Morgunblaðið - 26.10.2004, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
26
21
5
10
/2
00
4
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar og eldsneytisgjald
Verð frá 36.900
Netsmellur til USA
Bandaríkjaferðir á frábæru verði
Bókaðu á www.icelandair.is
„ÞAÐ ganga væntanlega allir með
opinn huga til fundarins,“ segir Ás-
mundur Stefánsson ríkissáttasemj-
ara, sem boðað hefur fulltrúa deil-
enda í kjaradeilu kennara og
sveitarfélaga á sinn fund kl. 15 og
17 í dag. „Ég er ekki með neina ein-
falda lausn í farteskinu. Ég held það
verði allir að skoða sinn hug og sjá
hvað þeir geti haft fram að færa.“
Fundirnir í dag eru haldnir að
ósk Halldórs Ásgrímssonar for-
sætisráðherra, sem hitti fulltrúa
kennara, skólastjórnenda og sveit-
arfélaga í stjórnarráðinu fyrir há-
degi í gær. Þar voru einnig Þor-
gerður K. Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra og Geir H. Haarde
fjármálaráðherra. Eftir fundina var
Ásmundur Stefánsson boðaður í
stjórnarráðið með skömmum fyrir-
vara.
Sáttasemjari sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöld að hann
teldi eðlilegt að halda fund með deil-
endum dag í ljósi þess að þeir hefðu
fundað með ráðherrum í gær. Það
yrði hins vegar að koma í ljós hvort
það leiddi til nýrrar niðurstöðu í
deilunni.
Halldór Ásgrímsson sagði eftir
fundina með aðilum deilunnar í gær,
þar sem farið var yfir stöðuna, að
ljóst væri að deilan væri í mjög erf-
iðum hnút. Það yrði að leysa hana.
„Það er ekki frambærilegt að halda
ekki fund í deilunni fyrr en eftir
tæpan hálfan mánuð. Það hafa allir
orðið sammála um það.“
Halldór sagði ennfremur að það
lægi ljóst fyrir að sveitarfélögin
bæru hina fjárhagslegu ábyrgð á
málinu „og þau telja sig hafa gengið
mjög langt til móts við kennarana,“
sagði hann. Það hlyti þó að vera
hægt að finna lausn á deilunni.
Hann sagði jafnframt að niðurstaða
fundanna í gær hlyti að vekja bjart-
sýni á nýjan leik.
Dæmd til að falla
í atkvæðagreiðslu
Samninganefnd kennara hitti sitt
bakland kl. eitt í gær. Lauk þeim
fundi á sjötta tímanum. Eiríkur
Jónsson, formaður Kennarasam-
bands Íslands, sagði að þar hefði
m.a. verið rætt um tillögu ríkisátta-
semjara, sem lögð var fram fyrir
helgi. Niðurstaða fundarins hefði
verið sú að samninganefnd kennara
hefði gert rétt með því að hafna til-
lögunni. „Það er algjörlega ljóst að
kennarar eru ekki tilbúnir til að
semja á þessum nótum. Þau skila-
boð sem við fengum frá þessum
stóra hópi, sem við hittum í dag [í
gær], eru þau að þessi hugmynd
hefði verið dæmd til að falla í at-
kvæðagreiðslu.“ Samninganefnd
kennara ætlar að hittast kl. tíu í
dag, til að búa sig undir fundina hjá
ríkissáttasemjara síðdegis.
Á fyrri fundinn með sáttasemjara
í dag hafa verið boðaðir tveir
fulltrúar kennara og tveir fulltrúar
sveitarfélaga. Á seinni fundinn hafa
verið boðaðar samninganefndir
kennara, skólastjórnenda og sveit-
arfélaga.
Ásmundur Stefánsson boðar til nýs sáttafundar í kjaradeilu kennara í dag
„Ég er ekki með neina ein-
falda lausn í farteskinu“
ELÍN Thorarensen, framkvæmda-
stjóri Heimilis og skóla, segir að þol-
inmæði foreldra og barna vegna
verkfalls grunnskólakennara sé
brostin. Hún ásamt formanni stjórn-
ar Heimilis og skóla, Maríu Kristínu
Gylfadóttur, ræddu stöðu mála við
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra á um hálftíma löngum fundi í
stjórnarráðinu síðdegis í gær. „Við
lýstum þar yfir áhyggjum af stöðu
mála,“ upplýsir Elín. „Verkfallið er
farið að bitna mikið á börnunum og
það þarf að leysa.“
Hún segir að þær hafi á fundinum
einnig þakkað Halldóri fyrir að kalla
deilendur á sinn fund, fyrr um dag-
inn, og beita sér á þann hátt í kjara-
deilunni. „Við vonumst til þess að
hann haldi áfram að þrýsta á þá,
þannig að þeir haldi sér við efnið.“
Kveðst hún vonast til þess að það
muni draga til tíðinda í deilunni í
þessari viku.
Spyrja hvort þau
geti hætt námi
Elín segir að foreldrar barna í 10.
bekk hafi miklar áhyggjur af sam-
ræmdu prófunum í vor. „Við erum
mikið spurð hvernig fari með sam-
ræmdu prófin,“ segir hún. „Þó mörg-
um finnist langt til samræmdu próf-
anna þá er ljóst að allur veturinn
hefur venjulega verið notaður til
undirbúnings undir prófin.“
Elín segir marga tíunda bekkinga
vera við það að gefast upp á verkfall-
inu og að samtökin Heimili og skóli
hafi jafnvel fengið fyrirspurnir um
það hvort þau geti hætt námi. Það
geti þau þó ekki vegna skólaskyld-
unnar.
Elín segir að Heimili og skóli séu
að skipuleggja mótmælafund á
morgun, miðvikudag, kl. 16 á Aust-
urvelli.
Forsvarsmenn
Heimilis og skóla
Þolin-
mæði
brostin
Ræddu við
forsætisráðherra
um verkfallið
GUNNAR Rafn Sigurbjörnsson,
formaður Launanefndar sveitarfé-
laga, segir að það komi ekki til
greina að fara með kjaradeilu
kennara og sveitarfélaga í gerð-
ardóm. „Við teljum það slæmt allra
hluta vegna – fyrir sveitarfélögin
og fyrir viðsemjendur okkar – að
sett verði lög á þessa deilu,“ sagði
hann aðspurður eftir fund með for-
sætisráðherra, menntamálaráð-
herra og fjármálaráðherra í stjórn-
arráðinu í gær.
Gunnar Rafn sagði auk þess að
það yrði erfitt að semja um það sem
þyrfti að leggja til grundvallar
gerðardómi. „Ef við kæmumst svo
langt,“ sagði hann, „þá værum við
sennilega búin að semja.“
Gátum fallist á tillögu
sáttasemjara
Er hann var inntur eftir því hvort
staðan í kjaradeilunni væri stál í
stál, sagði hann svo vera. „Ég held
ég verði að svara því játandi,“ sagði
hann. „Það hefur lengi verið stál í
stál. En ég ítreka að sú hugmynd
sem sáttasemjari kynnti [fyrir
helgi] var þess eðlis að við gátum
fallist á hana. Hún gekk að vísu
mjög langt; hún var erfið fyrir
sveitarfélögin, hún var erfið fyrir
okkur, en við ákváðum samt, vegna
þess hve ástandið er alvarlegt í
þjóðfélaginu, að fallast á þá til-
lögu.“ Sagði hann að vonbrigðin
hefðu verið geysilega mikil þegar
samninganefnd kennara hafnaði
tillögunni. Tillagan fól í sér 26%
kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin
á samningstímanum.
Gunnar Rafn sagðist þó telja að
hægt yrði að finna lausn á deilunni.
„Við munum að sjálfsögðu setjast
niður og ræða við okkar viðsemj-
endur,“ sagði hann. „Við höfum í
sjálfu sér ekki gefist upp. Við telj-
um að það sé hægt að finna leiðir til
að leysa þessa alvarlegu deilu.“
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaga
Gerðardómur kemur ekki til greina
Morgunblaðið/Golli
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna,
ræddi við blaðamenn eftir fundinn með forsætisráðherra. Til vinstri við
hann er Birgir Björn Sigurjónsson og til hægri er Karl Björnsson.
NEYÐARKALL barst frá netabátn-
um Ósk KE-5 kl. 19.25 í gærköldi en
eldur hafði komið upp í stýrishúsi.
Kallið barst í gegnum gervitungl og
var báturinn þá staddur um 12 sjó-
mílur vestur af Garðskaga. Land-
helgisgæslan gat staðsett neyðar-
kallið og hafði samband við öll skip á
svæðinu. Skipstjóri Óskar KE tjáði
gæslunni að lítil hætta væri á ferðum
og var ekki óskað eftir frekari aðstoð
Gæslunnar. Ósk KE er 14 metra
langur, 25 tonna plastbátur sem sjó-
settur var í febrúar sl. Þrír menn
voru um borð og sakaði þá ekki.
Happadís, sem einnig var á veið-
um á svæðinu, tók Ósk í tog en ekki
vildi betur til en svo að Happadís bil-
aði og varð að senda annan bát, Kefl-
víking, eftir henni. Björgunarsveitin
Suðurnes var einnig kölluð á vett-
vang og sótti hún Ósk og dró hana
síðasta spölinn til hafnar í Keflavík.
Þangað voru bátarnir komnir um kl.
22 í gærkvöldi.
Töluvert tjón
Í gær var ekki vitað út frá hverju
eldurinn kviknaði en tæki í stýris-
húsinu bráðnuðu og eyðilögðust í
eldinum. „Skipverjarnir brugðust
hárrétt við,“ sagði Einar Þ. Magn-
ússon sem gerir Ósk KE út, í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi um
viðbrögð áhafnarinnar. „Þeir opnuðu
ekki dyrnar að stýrishúsinu, heldur
höfðu þær lokaðar alla leiðina í land.
Þá komst ekki súrefni inn og kafnaði
eldurinn á leiðinni til hafnar.“
Við eldinn drapst á vélunum en
bátsverjarnir komu þeim að sögn
Einars aftur í gang. Það kom hins
vegar að litlu gagni þar sem ekki var
hægt að stýra bátnum. Einar telur
að tæki og vélar í stýrishúsinu séu
ónýt og tjónið því umtalsvert. „En
það er fyrir öllu að allir sluppu.“ En
hann sagði svekkjandi að lenda í
þessu tjóni.
Það var Bátasmiðjan Seigla ehf.
sem sjósetti Ósk KE í febrúar sl. en
báturinn var smíðaður fyrir útgerð-
arfélagið Ósk ehf. í Keflavík. Um er
að ræða stærsta hraðfiskibát sem
smíðaður og sjósettur hefur verið á
Íslandi.
Eldur í netabát í gær
vestur af Garðskaga
Víkurfréttir/Jóhannes
Slökkviliðsmenn fullvissuðu sig um að eldurinn hefði verið slökktur.
Þrír um borð en
engan sakaði