Morgunblaðið - 26.10.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 29
og kát það kvöld og þannig man ég
hana.
Elsku Eyþór, við fjölskyldan
sendum þér okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Björg Hjartardóttir og
fjölskylda, Hollandi.
Elsku Begga.
Ég horfði í gegnum gluggann
á grafhljóðri vetraróttu,
og leit eina litla stjörnu
þar lengst úti í blárri nóttu
Hún skein með svo blíðum bjarma,
sem bros frá liðnum árum.
Hún titraði gegnum gluggann,
sem geisli í sorgartárum.
Og ef til vill sér þar einhver,
sem einn í þögninni syrgir,
móðurstjörnuna mína,
sem miðnæturdökkvinn byrgir.
Ef til vill sér hana einhver
á andvökustundum sárum
titra í gegnum gluggann,
sem geislar í sorgartárum.
(Magnús Ásg.)
Minningu þína munum við ávallt
geyma vel í hjörtum okkar.
Takk fyrir allt.
Rósa, Eva, Garðar
Örn og Andri.
kom að baráttu fyrir bættum kjörum
sjómanna. En Gunnar átti einnig sín-
ar mjúku hliðar og barngóður var
hann með afbrigðum og hændust öll
börn að honum. Hann hafði fyrir
stóru heimili að sjá og sem sjómaður
var hann oft langdvölum fjarri fjöl-
skyldu sinni að draga björg í bú en
hafði mikinn metnað fyrir hönd barna
sinna og síðar barnabarna og vildi veg
þeirra sem mestan.
Þær voru ófáar sumarbústaðaferð-
irnar sem við fjölskyldan fórum í
ásamt Gillu og Gunnari og þá naut
hann þess að ferðast um landið eða
dvelja í rólegheitum í sveitinni. Einn-
ig voru þau hjón ómissandi í fjöl-
skylduútilegurnar sem voru árviss
viðburður í mörg ár þar sem „stór-
fjölskyldan“ kom saman og skemmti
sér við leiki og glens og eitt er víst að
fjölskylduboðin verða ekki þau sömu
þegar Gunnar vantar, hann var alltaf
hrókur alls fagnaðar.Síðustu árin var
það fótboltinn sem átti huga hans all-
an og mátti hann helst ekki missa af
leik hvort sem það var íslenski boltinn
eða sá enski og aðeins nokkrum dög-
um fyrir andlátið gat hann fylgst með
uppáhaldsliðinu sínu leika í sjónvarp-
inu þá orðinn fársjúkur.
Elsku Gunnar – missir okkar er
mikill en þó mestur tengdamóður
minnar, sem sér á eftir lífsförunaut
sínum eftir margra áratuga farsælt
hjónaband. Við geymum áfram minn-
inguna um þig. Takk fyrir allt.
Guðríður.
TVEGGJA skáka einvígi alþjóð-
lega meistarans Jóns Viktors Gunn-
arssonar og Dags Arngrímssonar
um meistaratitil Taflfélags Reykja-
víkur lauk í síðustu viku. Fyrirfram
hefði mátt búast við spennandi ein-
vígi þar eð keppendur gerðu jafntefli
innbyrðis í mótinu sjálfu og frammi-
stöðu Dags að undanförnu bendir til
að hann hefur tekið miklum fram-
förum. Leikar fóru hinsvegar svo að
meistarinn alþjóðlegi gaf andstæð-
ingi sínum engin grið og vann báðar
skákirnar á sannfærandi máta.
Grunnurinn að þessum örugga sigri
var vönduð taflmennska Jóns í fyrri
skákinni:
Hvítt: Dagur Arngrímsson
Svart: Jón Viktor Gunnarsson
1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4
g6!? 5. dxc5 Dxc5 6. Be3 Dc7 7. Ra3
a6 8. Rf3 Bg7 9. Dd2 Rd7!?
Þó að svartur sé aðeins á eftir í lið-
skipan er ekki að sjá að hvítur geti
notfært sér það með góðu móti. Upp-
stilling svarts á mönnum sínum er
rökrétt enda þarf riddarinn á d7 að
gæta lykilreita eins b6, c5 og e5.
Jafnframt gefur hann kost á því að
skálínan a8-h1 verði opin biskup
hans. Með hliðsjón af þessu má
draga í efa að næstu leikir hvíts séu
heppilegir enda ber framhaldið með
sér að hlutverk riddarans á a3 verð-
ur lítið annað en að vera áhorfandi.
10. Bc4 Rgf6 11. Bh6 O-O 12. O-O
b5 13. Bxg7 Kxg7 14. Bb3 Bb7 15.
Rd4
Taflmennska hvíts hefur verið yf-
irborðskennd og nær nú svartur
frumkvæðinu.
(Sjá stöðumynd 1)
15... e5! 16. Re2 Rc5 17. Rg3 Rxb3
18. axb3 Rd5! 19. f3
Ill nauðsyn en eitthvað varð að
gera til að stoppa upp í biskup
svarts.
19...Had8 20. Df2 Rf4 21. Had1
Hxd1 22. Hxd1 Hd8 23. Hf1? Hd3!
24. Rb1?
Hvítur hefur gefið mikið eftir og
er þá ekki sökum að spyrja að flétta
er á næstu grösum.
(Sjá stöðumynd 2)
24... Bxf3! 25. Dc2
Hvítur hefði tapað drottningunni
eftir 25. gxf3 Rh3+. Staða hvíts er
nú gjörtöpuð.
25... Dc5+
25... Bb7 hefði verið ónákvæmt
vegna 26. Hxf4.
26. Df2 Dd6 27. Dxf3 Hxf3 28.
gxf3 Dd3 og hvítur gafst upp.
Sigurganga Jóns á innanfélags-
mótum TR er mikil en hann varð al-
þjóðlegur meistari árið 1997. Í júlí
1998 var hann með yfir 2440 elo
skákstig en hefur nú 2375 stig. Þetta
vekur upp spurningar um hversu
hollt það er sterkum skákmönnum
að taka þátt í mótum þar sem and-
stæðingarnir eru töluvert lakari.
Þetta hnígur hugann að því að á síð-
ustu árum hafa margir íslenskir
skákmenn náð tign alþjóðlegs meist-
ara en enginn hefur náð áfanga að
stórmeistaratitli í tæp tíu ár. Veg-
urinn frá því að vera alþjóðlegur
meistari til þess að verða stórmeist-
ari er þyrnum stráður. Það er hins-
vegar staðreynd að nauðsynlegt
skref í þá átt er að tefla mikið á al-
þjóðlegum mótum og taka skákstúd-
eringum föstum tökum. Reyndar er
þetta samofið þar sem erfitt er að
finna ástæðu til að bæta sig þegar
það dugar að nota alltaf svipuð brögð
til að vinna sömu andstæðinga. Þessi
vandi er sameiginlegur öllum ungum
íslenskum alþjóðlegum meisturum. Í
hnotskurn má segja að til að verða
stórmeistari þurfa kappar þessir að
velja og hafna – á að leggja allt undir
eða ekki? Nærtæk leið til að ná
markmiðinu er að flytja búferlum til
útlanda enda eru hægari heimatökin
þaðan að fara á alþjóðleg mót. Slíkt
hefur sína galla og kosti en hvað gera
menn ekki til að láta drauma sína
rætast?
Baráttan harðnar
á Ólympíuskákmótinu
Mikill fjöldi þátttakenda er á
Ólympíuskákmótinu sem fram fer
þessa dagana í Calviu á Mallorca.
Sumir eru að taka þátt í keppninni í
fyrsta skipti en sumir hafa tekið þátt
ótal sinnum. Einn þeirra sem falla í
síðarnefnda hópinn er Viktor grimmi
Korsnoj en hann fer senn að nálgast
áttræðisaldurinn. Hann teflir á
fyrsta borði fyrir Sviss og berst af
kappi eins og venjulega. Þegar lið
hans mætti Rússum virtist sem ein-
hver elliglöp væru farin að hrjá öld-
unginn snjalla þegar hann tefldi við
ofurstórmeistarann Alexander Mor-
ozevich.
Hvítt: Alexander Morozevich
Svart: Viktor Korsnoj
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. d3 b5 6. Bb3 Bc5 7. Rc3
d6 8. Rd5 Rg4 9. O-O Ra5 10. Bg5 f6
11. Bd2 Rxb3 12. axb3
Upp er komin óvenjuleg staða í
spænska leiknum þar sem hvítur
stendur betur að vígi. Næsti leikur
svarts er hinsvegar með ólíkindum
og sjaldan sem Viktor hefur leikið
svona illa af sér svo snemma tafls.
(Sjá stöðumynd 3)
12... c6?? 13. Ba5! og svartur gafst
upp enda fokið í flest skjól þegar
hrókur fer í hafið eftir þrettán leiki.
Vassily Ivansjúk hefur teflt frá-
bærlega á fyrsta borði fyrir Úkraínu
og leiðir sveit hans mótið eftir níu
umferðir með 27½ vinning. Rússar
koma næstir þremur vinningum
minna og í þriðja sæti eru Bandarík-
in með 24 vinning. Lokaumferðirnar
verða án efa mjög spennandi en ís-
lenska liðið í opna flokknum er í 31.–
42. sæti með 20 vinninga. Íslenska
kvennaliðið hefur 14 vinninga af 27
mögulegum og er í 34.–44. sæti.
Íslandsmót barna og
unglinga haldið í Íslandsbanka
Samstarf Skáksambands Íslands
og Skákfélagsins Hróksins við að
halda Íslandsmót barna og unglinga
í ár tókst vel upp. Keppnin fór fram í
aðalstöðvum Íslandsbanka á Kirkju-
sandi og tóku hvorki fleiri né færri
70 krakkar þátt í mótinu. Atli Freyr
Kristjánsson sigraði mótið örugg-
lega og vann alla andstæðinga sína
níu að tölu. Ánægjulegt var að stúlk-
an Elsa María Þorfinnsdóttir
hreppti annað sætið en hún fékk sjö
vinninga eins og Helgi Brynjarsson
og Bjarni Jens Kristinsson en við
stigaútreikning varð hún hlutskarp-
ari en þeir um annað sætið. Mótið
hófst laugardaginn 23. október sl. og
lauk svo daginn eftir. Fjöldi auka-
vinninga var dregin út frá Eddu út-
gáfu, Leikbæ, Hróknum og Hróa
Hetti. Það hafa því verið ánægð
verkfallsbörn sem fóru frá höfuð-
stöðvum Íslandsbanka síðasta
sunnudagseftirmiðdag.
Jón Viktor meistari TR en
Atli Freyr Íslandsmeistari
SKÁK
Reykjavík
Október 2004
VIKTOR GRIMMI LÆTUR Í MINNI
POKANN Í 13 LEIKJUM
Helgi Áss Grétarsson
Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Stöðumynd 3
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ERLU JÓNU HELGADÓTTUR,
Álfhóli 1,
Húsavík.
Kristján Ásgeirsson,
Ásgeir Kristjánsson, Anna Ragnarsdóttir,
Helgi Kristjánsson, Elín Kristjánsdóttir,
Þyri Kristjánsdóttir, Ingvar Hafsteinsson,
barnabörn og langömmubörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
EIRÍKUR INGI JÓNMUNDSSON
bifreiðastjóri,
Breiðuvík 65,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 28. október kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Birna Jónsdóttir,
Þórdís Ólöf Eiríksdóttir,
Jónmundur Þór Eiríksson, Hjördís Guðmundsdóttir
og afadrengir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, stjúpmóður og
tengdamóður,
BJARNDÍSAR JÓNSDÓTTUR,
Skúlagötu 40b,
Reykjavík.
Kristinn Guðjónsson,
Sigurbjört Gunnarsdóttir, Örn Sigurðsson,
Unnur Gunnarsdóttir,
Jóhannes Gunnarsson, Ásgerður Flosadóttir,
Gunnar Gunnarsson, Þorgerður Þráinsdóttir,
Helga Gunnarsdóttir, Örn Rósinkransson,
Sigrún Kristinsdóttir,
Jóhannes Kristinsson, Þorbjörg Jónsdóttir,
Elín Kristinsdóttir, Magnús Gíslason.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNAR KRISTINSSON,
Reynimel 80,
Reykjavík,
sem andaðist á Landspítala Fossvogi fimmtu-
daginn 21. október, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. október kl.
13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
María Tryggvadóttir,
Helgi Gunnarsson,
Gunnar K. Gunnarsson, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
MINNINGAR