Morgunblaðið - 26.10.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.10.2004, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÓGREIDDIR REIKNINGAR Á ÖÐRUM KANTINUM OG HAUGAR ÚTISTANDANDI HINUM MEGIN? Það er sama sagan hjá mörgum fyrirtækjum. Á sama tíma og umtals- verðar fjárhæðir eru útistandandi er verulegur fjármagnskostnaður að safnast upp annars staðar. Midt Factoring brúar þetta bil. 80% reikninga greidd strax Í hvert sinn sem þú sendir frá þér reikning greiðum við þér stóran hluta upphæðarinnar um leið og vara er afhent. Að jafnaði er það hlutfall 80%. Afgangurinn er síðan borgaður þegar reikningur hefur verið greiddur að fullu til Midt Factoring. Hafðu samband og kynntu þér þjónustuna nánar. Við látum peningana þína vinna fyrir þig. Midt Factoring á Íslandi hf. var stofna› ári› 2000 og er dótturfyrirtæki Midt Factoring A/S sem er eitt stærsta og virtasta fyrirtæki í Danmörku á sínu svi›i. Sigtún 42 - 553 6300 - www.mfi.is. Er ekki kominn tími til að peningarnir þínir vinni fyrir þig? J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • 14 14 Á AÐALFUNDI Félags dagabáta- eigenda, sem fram fór á laugardag, var ákveðið á breyta nafni félagsins í Félag kvótabátaeigenda. Félagið berst fyrir úrsögn félagsmanna úr Landssambandi smábátaeigenda og hefur höfðað mál á hendur samband- inu. Í ályktunum aðalfundarins kemur fram að félagið sé knúið til að breyta nafni sínu. „Á öndverðu vorþingi s.l., í hita leiks fjölmiðlafrumvarps, er knú- inn á okkur kvótasetning á óþingræð- islegan og ólýðræðislegan hátt, aðför sem skerti afla okkar um 20-40%,“ segir í ályktuninni. Þá er í ályktuninni vísað til laga um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins og umsagnar Umboðsmanns Alþingis frá 12. apríl 2001 þar sem fram kom að greiðslumiðlunarlögin væru brot á stjórnarskrá. Lýsir Félag kvótabáta- eigenda furðu sinni og undrun á að forsætisráðherra, sjávarútvegsráð- herra, sem og allir þingflokksfor- menn, skuli ekki aðhafast eitthvað í málinu. „Félagið berst fyrir mannréttind- um og félagafrelsi,“ segir Hermann B. Haraldsson, formaður Félags kvótabátaeigenda. „Það er ennþá kraftur í okkar félagsskap þó að daga- kerfið hafi verið lagt niður. Væntan- lega mun félagið ekki lengur berjast fyrir hagsmunum sóknardagabáta, nú þegar dagakerfið hefur verið lagt niður. En félagið mun áfram berjast fyrir öðru baráttumáli sínu, úrsögn félagsmanna úr Landssambandi smá- bátaeigenda. Við viljum ekki vera inn- an vébanda LS en engu að síður þurf- um við að greiða félagsgjöld sjálf- krafa í gegnum greiðslumiðlunarsjóð. Við höfum höfðað mál á hendur LS til að fá þessu breytt og að þessar greiðslur renni í okkar félag. Málið verður væntanlega dómtekið fljót- lega.“ Hermann segir tæplega 50 trillukarla eiga aðild að Félagi kvóta- bátaeigenda og á von á að það fjölgi í félagsskapnum. Félag dagabátaeigenda verður Félag kvótabátaeigenda Höfða mál á hendur LS NÝSTOFNAÐ fyrirtæki, sem fengið hefur nafnið Icefresh GmbH hóf vinnslu á ferskum karfaflökum í Cuxhaven síðastlið- inn föstudag. Fyrsti aflinn í vinnslunni var karfi úr Barða NK sem Síldarvinnslan hf. gerir út og fyrsti viðskiptavinurinn var Bohl- sen, sem er uppáhalds veitinga- staður Samherjamanna í Cux- haven. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja en þar segir ennfremur: „Stofnun ferskfiskvinnslunnar er liður í útrásarstefnu Samherja og verður áherslan fyrst um sinn á karfa, sem er mjög vinsæll í Þýskalandi en stefnt er að því að framleiða og selja fleiri ferskar tegundir í framtíðinni, t.d. ufsa og steinbít. Ferskur ísaður fiskur af íslenskum skipum er fluttur sjó- leiðina til Cuxhaven þar sem hann er flakaður og flökunum raðað á ís í frauðplastkassa. Þannig fer hann til viðskipta- vinanna sem eru fyrst og fremst veitingastaðir í Þýskalandi og öðrum nálægum Evrópulöndum. Framkvæmdastjóri og sölumaður Icefresh GmbH er Sigmundur Andrésson og aðrir Íslendingar sem starfa hjá félaginu eru Ólafur Sigurðsson verkstjóri og Þorbjörg Ingvadóttir sem annast upplýs- ingakerfið. Samherji vinnur fersk- an fisk í Cuxhaven ÚR VERINU ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI HANNES Smárason, stjórnarfor- maður Flugleiða, hefur óskað eftir fundi sem fyrst með Stelios Haji- Ioannou, stofnanda og aðaleiganda brezka flugfélagsins EasyJet, en Flugleiðir keyptu fyrir helgi 8,4% í félaginu. Í Financial Times kemur fram að Haji-Ioannou sé á ferðalög- um næstu daga og dagsetning hafi ekki verið ákveðin. Hannes Smára- son sagði í samtali við Morgunblaðið að fundurinn væri fyrst og fremst liður í að „kynnast þessu félagi og fólkinu í kringum það.“ Haji-Ioannou var stjórnarformað- ur EasyJet þar til í nóvember 2002 og á samkvæmt samningi rétt á að endurheimta formennskuna þegar honum sýnist. Hann á 17% hlut í fé- laginu og systkini hans tvö 12% hvort. Samanlagt á fjölskyldan því 41%. Flugfélagið á ekki sjálft vöru- merki sín, útlit eða vefslóðir, heldur leigir þau af EasyGroup sem Haji- Ioannou stýrir. Haft er eftir stofn- anda félagsins að eignarhlutur hans í EasyJet sé honum mikilvægur og hann hyggist ekki sem stendur selja hann „á núverandi [verð]bili“. Hannes vill fund Stelios.com Stofnandinn Stelios Haji-Ioannou stofnaði EasyJet og á ásamt systk- inum sínum 41% í félaginu. HAGAR hf., sem m.a. eiga versl- anirnar Hagkaup, Bónus og 10–11, hafa eignast allt hlutafé í olíufyr- irtækinu Skeljungi hf. með kaupum á eignarhaldsfélaginu Sólvindum. Kaupverðið er að mestu leyti greitt með hlutabréfum í Högum en eig- endur Sólvinda, Fengur og tengd félög, voru fyrir kaupin stórir hlut- hafar í Högum. Eftir kaupin á Sól- vindum eiga Baugur Group, Feng- ur með tengdum fyrirtækjum, og Stoðir hvert um sig 24–29% hlut í Högum og mynda þar kjölfestu. Skeljungur hf. er með starfsemi á um 100 stöðum á landinu og starfs- menn eru 270 talsins. Velta félags- ins árið 2002 nam rúmum 15 millj- örðum króna. Félagið var skráð úr Kauphöll Íslands í ágúst 2003. Mögulega fleiri bensínstöðvar við matvörubúðir Í tilkynningu frá Högum segir að Hagar sjái með kaupunum ákveðin tækifæri á íslenskum neytenda- vörumarkaði til að koma betur til móts við íslenska neytendur. Jón Björnsson forstjóri Haga segir að til að byrja með verði eng- ar breytingar á rekstri Skeljungs en tækifærin sem kaupin skapi verði skoðuð í framhaldinu. „20% okkar verslana eru með bensínstöð frá Skeljungi eða Orkunni á lóð sinni og það er mögulegt að það hlutfall aukist í framhaldi af þess- um kaupum. Ef horft er til Skand- inavíu, Englands, Hollands, Banda- ríkjanna eða Kanada til dæmis þá hefur þetta mjög mikið verið að gerast, þ.e. að matvöruverslanir séu að setja bensínstöðvar upp á lóðum sínum til að koma betur til móts við viðskiptavini,“ segir Jón Björnsson. Eykur líkur á skráningu Í tilkynningu Haga segir að tvö af fyrirtækjum Haga, Hagkaup og Bónus, hafi á sínum tíma komið að stofnun Orkunnar með Skeljungi með það að markmiði að selja elds- neyti við stórmarkaði á lægra verði en áður þekktist og hafi þannig ver- ið brautryðjendur í lækkun elds- neytisverðs á Íslandi, eins og segir í tilkynningunni. Í dag séu bensín- stöðvar frá Orkunni og Skeljungi fyrir utan tíu verslanir í eigu Haga. „Jafnframt telja hluthafar að mögu- leikar félagsins til skráningar á hlutabréfamarkaði aukist við kaup- in. Ekki stendur til að gera neinar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Skeljungs og verður fyrirtækið áfram rekið sem sjálfstætt hluta- félag. Þar af leiðandi er aðkoma stoðdeilda ekki hugsuð á þessu stigi þó það kunni að breytast þegar samlegðaráhrif verða skoðuð nán- ar,“ segir í tilkynningunni. Pálmi Haraldsson verður áfram stjórnarformaður Skeljungs og Gunnar Karl Guðmundsson verður áfram forstjóri. Hagar í bensínið Morgunblaðið/Árni Torfason Skeljungur aftur á markað? Jón Björnsson segir að með kaupum á Skelj- ungi aukist líkur á að Hagar verði skráð í Kauphöll. Eignast allt hlutafé í Skelj- ungi. Greiða með hlutum í Högum ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 2,97% í gær og var 3.707,13 stig við lokun markaðarins í gær. Er þetta næstmesta lækk- un hennar á ein- um degi frá því í nóvember árið 2000. Eins og bent er á í Hálffimm frétt- um KB banka hafa hlutabréf lækkað linnulítið í Kauphöll Íslands síðan þau náðu hámarki 8. þessa mánaðar. „Af ellefu viðskiptadögum síðan þá hefur verð hlutabréfa lækk- að níu daga,“ segir KB banki. Mest varð lækkun í gær á bréfum Bakkavarar Group 4,5%. Þá lækkaði gengi bréfa í KB banka um 3,9%, gengi Actavis um 3,3% og gengi bæði Íslandsbanka og Straums lækkaði um 3%. Mesta hækkun varð á bréfum Flugleiða eða 7,6% og bréf- um SÍF um 4,3% en bæði félög áttu í stórum viðskiptum um síðustu helgi. Viðskipti í Kauphöllinni voru með mesta móti í gær og námu alls rúm- um 17 milljörðum króna, mest með hlutabréf fyrir 11,7 milljarða. Næstmesta lækkun úrvalsvísitölu í 4 ár Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða.     !"  #!$ %#& %#&      " $'$ ( )$" %& %*&     ( '#! ')' %*& %*&(    !!" *+" # '$! %&' %&)   # $% &$'" ( +#+ ! +$# %(&# %#&  

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.