Morgunblaðið - 26.10.2004, Page 4

Morgunblaðið - 26.10.2004, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra segir að árásin á íslenska friðargæsluliða í miðborg Kabúl um helgina breyti engu um þátttöku Ís- lendinga í friðargæslustörfum í Afg- anistan. „Nei, hún breytir engu um þátttöku okkar í Afganistan,“ segir ráðherra aðspurður. „Hins vegar munum við fara yfir öryggisatriði þessa máls og endurskoða málin út frá því. Það var búið að fara mjög ná- kvæmlega yfir öll þessi öryggisatriði og það er mikil ástæða til að fara yfir þau aftur í ljósi þessa.“ Halldór segir sömuleiðis að mik- ilvægi þess að lágmarka ferðir frið- argæsluliða utan flugvallarsvæðisins í Kabúl hafi alltaf legið fyrir. Það verði á hinn bóginn farið yfir þær reglur á nýjan leik. Halldór segir að það hafi aldrei verið gefið í skyn að menn væru ekki í hættu í Afganistan. „Það hefur aldrei verið gefið í skyn að menn séu ekki í neinni hættu. Það er þess vegna sem menn bera vopn. Það er þess vegna sem menn eru með hjálma og í skotheldum vestum.“ Breytir engu um þátt- töku Íslendinga í Kabúl HEIMILISFÓLKIÐ á Ytra- Álandi í Þistilfirði er alvant gesta- komum af ýmsu tagi enda er þar rekin myndarleg ferðaþjónusta. Á sunnudagskvöldið í norðangarra og slyddu birtist þar þó afar óvenjulegur gestur öllum að óvör- um en það var lítil leðurblaka. Heimilisfólkið hafði brugðið sér í messu og er heim kom leið ekki á löngu þar til óboðna gestsins varð vart. Það voru unglingar á heimilinu sem fyrst urðu varir við leðurblök- una þar sem þeir sátu við tölvuna að hlusta á tónlist og sáu eitthvað hreyfast við lyklaborðið. Fljótlega báru þau kennsl á gestinn en ann- að ungmennið er þýsk stúlka sem kannaðist vel við leðurblökur frá heimalandi sínu. Hún sagði óhugs- andi að leðurblakan hefði komið í sínum farangri því tveir mánuðir eru síðan hún kom frá Þýskalandi og þykir heimilisfólkinu líklegra að hún hafi komið til landsins með millilandaskipi og flogið inn um opinn glugga. Leðurblakan var fljótlega föng- uð og sett í gatasigti en hún flaug óðar af stað ef lokið var tekið af sigtinu og var mjög spræk. Væng- haf hennar er mikið miðað við lít- inn búkinn og þótti flestu heim- ilisfólkinu hún ekki árennileg þar sem hún þaut um loftið inni í sól- stofunni með miklum vængja- slætti – og forðuðu sumir sér und- ir borð. Hún settist gjarnan á grófan hraunaðan vegg upp við loftið milli flugferðanna. Kalt hefur verið í veðri und- anfarið, slydda og snjókoma, svo furða þykir að leðurblaka hafi flækst á þessar slóðir og að því virðist við góða heilsu. Börnin á bænum gáfu henni flugu að éta og drakk leðurblakan einnig vatn úr lítilli krús. Bjarnveig Skaftfeld húsfrú á Ytra-Álandi segir leðurblökuna vissulega vera óvenjulegasta gest- inn sem komið hefur á heimilið – og sannarlega ekki þann geðsleg- asta. Krökkunum fannst hins veg- ar spennandi að vera á „Blöku- landi“ rifjuðu upp blóðsugusögur þar sem leðurblökur voru í aðal- hlutverkinu. Fréttir af heimsókninni bárust um sveitina og komu nágrannar að skoða skepnuna. „Það vakti hressileg viðbrögð þegar hún flaug af stað,“ segir Fanney Ás- geirsdóttir, sem var stödd á bæn- um þegar leðurblakan kom í heim- sókn. „Hún hefur sennilega fengið áfall þegar fólk fór að hrópa og tala í kringum hana. Mér skilst að þær heyri mjög vel og miðað við ópin sem rekin voru upp þegar hún flaug af stað er hún sennilega heyrnarlaus núna.“ Leðurblakan var í gær send suður í fylgd Jóhannesar Sigfús- sonar, oddvitans í Svalbarðs- hreppi, sem átti leið í bæinn að sögn Bjarnveigar. Þar var hún rannsökuð hjá Náttúrufræðistofn- un Íslands. Leðurblaka í heimsókn Þórshöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Líney Leðurblaka birtist á ferðaþjónustubænum Ytra-Álandi í Þistilfirði á sunnudagskvöldið, vel spræk og flaug um allt. ÆVAR Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, telur líklegt að leðurblakan hafi borist hingað til lands með vindum. Hann segir einnig dæmi um að þær komi með skipum. Um 25 sinnum hafi leðurblökur komið hingað til lands svo vitað sé. Ævar segir leðurblökuna sem fannst á sunnudag líklega frá Evrópu. „Sumar leðurblökur eru hálfgerðir farfuglar og fljúga suður á bóginn á haustin. Það hafa komið leðurblökur hingað frá Norður-Ameríku.“ Hann segir margar leðurblökur hafa talsvert flugþol. Lendi þær á flugi yfir land í óhagstæðum vind- um geti þær villst af leið og borist t.d. hingað til lands. Ævar segir að leðurblökunni Geta borið hundaæði verði lógað, enda geti hún ómögu- lega lifað hér af. Hann segir erfitt að segja til um hvers konar leð- urblöku sé um að ræða, enda skipti tegundirnar þúsundum. „Þetta eru skordýraætur, sem veiða skordýr á flugi. Þegar kom- ið er á þennan tíma þá er ekkert eftir af skordýrum.“ En er leðurblakan hættuleg? „Ekki í raun og veru,“ segir Ævar. „Þær hafa nú þessa vamp- íruímynd á sér en það eru ekki nema örfáar tegundir sem lifa á blóði og þær er helst að finna í Suður-Ameríku.“ Ævar segir að leðurblökur geti borið hundaæði. Því hafa verið gerð próf á leðurblökum sem komið hafa hingað til lands. En þær hafa ekki reynst smitberar. DVALARHEIMILI aldraðra, Hornbrekka á Ólafsfirði, er á snjó- flóðahættusvæði C, sem er áhættu- mesti flokkurinn, samkvæmt nýju snjóflóðahættumati sem unnið hefur verið fyrir Ólafsfjörð og kynnt var á almennum borgarafundi þar í gær- kvöldi. Stefanía Traustadóttir, bæj- arstjóri á Ólafsfirði, segir að hægt verði að bregðast við þessari niður- stöðu með viðeigandi ráðstöfunum og eru þar meðal annars leiðargarð- ar til athugunar. Snjóflóðahætta er flokkuð í þrjá flokka, A, B og C og er Hornbrekka eina íbúðarhúsið á Ólafsfirði sem er í C-flokknum. Að öðru leyti er snjó- flóðahættumatið eins og meðfylgj- andi kort sýnir. Samkvæmt nýting- arreglum fyrir flokkana má ekki byggja neinar nýbyggingar á svæði C nema frístundahús og húsnæði þar sem viðvera er lítil. Á svæði B má byggja atvinnuhúsnæði án styrk- inga. Þá má byggja þar íbúðarhús og hús þar sem búist er við miklum mannsöfnuði með sérstökum styrk- ingum. Í flokki A má byggja en þar þarf að styrkja hús með fleiri en fjór- um íbúðum og hús þar sem búast má við miklum mannsöfnuði. Stefanía Traustadóttir, bæjar- stjóri á Ólafsfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið að dvalarheimili aldr- aðra á Ólafsfirði, Hornbrekka, væri inni á hættusvæði C, en heilsugæsl- an í bænum væri í því sama húsi. Það þýddi ekki að þetta væri hættulegt svæði í sjálfu sér, heldur að þar væri hættan mest í bænum. „Það þýðir að samkvæmt lögum þurfa bæjaryfirvöld innan hálfs árs að vera búin að ákveða hvernig þau ætla að bregðast við. Næstu skref hjá okkur verða að skoða hvernig önnur sveitarfélög, sem hafa þurft að bregðast við svona mati, hafa leyst sinn vanda. Það er ekkert í kortun- um annað en að hér verði hægt að setja niður þær varnir að bæði Horn- brekka og allur Ólafsfjörður verði mjög svo öruggt svæði og algjörlega óhætt að búa hér,“ sagði Stefanía. Leiðargarðar í umræðunni Hún sagði að snjóflóðahættumatið fyrir Ólafsfjörð væri hátíð miðað við niðurstöðuna varðandi ýmis önnur sveitarfélög. Hins vegar væri þessi eina bygging inni á svona svæði, en byggingin stæði svolítið fyrir utan og ofan bæinn. Sveitarfélög hefðu brugðist við þessum vanda með ýms- um hætti og þau myndu skoða reynslu þeirra til að fá ráð um hvern- ig best væri að leysa vandann. „Ég hef upplýst að það hefur verið talað um leiðargarða svokallaða eða jarðvegsmanir, og þetta ástand hér er þó ekki alvarlegra en það að sjálf- sagt mun einn garður duga,“ sagði Stefanía ennfremur. Nýtt snjóflóðahættumat hefur verið gert fyrir Ólafsfjörð                                              Dvalarheimili aldraðra á snjó- flóðahættusvæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.