir þá sem vilja lækka kólesteról Benecol er bragðgóður, náttúrulegur mjólkur- drykkur. Hann er ætlaður þeim sem vilja lækka kólesteról, en of hátt kólesteról er einn af stærstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Benecol hefur slegið í gegn erlendis og er nú framleitt af Mjólkursamsölunni. Vísindalega staðfest virkni Benecols Fjölmargar vísindarannsóknir hafa verið gerðar á undanförnum áratugum á áhrifum plöntu- stanólesters, hins virka efnis í Benecol, á magn kólesteróls í blóði. Niðurstöður eru einróma á þá leið að neysla þess leiði til verulegrar lækkunar kólesteróls (sjá línurit). Áhrif Benecols Til að ná hámarkslækkun nægir að drekka eina 65 ml flösku á dag og má þá reikna með allt að 15% meðaltalslækkun kólesteróls þó engar aðrar ráðstafanir séu gerðar. Mælanleg áhrif koma fram á nokkrum vikum eftir að neysla hefst, en kólesteról hækkar aftur sé neyslu hætt. Benecol fæst í tveimur bragðtegundum, með appelsínu og jarðarberjum, og er selt í kippum sem innihalda sex flöskur. inniheldur plöntustanólester sem -2 0 2 4 6 8 10 12 14 200 210 220 230 240 250 tími (mán.) )l d/g m(lór etse ló k rannsóknartímiFyrir Eftir Á 12 mánaða tímabili lækkaði kólesteról um 15% í hópi fólks sem fékk stanólester Heimild: Miettinen o.fl., New England Journal of Medicine, 1995; 333:1308-12. án stanólesters með stanólester nýjung Framleitt með einkaleyfi frá KRISTILEGUR LESTUR OG RAÐGJÖF Lestur símleiðis Sr. Lenny afhjúpar allt Are you unhappy with your marriage, separeted from loved ones, problems with luck, marriage, examinations, job, immigration, evil spirit or any other problems? Leading Spiritual Medium and Psychic Healer from Trinidad who has helped thousands of people all over the world. In the past 20 years help and advise you with the combination of Psychic and Occult Art 001 352 622 4698 - 001 561 248 9974 Sr. Lenny

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.