Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 31

Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 31 LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á hús- næðislögum en megintilgangur þess er að hækka lánshlutfall almennra íbúða- lána í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Frá árinu 1989 hafa húsnæðislán hámarkast af 65% af kaupverði íbúðar eða 70% af fyrstu íbúð. Nú er gert ráð fyrir að lánshlut- fallið verði 90% að hámarki og að breytingin taki gildi 1. janúar 2005. Samhliða breytingunni er gert ráð fyrir að lán Íbúðalánasjóðs verði að jafnaði aðeins veitt gegn fyrsta veðrétti. Þannig muni lán sem þegar hvíla á fyrsta og ef til vill öðrum veðrétti skerða hámarkslán frá Íbúðalánasjóði. Einnig muni fjárhæð hámarksláns hækka úr 11,5 milljónum króna í 13 milljónir króna við gildistöku breyting- arinnar og síðan enn meira í áföngum á kjörtímabilinu. Gert er ráð fyrir því að þeg- ar breytingin verði að fullu komin til framkvæmda nemi hámarkslánsfjárhæð Íbúðalánasjóðs 90% af verði hóflegs íbúðar- húsnæðis. Afnám viðbótarlána Samhliða gildistöku nýrra lagaákvæða falla úr gildi núgildandi lagaákvæði um veitingu svokallaðra viðbót- arlána til tekju- og eigna- minni einstaklinga, með þátttöku sveitarfélaga, þar sem almennar lánsheim- ildir hækka í 90% af kaup- verði. Vextir viðbótarlána voru þar til í september 2004 hærri en vextir al- mennra lána, en í kjölfar vaxtalækkunar viðbótar- lánanna bera þau sömu vexti og almenn lán sjóðsins. Gert er ráð fyrir að öll lán verði veitt með sömu vöxtum eftir breytinguna. Miðað við vaxtastig októbermánaðar 2004 felur það í sér einnar prósentu lækkun vaxta fyrir tekju- og eignaminni kaupendur. Allt frá árinu 1989 hefur verið stefnt að því að aðstoð við tekju- og eignaminni kaupendur verði fyrst og fremst í gegn- um skattkerfið. Með þeirri almennu vaxtalækkun og hækkun lánshlutfalls sem nú verður að veruleika fyrir alla kaupendur eru rök fyrir sértækum vaxtakjörum eða lántökurétti tekju- og eignaminni einstaklinga ekki lengur fyrir hendi. Eðlilegt er að aðstoð hins opinbera fari við núverandi aðstæður í gegnum skattkerfið Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að framlög sveitarfélaga í Varasjóð hús- næðismála heyri sögunni til í núverandi mynd. Húsnæðismál verða eftir sem áður meðal verkefna sveitarfélaga, en ríkið mun taka að sér rekstur og fjár- mögnun lánakerfis húsnæðismála, jafnt almennra lána og lána til tekju- minni kaupenda. Varasjóður viðbótar- lána starfar áfram og stendur til trygg- ingar útistandandi viðbótarlánum. Sveitarfélögin munu hins vegar losna við greiðsluskyldu í sjóðinn og fá því svigrúm til að verja því fé til annarra verkefna á sviði húsnæðismála. Fyr- irhugað er að félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga semji um það hvernig aðkomu sveitarfélag- anna að breyttu húsnæðiskerfi verði háttað. Heildstætt lánakerfi Í niðurstöðum nefndar sem félagsmála- ráðherra skipaði til að fara yfir stöðu leigumarkaðarins kom fram að staða hans væri nú almennt góð. Framboð leiguhúsnæðis væri fullnægjandi og ljóst að það átak sem ríkisstjórnin stóð fyrir í uppbyggingu leiguíbúða árið 2001 hefði skilað góðum árangri. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að stuðla enn frekar að eflingu leigumarkaðarins með því að heimila Íbúðalánasjóði að bjóða tvenns konar lán til byggingar leiguíbúða. Annars vegar verði sem fyrr boðin lán með breytanlegum vöxt- um sem nú eru 4,9% en öll rök mæla með að lækki talsvert. Hins vegar verði boðið upp á lán með föstum vöxtum án uppgreiðsluheimildar. Vaxtaálag sjóðs- ins vegna slíkra lána verði með sama hætti og nú gildir um ÍLS-veðbréf, að því frátöldu að ekki verði lagt álag vegna uppgreiðsluáhættu á þessi leigu- íbúðalán. Lán til leiguíbúða eru veitt rekstrarfélögum til langs tíma. Þau rök sem eru fyrir uppgreiðsluheimild al- mennra íbúðalána eiga ekki við um slík lán. Við gildistöku ákvæða frumvarps þessa verður til heildstætt og skilvirkt húsnæðiskerfi. Með því er lokið við það umbótaferli sem hófst með setningu laga um húsnæðismál árið 1998. Tilkoma viðbótar- lánakerfisins í stað fé- lagslega íbúðakerfisins árið 1999 hefur sannað gildi sitt, aukið valfrelsi tekju- og eignaminni kaupenda og dregið úr neikvæðum fé- lagslegum afleiðingum afmarkaðra félagslegra íbúða. Óvissu vegna EES- samningsins eytt Eins og kunnugt er kom hinn 11. ágúst 2004 niðurstaða frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um lögmæti lána Íbúðalánasjóðs gagn- vart ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. Í ákvörðun ESA var fall- ist á hækkun hámarks- láns og talið að starfs- skilyrði Íbúðalánasjóðs stæðust í einu og öllu ákvæði EES- samningsins. Þá var fallist á þau rök ís- lenskra stjórnvalda að fyrirkomulag íbúðalána Íbúðalánasjóðs feli í sér almannaþjónustu sem sé heimil sam- kvæmt ákvæðum EES-samningsins. Sérstaklega er tekið fram að þetta eigi jafnt við um almenn lán Íbúðalánasjóðs og viðbótarlán til tekjuminni kaupenda, enda komist að þeirri niðurstöðu að ekki verði með öðrum hætti tryggt framboð veðlána til kaupa á íbúðar- húsnæði með sömu kjörum um allt land. Endurgjald það sem Íbúðalána- sjóður fær fyrir þjónustuna sé hóflegt og fyrirkomulagið skaði ekki hagsmuni annarra aðildarríkja. Mikilvægt er að nú hefur allri óvissu um lögmæti íbúðalánakerfisins út frá Evrópurétti verið eytt. Af þeim sökum eru nú betri forsendur til að skapa heildstæða framtíðarumgjörð um fyr- irkomulag húsnæðismála. ESA byggir niðurstöðu sína á því að starfsemi Íbúðalánasjóðs sé nauðsynleg til að tryggja landsmönnum jafnrétti í íbúða- kaupum, óháð búsetu eða efnahag. At- burðir undanfarinna vikna sýna svo ekki verður um villst að sú niðurstaða byggist á góðum rökum. Full ástæða er til að fagna því að viðskiptabankar og sparisjóðir telji sér nú loks fært að bjóða almenningi íbúðalán á sambæri- legum vöxtum og Íbúðalánasjóður ger- ir. Tíminn verður að skera úr um hversu vel þeim gengur að veita lán á þessum kjörum til lengri tíma litið. Sá greinarmunur sem sparisjóðir og við- skiptabankar gera á sumum þétt- býlissvæðum og öðrum markaðs- svæðum sýnir hins vegar án nokkurs vafa að forsendur fyrir niðurstöðu ESA voru réttar. Til framtíðar mun Íbúðalánasjóður gegna því meginhlutverki að tryggja jafnræði allra landsmanna við fjár- mögnun húsnæðiskaupa. Hin mikla markaðshlutdeild sjóðsins gegnum árin hefur eingöngu stafað af tregðu bank- anna til að bjóða sambærileg kjör. Nú hefur orðið kærkomin breyting þar á. Efnisleg rök eru þó fyrir því að sjóð- urinn verði áfram til og tryggi með þeim hætti jafnrétti í húsnæðismálum, óháð búsetu og efnahag, þótt umsvif hans kunni að minnka frá því sem verið hefur. 90% íbúðalán verða að lögum Eftir Árna Magnússon Árni Magnússon ’Gert er ráðfyrir því að þeg- ar breytingin verði að fullu komin til fram- kvæmda nemi hámarksláns- fjárhæð Íbúða- lánasjóðs 90% af verði hóflegs íbúðarhús- næðis.‘ Höfundur er félagsmálaráðherra. nnleik- frelsi, áhersla ni sína afstöðu u þjóð- til að ræðum ovo án a. Þeir íðinu í Banda- u ekki – að ýst af- erhard stu að gegn Sadd- el þótt þykktu einuðu nu að óðlegt amála. aftur í ftur“ egt að ðverja lþjóða- óðverj- freist- að nota m lið í a mót- verjar þessu tlants- mir fyr- ögðum. ndreki egt að líkist ands á ra for- a skal. mikið fyrir- óðlegt g þeim öðu út. i milli g Bret- um ná- akka.“ Vinátta Bandaríkjanna og Þýskalands var einn af hyrningar- steinum samstarfsins yfir Atlants- hafið í kalda stríðinu og Gedmin telur ekki að George W. Bush eða John Kerry, verði hann kjörinn forseti, leggist gegn því að Þjóð- verjar fái fast sæti í öryggisráðinu. Hann bendir á að Bandaríkjastjórn studdi sameiningu Þýskalands þegar stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Rússlandi og Póllandi lögðust gegn henni. „Bandaríkjamönnum líkaði allt- af vel við Þjóðverja,“ skrifar hann. „Þeir eru samt farnir að átta sig á því að það voru Vestur-Þjóðverjar sem þeir höfðu dálæti á. Vissulega snýst þetta um umbætur. En í þessu tilviki snýst þetta líka um það að Þjóðverjar eru að verða Þjóðverjar aftur.“ Engu breytt? Hugsanlegt er þó að Bandaríkja- stjórn þurfi ekki að taka afstöðu með eða á móti Þjóðverjum þar sem líklegt er að engin ríki bætist í hóp þeirra sem eiga fast sæti í ör- yggisráðinu. Embættismenn SÞ hafa rætt svo lengi um hugsanlega stækkun öryggisráðsins að þeir kalla starfs- hóp, sem fjallað hefur um málið, „starfshópinn endalausa“. „Frá því að ég hóf störf hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir 36 ár- um höfum við átt við fjárhagsvanda að glíma og fólk hefur talað um umbætur á öryggisráðinu, en ekk- ert hefur breyst,“ hafði Los Angel- es Times eftir Samir Sanbar, fyrrverandi embættismanni SÞ. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, skipaði í fyrra nefnd valin- kunnra sérfræðinga sem á að leggja fram tillögur um umbætur á skipulagi samtakanna. Aðildarlönd- um Sameinuðu þjóðanna hefur fjölgað úr 51 í 191 frá því að þær voru stofnaðar 1945 og Annan vill að öryggisráðið endurspegli heim- inn betur. Nefndin hefur kannað þrjár um- bótatillögur. Ein þeirra felur í sér að ríkjunum með fast sæti í örygg- isráðinu verði fjölgað, þannig að stór ríki frá hverju svæði í heim- inum bætist í þann hóp, hugsanlega Indland, Japan, Þýskaland, Bras- ilía og Suður-Afríka eða Nígería. Japanir telja eðlilegt að þeir fái fast sæti í öryggisráðinu þar sem þeir leggi meira fé af mörkum til Sameinuðu þjóðanna en Bretland, Frakkland, Kína og Rússland sam- anlagt. Kínverjar – og hugsanlega Suður-Kóreumenn – eru hins vegar andvígir fastri aðild Japana að ráðinu. Þá hafa Pakistanar lagst gegn því að Indverjar fái fast sæti í ráðinu og stjórnvöld í Argentínu og Mexíkó eru á móti því að Brasilía verði fulltrúi Rómönsku-Ameríku. Nefndin hefur rætt aðra tillögu þar sem gert er ráð fyrir því að fleiri ríki verði valin í öryggisráðið án þess að fá þar fast sæti. Fregnir herma að nefndin sé hlynnt þriðju tillögunni sem felur í sér að bætt verði við nýjum hópi í öryggisráðið. Í honum verði sjö eða átta ríki sem verði valin í ráðið til fjögurra eða fimm ára og að hægt verði að framlengja aðild þeirra að þeim tíma liðnum. Aðeins ríkin fimm með fast sæti í ráðinu hafi neitunarvald. Hver sem niðurstaða nefndar- innar verður þarf allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að samþykkja hana. Hugsanlegt er að ákvörðun verði tekin í málinu á næsta ári en talið er líklegra að óeiningin verði til þess að engu verði breytt. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna hlæja þegar þeir eru spurðir hvort breytingar séu í vændum eft- ir öll þessi ár, að sögn Los Angeles Times. Blaðið hefur eftir þeim að skipulag samtakanna sé þannig að þau geti ekki komið á umbótum. „Ekkert af ríkjunum með fasta aðild vill afsala sér völdum sínum,“ sagði David Malone, fyrrverandi sendiherra Kanada. „Hvers vegna ættu þau að gera það? Sameinuðu þjóðirnar snúast um pólitísk völd. Þær eru ekki lýðræðisstofnun.“ Þótt Bandaríkjamenn styðji Ítal- íu og Frakkar Þýskaland í deilunni um fast sæti í öryggisráðinu er lík- legt að það sé aðeins í orði því þeir viti að löndunum með fasta aðild verði ekki fjölgað. ast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Ítalir leggjast gegn því. Lík- eirra fimm landa sem eiga fasta aðild að ráðinu og hafa þar neitunarvald. t a  ! "#"$#%&'(("&!)*+                      !"  #    $  !%        &'         ()    !" (      #  $  *'   #  $  *  +,-.// , %  *  +012 /    3       4'     5                        ! "#$"% "& "' (  )$ +' "%,'* "#"- , %)"% "$ "$" )$ $"% "& . ,"% "& "' (  )$ /* "  "#  %& '    ! & 3       4'     5             3       4'        67-.0.          .8-/87   2,-917 2/-677 2,-927 2,-687 ’Það verður örugglegafreistandi fyrir stjórn- ina í Berlín að nota fast sæti í öryggis- ráðinu sem lið í áætlun um að mynda mótvægi við Bandaríkin.‘ úkrahúslegu og endurhæf- m þrjár milljónir króna við efndi hann að um 11 sjúkra- egudeildum Landspítala – ahúss og Fjórðungssjúkra- ureyri væru að jafnaði upp- beinþynningarbrota. Þá eru rúm á endurhæfingar- og dum. Mætti ætla að kostn- 0 hefði verið um 230 millj- essa tölu megi að minnsta kosti þrefalda vegna umönnunar- og end- urhæfingarkostnaðar sem komi síðar og alls sé því kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna beinþynningarbrota kringum einn milljarður. Björn segir konur í meirihluta þeirra sem brotna af völdum beinþynningar en á síðari árum hafi komið fram vísbendingar um að beinþynning sé ekki síður fylgi- fiskur öldrunar hjá körlum. Þeir fari einnig hlutfallslega verr út úr slíkum brotum og segir Björn það einkum vegna þess að þeim gangi verr í endurhæfingu og bati þeirra sé því hægari. Þá bendir Björn á að þeir sem mjaðmabrotna vegna beinþynningar þurfi oft á tíðum mikla heilbrigðisþjónustu í kjölfar brotsins, þeir sem hafi verið heima fari kannski á hjúkr- unardeild og þeir sem hafi verið á hjúkr- unardeild fari á legudeild og það sé oft til frambúðar. Hægt að greina beinþynningu Í máli Aðalsteins Guðmundssonar kom fram að þættir sem auka líkur á brotum af völdum beinþynningar hjá körlum væru lág beinþéttni, fjölskyldusaga um slík brot, byltur, lítið magn karlhormóna, ónóg kalk- eða D-vítamínneysla, óhófleg áfengisdrykkja, reykingar og hreyfing- arleysi. Hægt er að greina beinþynningu með því að mæla beinþéttni og er það gert í sérhönnuðu röntgentæki. Sagði Að- alsteinn beinþynningu svipaða öðrum svonefndum þöglum sjúkdómum, eins og háum blóðþrýstingi eða of háu kólester- óli, þ.e. hún væri á sama hátt mælanleg en afleiðingar sjúkdómanna kæmu ekki fram fyrr en við beinbrot, hjartaáfall eða slag. BJÖRN Guðbjörnsson, formaður Bein- verndar, segir mikið forvarnastarf unnið á vegum Beinverndar. Félagið hefur haldið fræðslufundi, gefnir eru út fræðslubæklingar og fréttabréf, bent er á áhættuþætti, hvað gera megi til að draga úr hættu á brotum vegna bein- þynningar og staðið fyrir beinþéttnimæl- ingum. Þá hefur félagið sett upp áhættu- próf, bæði fyrir konur og karla, á vefsíðu sinni. Helstu forvarnirnar gegn bein- þynningu eru að gæta að kalk- og D- vítamínneyslu og stunda hreyfingu. Á fundinum brýndi hann þingmenn til að styðja félagið og stakk uppá að Bein- vernd fengi árlegt framlag á fjárlögum sem svaraði kostnaði við meðferð og endurhæfingu mjaðmarbrots sem væri um þrjár milljónir króna. Margs konar forvarnir andamál meðal karla en kvenna með endurhæfingu Morgunblaðið/Árni Torfason ni af Alþjóðlega beinvernd- ðfinsson og Guðjón A. Krist- björnsson og Ellert Schram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.