Morgunblaðið - 26.10.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 26.10.2004, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 35 MENNING HARPA Árnadóttir, sem nú sýnir í Safni, sýndi nýverið í Listasafni Gautaborgar og hrósaði listgagnrýnandi Götenborgsposten, Mikael Olofsson, sýningunni hástert í grein sem hann nefndi, „En lyrisk minimalism“ eða „Lýrískur mínimalismi“. Þessi skil- greining, lýrískur mínimalismi, er á mörg- um stöðum, s.s. í Skandinavíu og Hollandi, sú ímynd sem menn hafa af íslenskri sam- tímalist, enda var lýrískum mínimalisma hampað talsvert í Nýlistadeild Myndlistar og handíðaskólans á hvörfum níunda og tí- unda áratug síðustu aldar og var um tíð töfraorð í íslenskri myndlist. Lýrískur mínimalismi er í víðara samhengi kallaður lýrísk abstraktsjón og nær þá aftur til litaflæmismálara eftirstríðsáranna og jafn- vel enn aftar í módernismanum eða til verka Kazimirs Malevich á öðrum áratug síðustu aldar. Lýrískur mínimalismi byggist ekki á rökrænu strangflatarlistar eins og arketónísk verk Donalds Judds o.fl. frum- kvöðla mínimalismans standa fyrir. Heldur er sköpunarferlið jafnan sjálfrátt en samt lágstemmt. Inntak lýrískra abstraktlistamanna er af ólíkum toga en á Íslandi er rík hefð hjá myndlistarmönnum að sækja innblástur sinn í landslagið og náttúruna. Á sýning- unni í Safni, tekur Harpa Árnadóttir fyrir algengt áhyggjuefni Íslendinga, þ.e. veðrið. Pleximálverk listakonunnar eru unnin með lími og sílikoni og minna ýmist á hrím eða regn á rúðum. Gengur listakonan hvað lengst í þeim efnum í plexiverki sem er unnið á glugga í Safni. Auk plexiverkanna sýnir Harpa 3 mál- verk á dúk sem eru öllu kunnuglegri innan lýrískrar abstrakthefðar þar sem listamenn hafa gert ótal tilraunir með efni sem valda þess að yfirborð málverksins klofnar, brotn- ar, myglar o.s.fv. Harpa blandar saman náttúrulegu lími við litaduft sem herpist saman og flöturinn tekur að rofna. Sprung- ur myndast sem virðast eins og eftir jarð- skjálfta eða jöklalandslag séð ofan frá. Þótt verk Hörpu kunni að vísa til nátt- úrulegra fyrirbæra eru þau í eðli sínu ab- strakt. Teygir listakonan málverkið að mörkum myndar og hlutar og leyfir vísinda- manninum sem býr í flestum ef ekki öllum listamönnum að ráða ferðinni, án þess þó að halda honum innan hugmyndalegra eða fræðilegra marka. Verkin smjúga nefnilega vel inn fyrir tilfinningarsviðið og vekja upp hægláta melankólíska hugð. Þ.e. í mínu til- felli, allavega. Harpa Árnadóttir: Án titils, 2004. Jón B.K. Ransu MYNDLIST Safn Opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14–17. Sýningu lýkur 7. nóvember. Blönduð tækni – Harpa Árnadóttir RÓMEÓ og Júlía verða í aðal- hlutverkum á fyrstu tónleikum vetrarins í hádegistónleikaröð Ís- lensku óperunnar, í dag kl. 12.15, en yfirskrift tónleikanna er Leitin að Rómeó. Hulda Björk Garðarsdóttir sópr- ansöngkona Óperunnar og Kurt Kopecky píanóleikari og listrænn stjórnandi Óperunnar flytja aríur og söngva úr óperum og söng- leikjum sem eiga það sameiginlegt að fjalla um elskendurna ódauð- legu. Gestir þeirra á tónleikunum verða Maríus Sverrisson söngvari og Hallgrímur Helgason rithöf- undur. Leikrit Shakespeares um Rómeó og Júlíu hefur orðið mörgum tón- skáldum innblástur, til dæmis þeim Gounod (Rómeó og Júlía), Bellini (I Capuleti e i Montecchi) og Bern- stein (West Side Story). Á tónleik- unum verður gripið niður í verk þeirra á mismunandi stöðum í sög- unni, jafnt í tónum sem tali. Á milli músíkatriða les Hallgrímur úr þýð- ingu sinni á verki Shakespeares. Eigin sýn á verkið Hulda Björk segir öll tónskáldin gefa sér það svigrúm að nota texta Shakespeares að vild og skapa sér um leið eigin sýn á verkið. „Tón- skáldin eiga það til að taka það sem virðist eitt augnablik í sögunni, og víkka það út, þannig að úr verði jafnvel sex mínútna tjáning um þá tilfinningu sem um ræðir. Sagan er klassísk á svo margan hátt, og maður sér þessa sögu ger- ast jafnvel hjá unglingum í dag, ekkert ósvipað og hjá þessum ung- lingum 16. aldarinnar.“ Það kom Huldu Björk á óvart við undirbúning tónleikanna, að finna enga íslenska söngtónlist um Róm- eó og Júlíu. „… ja, nema lagið hans Bubba Morthens. Ég hugsaði mig um heila nótt hvort ég ætti ekki að hafa það með, en ákvað að gera það ekki. Það hefði samt getað orðið mjög gaman.“ Tónleikarnir standa í um 40 mínútur, og reiknað er með að þeir sem starfa eða búa í ná- grenni miðbæjarins eigi því auðvelt með að bregða sér á tónleika í há- degishléi og halda svo á ný út í daginn endurnærðir af fagurri tón- list. Alls verða fernir tónleikar í há- degistónleikaröð Óperunnar í vetur; tvennir á haustmisseri og tvennir á vormisseri. Aðrir tónleikarnir í röðinni verða 23. nóvember. Þá syngur Ágúst Ólafsson ljóð og lög eftir Schubert, sem öll tengjast á einhvern hátt fiskimönnum eða sæfarendum. Eft- ir áramót verður þráðurinn aftur tekinn upp 15. febrúar, en þá syng- ur Marta Hrafnsdóttir barokk- tónlist ásamt Sigurði Halldórssyni sellóleikara og Kurt Kopecky. Tveir bassar og annar með strengi er svo yfirskrift síðustu tón- leikanna í þessari röð, þriðjudaginn 15. mars, en þar verða flytjendur þeir Davíð Ólafsson bassasöngvari og Dean Ferrell kontrabassaleikari. Þeim til aðstoðar verður Kurt Kopecky á píanó. Svo ótrúlega vill til að bæði Mozart og Bach sömdu ástarsöngva fyrir kontrabassa og bassasöngvara. Mozart samdi fjör- lega konsertaríu um hina fallegu kvenhönd, Per questa bella mano. Bach aftur á móti samdi litla kant- ötu um svikular ástir, Amore trad- itore. Bæði eru tónverkin fjörmikil og einstakt að fá að heyra þau sam- an á tónleikum. Að auki verða flutt- ar þekktar aríur þar sem kontra- bassinn fær aðeins að keppa við bassasöngvarann. Hádegistón- leikaröðin er haldin í samstarfi við MasterCard – og var samstarfs- samningur um kostun verkefnisins undirritaður í Íslensku óperunni í gær, en MasterCard hefur um langt árabil verið í hópi traustustu samstarfsfyrirtækja Íslensku óper- unnar. Samningurinn sem nú var gerður felur meðal annars í sér kynningu á MasterCard í tengslum við röðina og 20% afslátt á hádeg- istónleikana fyrir korthafa Mast- erCard. Þetta er í annað sinn sem MasterCard kostar hádegistón- leikaröð Óperunnar og þar sem báðir aðilar höfðu afar góða reynslu af samstarfinu í fyrra sinnið var ákveðið að endurnýja samninginn fyrir þetta starfsár. Tónlist | Hádegistónleikar Íslensku óperunnar hefjast í dag Leitað að Rómeó í Óperunni Morgunblaðið/RAX Kurt Kopecky, Maríus Sverrisson, Hulda Björk Garðarsdóttir og Hallgrímur Helgason flytja hádegistónleika í dag. SNORRI Sturluson samdi Egils sögu á árunum 1239 til 1241 til að stuðla að sáttum meðal Sturlunga. Þetta er mat Torfa H. Tulinius bókmenntafræð- ings í nýrri fræði- bók, Skáldinu í skriftinni, sem komin er út í út- gáfu Hins ís- lenska bók- menntafélags og Reykjavíkur- Akademíunnar. Egils saga fjallar um sameig- inlegan forföður Sturlunga, Egil Skallagrímsson, en Snorra var mik- ið í mun að réttlæta valdastöðu sína og ættmenna sinna eftir afhroð þeirra í Örlygsstaðabardaga. Í bók- inni sýnir Torfi fram á að Egils saga sé gegnsýrð kaþólskum við- horfum og þar að auki mun per- sónulegra verk en áður hefur verið talið. Snorri hafi með sögunni viljað bæta fyrir þær syndir sem hann drýgði í deilum sínum við Sighvat bróður sinn og Sturlu son hans. Skáldið í skriftinni er ávöxtur áralangra rannsókna Torfa á Egils sögu, evrópskri miðaldamenningu og samfélagi Sturlungaaldarinnar. Í fyrri hluta verksins er varpað nýju ljósi á byggingu sögunnar og sýnt með hvaða hætti hún end- urspeglar kaþólskan hugarheim höfundar síns. Meðal annars kemur í ljós að bróðurmorð er eitt af leið- arstefjum frásagnarinnar og end- urómar meðal annars frásögn Bibl- íunnar af bræðrunum Kain og Abel. Í síðari hluta verksins er sagan síðan sett í samband við samfélags- hræringar hér á landi á Sturlunga- öld. Torfi dregur fram fjölmargar hliðstæður á milli lýsingarinnar á Agli og ævi Snorra og setur fram tilgátur um þær ástæður sem Snorri kann að hafa haft fyrir ritun verksins. Egils saga uppgjör Snorra Torfi H. Tulinius

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.