Morgunblaðið - 26.10.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.10.2004, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 27 MINNINGAR ✝ Dr. GeorgeWashington Sim- ons III fæddist í Washington D.C. 13. janúar 1935. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 18. október síðastliðinn. Faðir hans var George Washington Simons II, f. í Robs- ville í Pennsylvaníu 1904, d. 1954, og starfaði sem lögmað- ur í Washington D.C. Móðir Georges var Alma Rose Chappel- ear Simons frá Chevy Chase í Maryland, f. 1901, d. 1987, starfs- maður Heilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna í Betheda. Hinn 31. desember 1972 kvænt- ist George eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Erlu Magnúsdóttur, f. 14. feb. 1941. Foreldrar hennar voru Magnús Sigurðsson lögreglu- varðstjóri, f. í Borgarfirði 1895, d. 1972, og Herborg á Heygum Sig- urðsson, f. í Færeyjum 1905, d. 1990. George og Sigrún eignuðust tvær dætur. Þær eru: Christina Herborg á Heygum Simons, f. 22. des. 1974, kvikmynda- og tölvu- tæknir og ljósmyndari, í fram- haldsnámi í Melbourne í Ástralíu, og Anna Maya á Heygum Simons, f. 11. nóv. 1979, fornsagna- og mannfræðingur í framhaldsnámi í efnafræði í háskól- anum Milwaukee í Wisconsin. Frá 1961 til 1965 starfaði George sem höfuðsmaður í læknadeild banda- ríska flughersins. Árin 1965–1969 stundaði hann fram- haldsnám í bæklun- arlækningum á Mayo Clinic-sjúkra- húsinu í Rochester í Minnesota. Árin 1969–1970 gegndi hann stöðu kennara í bæklunarlækningum á sama sjúkrahúsi. Árin 1971–1974 var hann barnabæklunarlæknir og yfirkennari á bæklunardeild Childreńs Memorial Hospital í Chicago, 1975–1978 á Foot Clinic, Childreńs Orthopaedic Hospital í Seattle og 1978–1991 yfirlæknir, prófessor, kennari og ráðgjafi í bæklunarskurðlækningum á Mil- waukee Childreńs Hospital í Mil- waukee í Wisconsin. George hætti störfum 1991 af heilsufarsástæðum. Hann fluttist til Íslands ásamt fjölskyldu sinni 1997. Útför hans verður gerð frá Mos- fellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jæja, George, þá er hvíldin komin. Við munum sakna þín mikið, en það er eins og þú sért alltaf hjá okkur, því hér skilur þú bara eftir góðar og yndislegar minningar sem við viljum aldrei sleppa. Hugur okkar til þín gleður okkur og styrkir og yljar okk- ur um hjartarætur. Eins og ég hef alltaf sagt: „I would live my life all over again with you.“ Þakka fyrir traust og hamingjuríkt hjónaband og okkar yndislegu dæt- ur, sem styðja hvor aðra í blíðu og stríðu eins og þú kenndir þeim. Þakka alla ástúð og tryggð sem þú hefur sýnt mér og mínum gegnum árin. Guð veri með þér. Ástarkveðjur. Sigrún. Pabbi, þú varst ljúfur og elskuleg- ur, þú varst mér allt. Að vita þig veikan olli mér ávallt sársauka. Oft hélt ég að við myndum missa þig, en í krafti styrks þíns og þeirrar ástar sem þú hafðir á okkur, hélstu velli. Hvern þann morgun sem þú gast hvorki klæðst né gengið, færði mamma þig í fötin og studdi þig til gangs. Þú baðst hana að keyra þig til vinnu, með það í huga að þú gætir séð fyrir fjölskyldunni. Þegar þú misstir málið, þurftir þú einungis að horfa í augu mér til að gefa til kynna að þú elskaðir mig, og að það væri allt sem máli skipti. Þú varst styrkur okkar allra. Það er erfitt að kveðja, en jafnvel þótt líkami þinn hafi gefist upp, verður ást þín og andi með okk- ur eins og áður. Ég sakna þín, pabbi. Þín Maya. Faðir minn. Elskulegasti maður lífs míns. Stríðnisglampinn og glettnin í augum þínum gleymast mér seint. Faðir minn var mér ætíð fordæmi. Bros hans og ástúð, sem hann ávallt sýndi þrátt fyrir mikla líkamlega fötlun, yljaði mér einatt um hjarta. Erfitt er mér að koma orðum að því hversu mjög það fékk á mig að horfa upp á þjáningar hans, en nú finnst mér ég finna til eins konar léttis, við það að hann sé nú laus við þjáningar sínar. Ég minnist þess að þegar ég var átta eða níu ára gömul og þú leiddir mig við hönd þér, að ég spurði þig: „Pabbi, af hverju hristist höndin?“ Hann horfði á mig með alvörusvip sem ég kannaðist ekki við og sagði: „Ég segi þér frá því þegar þú ert orðin eldri.“ Ég sagði: „Verð ég nógu nógu gömul þegar ég er orðin tíu ára?“ Hann sagði: „Vissulega, væna mín,“ og á tíu ára afmælisdegi mín- um sagði hann mér frá sjúkdómi sín- um og að hann væri ekki banvænn, en veikindin myndu hins vegar áger- ast með tímanum. Við þessar fréttir fékk ég sting í hjartað, því mér var mikil raun að uppgötva að „ofurmennið“, faðir minn væri særanlegur. En hjá hon- um pabba mínum fann ég þá, og þar til yfir lauk: styrk, kjark og þraut- seigju sem gerðu hann enn aðdáun- arverðari en ofurmennið sjálft. Hann var minn ofurpabbi. Christina. Minn hjartkæri mágur, George Simons, kvaddi þennan heim eftir áratuga baráttu við Parkinsons veik- ina sem hann háði ætíð með jafnað- argeði. Aldrei heyrðist hann kvarta en sýndi frekar umhyggju fyrir líðan annarra með sínu elskulega brosi. Ég minnist þess ætíð þegar hann kom fyrst til okkar á Eiríksgötu 2 að heimsækja Sigrúnu, systur mína, sem hann hafði þá fengið augastað á. Hann heillaði alla með sínum ein- stöku persónutöfrum og glaða við- móti. Pabbi okkar var samt hálf smeykur við að missa Sigrúnu til Bandaríkjanna. George reyndist allri fjölskyld- unni einstaklega vel, var alltaf reiðubúinn að aðstoða í andlegum og veraldlegum efnum. Eldri strákarnir mínir dvöldu hjá Sigrúnu og George í nokkur ár þegar þeir voru við nám í Milwaukee. Ómetanleg var öll sú að- stoð og umhyggja sem þau sýndu þeim. Sömuleiðis naut móðir okkar þess að vera hjá þeim. George var eins og besti sonur, umhyggjusamur og góð- ur. Sigrún og George ferðuðust mik- ið og mæður þeirra voru oftast með í för. Á síðustu árunum hafði hann mest yndi af að vera í faðmi fjöl- skyldunnar, njóta góðs matar, og að sjá gömlu góðu kvikmyndirnar frá gullöld Hollywood. Don (svili hans) eldaði oft eitthvað sérstakt sem var í uppáhaldi hjá George og það kunni hann aldeilis að meta, t.d. ekta ítalskt spaghettí með kjötbollum. Enda þótt George hafi haft dálæti á góðum mat og öðrum lífsins gæðum gleymdi hann aldrei köllun sinni sem læknir, og hjálpfýsi hans í garð náungans var ómæld. Elsku Sirra, Tína og Maya. Við er- um innilega þakklát fyrir allar okkar samverustundir. Megi Guð vernda ykkur og styrkja í sorginni. Kolbrún, Donald og synir. Fyrir nokkrum áratugum fluttist Sigrún frænka mín til Bandaríkja Norður-Ameríku og dvaldi þar við nám og störf. Þar kynntist hún lífs- förunaut sínum, ungum lækni, George Washington Simons að nafni. Að brúðkaupi loknu hér heima á Íslandi settust þau að í heimalandi hans og þar var heimili þeirra um árabil. Þau eignuðust tvær efnilegar dætur og fögur framtíð blasti við. En enginn má sköpum renna. Fyrir nokkrum árum greindist George með illvígan, ólæknandi sjúkdóm, sem skerti starfsþrek hans smátt og smátt. Þegar ljóst var hvert stefndi með heilsu hans ákváðu þau hjónin að flytja heim til Íslands, stofnuðu heimili í Mosfellsbæ og hugðust eyða þar síðustu ævidögunum. En þrekið þraut að lokum og hinn 18. okt. sl. andaðist George á Landspítalanum í Fossvogi eftir hálfsmánaðar dvöl. George lagði stund á barnabækl- unarlækningar og var prófessor í þeirri grein við Medical College í Wisconsin. Sýnir það eitt hæfni hans og færni í þessari grein læknisfræð- innar enda naut hann mikils álits meðal starfsbræðra sinna. Ég, sem þetta rita, hitti George nokkrum sinnum, er hann dvaldi hér. Mér duldist ekki að þar fór mannkostamaður. Hann var hógvær í fasi og yfirlætislaus og manni leið vel í návist hans. Það sama segja þeir, sem kynntust honum betur en ég og áttu þess kost að dvelja með honum í leik og starfi. George bar ávallt hlýjan hug til ættlands konu sinnar. Hann kom nokkrum sinnum í heimsókn til Ís- lands og heimili þeirra hjóna stóð ávallt opið þeim vinum, ættingjum og samlöndum sem leið áttu vestur um haf. Og ákvörðun þeirra hjóna að flytja hingað heim var honum hug- þekk og hann naut þess að dvelja í húsi sínu í Mosfellsbæ og fylgjast með lífinu í Mosfellsdal, sem blasti við frá heimili hans. Sú dvöl varð þó skemmri en ætlað var. Að leiðarlokum eru þakkir færð- ar fyrir hin góðu kynni sem voru allt- of stutt. Konu og dætrum eru færðar hugheilar samúðarkveðjur. Tómas Einarsson. Mikill merkismaður er fallinn frá. George W. Simons var einn kunnasti barnabæklunarlæknir Vesturlanda. Eftir hann standa fjölmörg verk sem halda munu nafni hans á lofti um ókomin ár. Má þar nefna samantekt um meðferð og rannsóknir á börnum með klumbufót sem er einstök í sinni röð. Ekki má heldur gleyma öllum þeim börnum sem notið hafa góðs af störfum hans. Það var mér sannur heiður að kynnast George W. Simons. Ég hitti hann í fyrsta skipti í Amsterdam á alþjóðlegu þingi um meðferð og rannsóknir á klumbufótum. Mér varð strax ljóst að hér var mikil- menni á ferð. Hann átti sjálfur heið- urinn af skipulagi þingsins og fram- kvæmd, sem var öll til fyrirmyndar. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína á þessari erfiðu stundu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Sigurveig Pétursdóttir. Ég kynntist George snemma á lífsleiðinni. Með okkur tókst einlæg vinátta sem aldrei rofnaði. Ef ég þurfti á hjálp að halda brást hann ekki. Hann var sannur vinur í raun. Mannkostamaður, sem ekki fór í manngreinarálit og lagði sig allan fram um að láta gott af sér leiða. Hann gerði litlar kröfur til ann- arra en miklar til sín sjálfs. Bandaríska þjóðin og raunar heimurinn allur þurfa á fleiri slíkum mönnum að halda. George bar nafn fyrsta forseta Bandaríkjanna, George Washington. Ég hef oft leitt hugann að því hversu þessir tveir alnafnar voru líkir á margan hátt. Það var erfitt að horfa á hvernig hinn alvarlegi sjúkdómur vann smátt og smátt á þessum hraustbyggða manni, en hann bar þessa miklu raun án þess að bugast. Nú er hann allur. Minning hans mun fylgja mér til æviloka. Guð blessi George Washington Simons, fjölskyldu hans og vini. Thomas H. Blakey, Miami. GEORGE W. SIMONS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR, áður Borgarholtsbraut 72, Kópavogi. lést í Sunnuhlíð, Kópavogi, laugardaginn 16. október. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 28. október kl. 15.00. Anna Björk Daníelsdóttir, Hafsteinn Þórðarson, Guðmundur Þorsteinn Ásgeirsson, Pálína Margrét Hafsteinsdóttir, Ása Marin Hafsteinsdóttir, Daníel Þór Hafsteinsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, HILMAR ÓLAFSSON, Berjarima 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 27. október kl. 11.00. Ólöf Ragnarsdóttir, Garðar Hilmarsson, Sigríður Benediktsdóttir, Ragnar Hilmarsson, Sigurlaug Hilmarsdóttir, Ómar Torfason, Freyja Hilmarsdóttir, Ólafur Hilmarsson, Hrefna Ingvarsdóttir, Sigurður R. Ólafsson, Kolbrún Daníelsdóttir og barnabörn. Elskuleg frænka mín, ÞÓRUNN ODDSDÓTTIR (Tóta á Akri), Merkigerði 8, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 22. október. Sigríður Sigurjónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn og sonur, HALLDÓR INGÓLFSSON fyrrv. flugstjóri, lést á heimili sínu sunnudaginn 24. október. Jarðarförin auglýst síðar. Álfrún Edda Ágústsdóttir, Ingólfur Sveinsson. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.