Morgunblaðið - 26.10.2004, Side 37

Morgunblaðið - 26.10.2004, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 37 MENNING VETRARDAGSKRÁ Íslenska dansflokksins hefst á dansverki eftir Ísraelann Rami Be’er. Höfundurinn er listrænn stjórnandi Kibbutz Contempor- ary Dance Company og dansaði sjálfur við þann flokk áður en hann tók við sem stjórnandi hans. Dansflokkurinn er stað- settur í Kibbutz Ga’aton sem er nálægt landamærum Líbanons. Screensaver fjallar um þann skjöld sem fólk ber fyrir sig sér til verndar gegn því áreiti eða þeirri ágengni sem býr í nútímasamfélagi. Þegar áhorf- endur gengu í salinn var kvendansari staðsettur bakvið gagnsæja grisju á sviðinu. Hún endurtók hringlaga hreyfingar klædd hvítum dúllulegum kjól. Stöfum sem mynduðu hreyf- anlegt hringlaga form var jafn- framt varpað á tjaldið. Sviðs- myndin samanstóð af fimm rúmum. Verkið hófst á því að dansarinn rúllaði hvítum dúk yfir sviðið undir örvænting- arfullum hreyfingum annarra dansara í rúmunum. Dans- ararnir, sem klæddir voru í hvít nærföt, dönsuðu hraðar og ákafar hreyfingar með tilheyr- andi bakfettum þar sem höfð- inu var slengt til með tilþrifum. Tónlistin samanstóð af rokki og klassískri tónlist á víxl. Skot- hvellir heyrðust inn á milli. Til- vitnun úr Bibilíunni var varpað á sviðið. Þar stóð meðal annars á ensku: Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Ófriður hefir sinn tíma og frið- ur hefir sinn tíma. Rúmin sem táknað gætu samheldni, uppbyggingu, fjöl- skyldu og frið voru notuð sem skjáir og á þau varpað myndum og texta. Á þeim var dansað og þau brúkuð á allan mögulegan máta í verkinu. Með jöfnu milli- bili birtist manneskja klædd gráum búningi, búningi sem minnti á varnarbúning gegn efnavopnaeitrun. Veran gekk ógnandi skrefum um sviðið. Verkið minnti á tónlistar- myndbönd á Popp TV. Það var smart og „commercial“. Eró- tískt þar sem dansararnir á nærbrókunum voru að leik í rúmunum. Rokkuð tónlistin og myndskreytingin þrýstu því enn meir inn í söluramma tón- listarmyndbanda. Þegar líða tók á verkið fór það að líkjast nafni sínu, Screensaver. Það varð brátt ljóst að þrátt fyrir skothvelli, ógnandi tónlistina og örvæntingarfullan dansinn bjó fátt annað að baki verkinu en myndskreyting. Ógnvænlegir skothvellirnir urðu hjóm eitt, textinn úr biblíunni innan- tómur, gráklædda fígúran þjón- aði engum sýnilegum tilgangi og myndrænar tæknibrellurnar virkuðu sem filterteppi yfir dansinn á sviðinu. Undir lok verksins runnu lætin í dans- inum út í eitt og örvæntingin í hreyfingunum sem merkja mátti í upphafi verksins varð tilgangslaus. Tilgangurinn með verkinu virðist vera að sýna fram á upplifunardoða fólks fyrir því óhugnanlega og óþægilega í lífinu og hvernig við brynjum okkur gagnvart upplifuninni. En verkið var til- finningarsnautt og innihalds- rýrt og það olli vonbrigðum að ekkert bjó að baki fallegri, ágengri og poppaðri skreyting- unni. Dansflokkurinn teflir fram nokkrum efnilegum nýlið- um sem stóðu sig vel og eiga án efa eftir að samlagast flokknum enn betur þegar fram líða stundir. Að öðrum ólöst- uðum þá var stuttur sólókafli Katrínar Á. Johnson þar sem hún var klædd rauðum kjól eft- irminnilegur. Þunnt sneiddir ljósgeislar brotnuðu á fallegum hreyfingum hennar og mynd- uðu eftirminnilega sýn. Þótt poppdansverkið hafi ekki hrifið þann sem þetta ritar ber að geta þess að áhorfendur og að- standendur sýningarinnar tóku verkinu vel og var sýnendum og höfundi klappað lof í lófa í lok þess. Flott popp? Morgunblaðið/Golli Dansverkið Screensaver eftir Rami Be’er: „Það olli vonbrigðum að ekkert bjó að baki fallegri, ágengri og poppaðri skreytingunni.“ LISTDANS Borgarleikhúsið Íslenski dansflokkurinn Höfundur Rami Be’er. Tónlist: L. Gerr- ard, T. Rezor, A. Scarlati, P. Bourke, C. Mansell, Sondheim. Hljóð: Alex Claude. Myndband: Irit Batsry. Sviðs- mynd, myndbandshönnun og ljósa- hönnun: Rami Be’er. Búningahönnun: Laura Dinulescu. Dansarar: Emilía Benedikta Gísladóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Guðrún Óskarsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Jóhann F. Björgvinsson, Katrín Ingvadóttir, Katrín Á. Johnson, María Lovísa Ámundadóttir, Nadia K. Banine, Peter Anderson, Philip Bergmann, Steve Lorenz, Unnur E. Gunnarsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir. Föstudag- urinn 22. október. Screensaver Lilja Ívarsdóttir SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands er að hefja sitt 12. starfsár, en boðið verður upp á viðamikla efnisskrá í vetur og raunar fram á næsta sumar. Alls verða sex tónleikar á dagskrá með mismunandi efnisskrá, en að auki setur hljómsveitin í samvinnu við Leikfélag Akureyr- ar upp söngleikinn Óliver og þá stendur til að leika í grunnskólum í Eyjafirði og S-Þingeyj- arsýslu svo sem verið hefur undanfarin ár. Stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á öllum tónleikum vetrarins er Guðmundur Óli Gunnarsson, sem hefur verið aðalstjórnandi hennar frá upphafi. Ungur Akureyringur leikur einleik Fyrstu tónleikar vetrarins verða 14. nóv- ember næstkomandi í Glerárkirkju. Þar verður leikin 4. sinfónía Brahms en einnig sellókonsert eftir R. Schumann. Einleikari á tónleikunum verður Nicole Vala Cariglia, ungur Akureyr- ingur sem nú starfar sem sellóleikari í Boston í Bandaríkjunum. „Þetta verða tónleikar með klassísku sniði,“ sagði Guðmundur Óli, en hljómsveitin leikur nú í annað sinn sinfóníu eftir Brahms. „Við höfum gert Beethoven ágæt skil, búin að leika nánast allar hans sinfóníur og höf- um nú snúið okkur að því að leika Brahms,“ sagði hann. Nicole Vala stundaði nám við Tón- listarskólann á Akureyri en lauk framhaldsnámi í Bandaríkjunum. „Hún er í hópi þeirra hljóð- færaleikara sem eiga hér rætur og hafa fengið sitt tækifæri með hljómsveitinni, leikið með sem nemandi og einnig eftir að hafa lokið framhalds- námi og fær nú færi á að spreyta sig sem ein- leikari,“ sagði Guðmundur Óli. Hann sagði tónlistarnemendur á Akureyri fá fleiri tækifæri til að leika í hljómsveit en víða annars staðar, margir lengra komnir nemendur væru þegar orðnir vel þjálfaðir í að leika í hljómsveitum þegar þeir hefðu lokið námi. Aðventutónleikar verða í Akureyrarkirkju 12. desember og eru þeir fyrir alla fjölskylduna. Nemendur í gítar- og blásaradeild Tónlistar- skólans á Akureyri spila með hljómsveitinni nokkur jólalög sem Guðmundur Óli útsetur. Á tónleikunum verður frumflutt verkið „Jólaæv- intýri“ eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við sögu Jóns Guðmundssonar. Einleikari verður László Czenk, skólastjóri Tónlistarskólans á Hvols- velli, sem verið hefur hljóðfæraleikari með SN til margra ára, en hann flytur hornkonsert eftir Franz Antonio Rosetti. „Þetta er efnisskrá sem er upplögð fyrir alla fjölskylduna, það ættu allir aldurshópar að hafa gaman af og um að gera að njóta aðventunnar með góðri tónlist,“ sagði Guðmundur Óli. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt Leik- félagiAkureyrar setur svo upp söngleikinn Óliver sem frumsýndur verður 28. desember. „Við erum mjög ánægð með þetta samstarf og eigum von á að þetta verði mjög gaman. Þetta er stór og viðamikil uppsetning og geysilega mikil og skemmtileg tónlist í þessu verki,“ sagði hljómsveitarstjórinn. Áætlað er að sýningar verði 30 talsins. „Við erum ánægð með að hafa fundið leið til að geta nú lagt fram krafta okkar með leikfélaginu á ný og gert það að verkum að sýningin verði að veruleika,“ sagði Guðmundur Óli, en hljómsveitin leggur fram fé á móti leik- félaginu til að hægt sé að setja sýninguna upp. Vínartónleikar eru á dagskrá 23. mars, á mið- vikudegi fyrir páska. „Eftir nokkuð langt hlé bjóðum við að nýju upp á vínartónlist og hún ætti að gleðja fjölmarga aðdáendur þeirrar tón- listar, en hún nýtur mikilla vinsælda. Þetta verður gert með stóra stílnum, við fáum óperu- söngvarana Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Jóhann Friðgeir Valdimarsson til liðs við okkur að þessu sinni,“ sagði Guðmundur Óli. Tónleikarnir verða í íþróttahúsi Glerárskóla. Nýtt verk eftir Snorra Sigfús Fjölskyldutónleikar verða haldnir í Samkomuhúsinu 17. apríl þar sem flutt verður verk eftir Snorra Sigfús Birgisson við smá- söguna „Stúlkan í turninum“ eftir Jónas Hallgrímsson. Snorri samdi þetta verk að beiðni SN nú í sumar. Tónverkið verður frumflutt á skólatónleikum vetrarins, en þeir verða haldnir í nánast öllum grunn- skólum í Eyjafirði og S-Þingeyj- arsýslu að loknu verkfalli. Næst liggur leiðin í Akureyr- arkirkju, en sinfóníutónleikar verða þar í vor, 8. maí, þar sem leikin verða verk eftir Mozart og Mendelssohn. Einleikarar á tónleikunum verða Greta Guðnadóttir fiðluleikari, konsertmeistari hljómsveitarinnar, og Guðmundur Kristmunds- son víóluleikari. Flutt verða Sinfonia concert- ante og forleikurinn að Don Giovanni, bæði verkin eftir Mozart, og sinfónía nr. 4 eftir Mendelssohn. „Við ljúkum svo starfsárinu með pomp og prakt austur í Mývatnssveit í samvinnu við Kórastefnu við Mý- vatn,“ sagði Guðmundur Óli. Hljómsveitin tekur nú þátt í Kórastefnunni þriðja sinni, hefur áður flutt Sköpunina eftir Haydn og Krýningarmessu Mozarts, en að þessu sinni flytur hún Messías eftir Händel með einsöngvurum og 150 manna kór. „Þetta er viðameiri dagskrá en við höfum áður getað boðið upp á og við erum mjög stolt af efnis- skrá okkar í vetur,“ sagði hljóm- sveitarstjórinn, en fjárframlög til sveitarinnar hafa hækkað lít- illega að hans sögn. Tónleikar vetrarins verða haldnir á fjórum stöðum á Akureyri. „Við þurfum sífellt að spila á nýjum og nýjum stöðum, hljómsveitin á engan samastað ennþá, en það stendur til bóta þegar menningarhúsið rís. Við horfum með mikilli bjartsýni til þess tíma, það mun allt horfa til betri vegar og stöðugir flutningar heyra þá sög- unni til.“ Ársmiðar á tónleika SN verða til sölu í Penn- anum Bókvali og gilda á þrenna tónleika vetr- arins. Ársmiðinn kostar 3.500 krónur. Tónlist | Sex tónleikar fyrirhugaðir á tólfta starfsári Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands Viðamesta dag- skrá frá upphafi Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kemur víða við í verkefnavali á þessum vetri. Guðmundur Óli Gunnarsson Í HAFNARBORG, Sverrissal, sýnir franska listakonan Valerie Boyce 38 lands- lagsmyndir unnar með olíulitum á striga og pappír. Listakonan dvaldi í Listamið- stöðinni Straumi í Hafnarfirði árið 1999, ferðaðist um landið og sótti þá innblástur víða í íslenskri náttúru. Myndirnar eru flestar ýmist af íslensku eða frönsku landslagi, en líka má sjá nokkrar húsa- og hafnarmyndir. Boyce sækir í rómantísk málverk 19. aldarinnar en jafnframt gætir áhrifa frá japanskri málaralist. Hún á til að end- urtaka mótíf eða landslagshluta frá ólíku sjónarhorni og flest eru þau frá skóg- arlendi Verville í Frakklandi þar sem listakonan er búsett. Myndir Boyce eru af ýmsum stærðum og gerðum. En eftir því sem þær eru smærri og fínlegri eru þær skarpari. Lítil frummynd af leikvelli í Reykjavík er t.d. miklu líflegri en endanleg útfærslan sem er sjöfalt stærri en frummyndin. Stærri myndirnar eiga nefnilega til að fletjast svolítið út. Styrkur listakonunnar í stærri myndum kemur hins vegar í ljós þegar hún nær að skapa sannfærandi birtu á myndfletinum. Farnast henni betur, að mínu mati, við að vinna með suðræna birtu í skógarlendi en norræna birtu í hráu og opnu landslagi. Allt virðist þetta samt eins og myndskýringar frá annarri plánetu eða dúnmjúkt draumalandslag. Morgunblaðið/Kristinn Eitt af málverkum Valerie Boyce. MYNDLIST Hafnarborg – Sverrissalur Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11–17. Sýningu lýkur 8. nóvember. Málverk – Valerie Boyce Jón B.K. Ransu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.