Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 4
KYNNING Um helgina verður opnuð antíkverslunin Antik- salan í Skúlatúni 6. Eigendur eru hjónin Berta Kristinsdóttir og Ragnar Bernburg. Verslunin leggur áherslu á vönduð antíkhúsgögn frá Frakk- landi og víðar frá 19. öld og má þar nefna glæsi- lega útskorna bókaskápa, borðstofuhúsgögn, klukkur, kertastjaka, stóla og silfurmuni. Allt er þetta afar vönduð smíði og vel með farnir gripir og ekki má gleyma því að antíkhúsgögn hafa þá sérstöðu að auka verðgildi sitt eftir því sem árin líða. Auk þess fylgir slíkum munum sérstök saga og sál og róandi andblær sem ekki er vanþörf á í erilsömu lífi nútímafólks. Skúlatúni 6. Sími 553 0755. Opið verður helgina 12.–13. apríl frá kl. 12–16 og kl. 10–17 aðra daga. 6 1 3 1. Skápur frá 1880 úr hnotu í „parisienne“-stíl sem einkennist af fínlegum útskurði. 2. Spilaborð úr eik, með skúffum fyrir spilapeninga, sérhannað eftir pöntun og er því eitt sinnar tegundar. Takið eftir fótunum í líki höfrunga. 3. Stofuklukka og kertjastjaki frá 19. öld – flest heldri miðstéttarheimili Frakklands á þessum tíma skörtuðu samskonar stofuklukku. Og hún gengur enn! 4. Stóll frá um 1860-80, notaður til bæna í heimahúsi. Ef vel er að gáð má sjá að áklæðið er dálítið slitið þar sem menn lögðu olnbogana á við bænina. 5. Hægindastóll frá 1800–1860 sem hægt var að fella saman ef bakið var tekið úr – oft notaður sem stóll til að sitja í utandyra. 6. Borðstofuborð í ítölskum stíl frá 1880-1930 - borðplata stækkanleg með inngreyptri skreytingu. 7. Eikarstóll með kistubekk frá 1860-1880 í síðgotneskum stíl, notaður sem skreyting á miðstéttarheimilum. 8. Sjaldgæft steikarsett úr silfri frá því um 1850. Hér má m.a. sjá sérstakt hald sem skrúfað var upp á lærislegginn svo mannshöndin kæmi hvergi nærri kjötinu. 4 5 2 6 87

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.