Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 3
hvítlauk (magn fer eftir smekk), hella vel af rjóma yfir og láta malla. Á meðan rjómasósan er að malla, skal fersku blóðbergi bætt út í og kjöt- eða grænmetiskrafti til að styrkja bragðið. Lambagrillsteikin kallar auðvitað á að grillið sé hitað og eins og við vitum, er þá best að grilla allt meðlætið. Í stað þess að pakka kartöflum í álpapp- ír, er enn betra að skera þær í báta og leggja á grill- ið, ásamt tómötum og lauk. Það tekur styttri tíma og hver bátur grillast á öllum flötum. Ágæt tilbreyting í meðferð á ofnsteikta lambalær- inu, er að bera það fram með búlgugrjónum og chillisósu. Það þarf í rauninni ekkert fleira, þótt auðvitað noti hver og einn sitt hugvit til þess að setja sinn persónulega blæ á réttinn. Hunangslambasteikin býður upp á ótal mögu- leika. Marineringin hér hefur sætukeim og því hægt að leika sér með ávexti. Sú útfærsla sem hér fylgir er að bera þessa gómsætu lambasteik fram með couscous með saffroni, pistasíum, apríkós- um, auk jógúrtsósu. Rib-eye lambasteikin verður að mikilli veislu- máltíð með tiltölulega einfaldri aðgerð. Það er gott að matreiða hana með sesamfræjum og bera hana síðan fram með pastasalati með gulrótum, feta- osti, sólþurrkuðum tómötum, ferskri basiliku og ólífuolíu. Heilsufóður Nútíminn vill ekki mör, nútíminn vill ekki fá upp í sig fitu sem flæðir um munninn og eitt af iðn- aðarleyndarmálum Norðlenska í vinnslu á Gour- met kjötinu er fituhreinsun eftir mjög nákvæmum aðferðum. Hver máltíð sem byggist á lambakjöt- inu frá þeim er því sannkölluð heilsumáltíð. Kal- oríum er stillt í hóf, kjötið má kallast af lífrænum ættum og síðan ræður hver og einn hversu miklu hann bætir við af kolvetnum, smjöri og rjóma. Því eins og sagt er: Maður lifir bara einu sinni. Hvers vegna ekki að njóta þess? Gourmet lambakjötið er verkað á Húsavík þar sem er að finna fullkomnustu framleiðslulínu fyr- ir lamb í heiminum. Eftir slátrun er kjötið látið fullmeyrna – en til þess hafa ekki allir aðstöðu í dag. Með tilkomu úrbeiningarlínu fyrir lamb frá Marel, hefur orðið bylting í vinnslu á lambakjöti. Öll meðhöndlun kjötsins er minni en áður var, þar sem kjötið fer mun hraðar í gegnum vinnsluferlið en það gerði áður. Kæling á kjötinu er alltaf í há- marki, sem skiptir höfuðmáli. Það er ljóst að minni meðhöndlun, færri handtök og stöðug kæl- ing viðheldur ferskleika og lengir geymsluþol kjötsins. Gourmet lambakjötið er sérstaklega valið og mikið snyrt. 6 1. Hunangslambasteik ásamt couscous með saffron, pistasíum, apríkósum, auk jógúrtsósu. 2. Lambaribeye með sesamfræjum, borið fram með pastasalati (gulrætur, fetaostur, sólþurrkaðir tómatar, basilikka og ólífuolía). 3. Ofnsteikt lambainnralæri með búlgurgrjónum og chillisósu. 4. Sinnepskryddað lamb með steiktu grænmeti (paprika, kúrbít- ur, blaðlaukur og eggaldin, oregano og ólífuolía) og blönduðu ólífusalati. 5. Lambagrillsteik með grilluðum kartöflum, grilluðum tómötum og grilluðum lauk. 6. Gourmet lambalæri með rósmarín kartöflum, bökuðum hvít- lauk og bökuðum perlulauk. Umsjón Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.