Morgunblaðið - 26.10.2004, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 19
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
Djúpivogur | Austan við Djúpavog,
í landi Teigarhorns, er nú að rísa
sexhundruð fermetra byggða-
línustöð. Það er Austverk ehf. sem
sér um að byggja stöðina fyrir
Rarik en fyrirtækið er í eigu Egils
Egilssonar og Snjólfs Gunnarsson-
ar. Þrettán manns hafa unnið
hörðum höndum við framkvæmd-
irnar síðan í júní og hefur verkið
gengið vel að sögn Snjólfs Gunn-
narssonar, framkvæmdastjóra
Austverks. Áætluð verklok eru í
byrjun desember.
Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir
Við rætur Búlandstinds Verið er að reisa nýja byggðalínustöð við Djúpavog.
Austurverk reisir
byggðalínustöð
LANDIÐ
Laugarvatn | Áætlaður er að
kostnaður við uppbyggingu 1200
fermetra heilsulindar á bökkum
Laugarvatns kosti yfir 300 millj-
ónir kr. Bláa lónið kemur að fag-
legri uppbyggingu og rekstri
heilsulindarinnar. Búist er við að
gestum svæðisins fjölgi mjög, að
þeir verði um 90 þúsund á ári
þegar allt verður tilbúið en nú
koma um 25 þúsund gestir í gufu-
baðið og sundlaugina á Laug-
arvatni.
Hollvinasamtök gufubaðs og
smíðahúss á Laugarvatni kynntu
áform sín á fundi í sal Mennta-
skólans á Laugarvatni síðastlið-
inn laugardag. Þar kom fram að í
heilsulindinni verða gufuböð, yl-
strönd, heitir pottar, buslpottar
og sundlaug, auk aðstöðu fyrir
nudd og slökun.
Jafnframt kom fram að unnið
er að miklum breytingum á deili-
skipulagi byggðarinnar á Laug-
arvatni til að tryggja umferð-
aröryggi og flæði umferðar að
íþróttasvæðum og um íbúð-
arbyggðina. Er í þessu sambandi
verið að skipuleggja allan vatns-
bakkann með hverunum þremur
og norður fyrir Vígðulaug í einni
heild með samspil náttúru, forn-
minja og sögu staðarins í huga.
Hollvinasamtökin hafa gert
leigusamning við mennta-
málaráðherra um afnot af land-
inu til 30 ára. Þórtak ehf. mun
reisa bygginguna og sjá um fjár-
mögnun hennar.
Stórhuga menn
Á fundinum lýsti mennta-
málaráðherra, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, því yfir að hér
væri um að ræða „stórhuga menn
með alvöruhugmyndir sem
styrkja myndu ferðaþjónustuna á
svæðinu í heild“. Hún sagði mik-
ilvægt að ýta undir framtakssemi
sem þessa og ekki mætti láta
gamla og úrelta eignaskiptingu
hamla vexti staðarins. Í því sam-
bandi nefndi hún hitaréttindi
sveitarfélagsins og landskiptingu
á Laugarvatni.
Ólafur Proppe, rektor KHÍ,
rakti aðkomu skólans að upp-
byggingu á Laugarvatni eftir að
Íþróttakennaraskóli Íslands sam-
einaðist KHÍ 1998. Lýsti hann
fullum stuðningi skólans við þess-
ar skipulagsbreytingar og upp-
byggingaráform. Hann sagði
einnig frá því að námsbrautin á
Laugarvatni væri stöðugt að taka
meira mið af heilsurækt fólks á
öllum aldri auk íþróttakennslu í
skólum.
Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra ávarpaði fundinn
og gladdist yfir því að nú hillti
undir að Laugarvatn losnaði und-
an fjötrum ríkisins. „Þetta er eins
og í ævintýri þar sem prinsessan
fallega kemur og heggur á
rembihnútinn og álögin losna.“
Grímur Sæmundsen, fram-
kvæmdastjóri Bláa lónsins, lýsti
því að í þeirra huga væri allt til
staðar á Laugarvatni sem til
þyrfti til að reisa góða heilsulind.
Markmiðið væri að markaðssetja
Ísland sem heilsuland.
Tólf hundruð fermetra heilsulind rís við Laugarvatn
Búist við 90 þúsund
gestum á ári
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Kynningarfundur um fyrirhugaða stækkun gufubaðs á Laugarvatni
var haldinn á laugardaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra voru meðal
gesta á fundinum.
NÚ ERU fjórir til fimm mán-
uðir framundan af steypuvinnu
við Kárahnjúkastíflu, ef veður
og óvæntir atburðir hamla ekki
verkinu.
Richard Greyham, tæknileg-
ur forstjóri Impregilo við Kára-
hnjúkavirkjun, segir að unnið sé
hörðum höndum við gerð tá-
veggjar stíflunnar, en hann er sá
hluti hennar sem stöðvar vatnið
í Hálslóni. „Veggurinn er gerð-
ur úr þremur stórum steypu-
stykkjum“ segir Greyham. „Eitt
þeirra er þegar risið við vestur-
hlið stíflunnar. Veggurinn verð-
ur í heild u.þ.b. 49 þúsund rúm-
metrar af steypu.“
Greyham lýsir Kárahnjúka-
stíflu sem einni stórri grjót-
hrúgu sem hlaðin sé upp á
ákveðinn hátt. „Vatnsþéttingin
er lónmegin og neðst gífurlega
stór steyptur klumpur sem kall-
ast táveggur. Síðan tekur við
steypt kápa framan á stíflunni,
eitthvað um 70-80 cm þykk
neðst og 30 cm þykk efst. Þetta
er járnbent steypa sem verður
dregin á stífluna með skriðmót-
um, á u.þ.b. 15 m breiðum flek-
um. Vandasamasta verkefnið
við byggingu stíflunnar er teng-
ing vatnskápunnar á gljúfur-
veggi og -botn. Vatnsþrýsting-
urinn frá lóninu verður
gífurlegur og því er áríðandi að
þessi tenging takist fullkom-
lega, ekki síst neðan til, þar sem
þrýstingurinn verður mestur.
Stíflan er hönnuð með það í
huga að beina vatnsþrýstingn-
um að bergveggjunum sín hvor-
um megin stíflunnar sjálfrar.“
Stíflan verður 490 m á hæð og
er reiknað með að hún verði
tilbúin skömmu fyrir áramót
2006–7.
Steypt með-
an gefur
Ufsarveita | Arnarfell hefur hafið
undirbúning fyrir byggingu inntaks
og 3 km aðrennslisganga frá Ufs-
arlóni, þar sem Jökulsá á Fljótsdal
er stífluð austan undan Snæfelli.
Arnarfellsmenn hafa nú flutt búðir
sínar frá Kárahnjúkum og inn að
Hafursárufs og munu ætla að reyna
að komast inn í fjallið fyrir veturinn.
Um 100 manns eru við störf í búð-
unum. Arnarfell annaðist gerð hjá-
veituganga, hreinsun undir stæði
Kárahnjúkastíflu, gröft fyrir inntak
aðalganga, efnisvinnslu, steypu-
framleiðslu og umtalsverða vega-
gerð á meginvirkjunarsvæðinu við
Kárahnjúka.
Jökulsá á Fljótsdal verður stífluð
norðan votlendisins á Eyjabökkum
og austur af Hafursárufs, um 2 kíló-
metrum neðan Eyjabakkafoss, og
þar myndast Ufsarlón, um 1 ferkíló-
metri að flatarmáli. Þremur þverám
á Múla og Hraunum austan Jökulsár
á Fljótsdal verður veitt í Ufsarlón,
þ.e. Kelduá, Grjótá, Innri-Sauðá,
ásamt útrennsli úr Sauðárvatni.
Á virkjunarsvæðinu eru nú sjö
vinnubúðir vítt og breitt. Aðrennsl-
isgöng eru byggð á þremur stöðum
og búðir þar, stórar búðir eru vegna
stöðvarhússbyggingar í Fljótsdal,
Arnarfell með búðir fyrir austan
Snæfell, búðir Impregilo við Kára-
hnjúka norðan Jökulsár og Suð-
urverk er með stórar vinnubúðir
austan ár við Desjarárstíflu.
Um 1.400 manns eru að störfum
við virkjunina eins og er.
Húsavík | Það var mikil sönggleði á
veitingahúsinu Sölku síðastliðið
fimmtudagskvöld þegar þar var
haldin söngkeppni starfsbrauta
framhaldsskólanna. Fullt var út að
dyrum þegar keppnin fór fram. Hefð
er fyrir því að keppnin er haldin á
vegum þess skóla sem vann hana ár-
ið áður og það gerði einmitt starfs-
braut Framhaldsskólans á Húsavík í
fyrra.
Að þessu sinni mættu keppendur
frá sex skólum, Verkmenntaskólan-
um á Akureyri, Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra á Sauðárkróki,
Menntaskólanum í Kópavogi, Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja í Keflavík,
Borgarholtsskóla í Reykjavík ásamt
gestgjöfunum í Framhaldsskólanum
á Húsavík.
Eftir að keppendur höfðu lokið
flutningi sínum var ljóst að dóm-
nefnd var vandi á höndum og tók það
hana drjúga stund að komast að nið-
urstöðu. Menntaskólinn í Kópavogi
stóð uppi sem sigurvegari. Í öðru
sæti var Borgarholtsskóli og það
þriðja hreppti Fjölbrautaskóli Suð-
urnesja. Það var fjölmennt stúlkna-
band sem keppti fyrir Menntaskól-
ann í Kópavogi. Þær heita Rakel
Anna Róbertsdóttir, Ramóna Lísa
Valgeirsdóttir, Heiða Skúladóttir,
Ása Rakel Ólafsdóttir, Aðalbjörg
Þóra Hjartardóttir, Katrín Helga
Guðjónsdóttir, Sigríður Ósk Ingv-
arsdóttir, Astrid Rún Guðjónsdóttir
og Gígja Garðarsdóttir.
MK sigraði í söngkeppni
Morgunblaðið/Hafþór
Söngvakeppni MK-stúlkur sungu lagið Frægð úr samnefndum söngleik.