Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 8
Jafnvel hógværasta kaffibrauð hefst í æðra veldi þegar það er borið fram á fallegu stelli. Listin er að láta innihald og form tóna saman og gleðja augað jafnt sem bragðlaukana. Og þegar meðlætið er af fínustu sort þá gefst ekki betra tilefni til að draga fram sparistellið úr skápunum og dekka borðið. KONUNGLEGT KRUÐERÍ 1 3 4 2 7 56 1. Mávastellið sígilda frá Bing & Grøndahl sem manni finnst næstum því að hljóti að vera íslenskt, svo samgróið er það sunnudagskaffinu, er enn í fram- leiðslu, nú hjá Royal Copenhagen. Möndlukökur og heitt súkkulaði kórónar daginn. 2. Jugend empire- stell frá Bavaria. Einfaldur glæsileiki í lit og formi stendur fullkomlega undir konunglegri franskri súkkulaðitertu. 3. Dagmar túrkis frá Royal Copen- hagen, frá því um 1939. Franskt skólabrauð eða stúd- entakökur með, konfektmoli með úrvals hnetum og þurrkuðum ávöxtum. 4. Óviðjafnanlegur mintugrænn litur í Dagmar-stellinu frá Royal Copenhagen tónar fullkomlega við frönsku pistasíu-möndlukökurnar sem bragðast jafn vel með kaffi og kampavíni. 5. Mokkastell frá Royal Copenhagen. Örlítill kaffisopi með litlafingur sperrtan, kvenleiki og þokki fylgir af sjálfu sér. 6. Nóbelstell frá árinu 2000, hannað af „silfurprinsinum“ Sigvard Bernadotte, sænska prins- inum sem afsalaði sér titlinum þegar hann giftist stúlku sem ekki var af tignum ættum. Hann skapaði sér sinn eigin titil sem einn af brautryðjendum nor- rænnar list- og iðnhönnunar. Berjasnitturnar setja punktinn yfir hinn ferska, sænska anda. 7. Mokka- stell frá því um 1840 frá Bavaria með súkkulaði- bananaköku. Stell frá Antik Kuriosa Kökur frá Sandholt bakaríi Hvítur súkkulaðidrykkur 100 g hvítt súkkulaði 1⁄3 stöng vanilla frá Tahiti 1 lítri nýmjólk mynta eða sítrónumelisa Sjóðið kryddjurtirnar í mjólkinni en fylg- ið annars sömu aðferð og notuð er við heita súkkulaðið. Berið fram heitt eða kalt. Heitt súkkulaði 100 g dökkt súkkulaði manjari 64% frá Valrhona ½ stöng vanilla frá Tahiti 4 dl létt mjólk 1,5 msk sykur ½ dl rjómi ½ stöng kanill Hakkið súkkulaðið fínt í skál, skerið van- illustöngina fyrir miðju og skafið kornin úr. Mjólk, sykur, rjómi, kanill og van- illukorn eru sett í pott og hituð að suðu. Bætið súkkulaðinu í þremur til fjórum skömmtum. Kælið yfir nótt til að leyfa mjólkursýrunni að brjóta sig. Drykkurinn verður þá flauelsmjúkur og skarpur. Hitið súkkulaðið upp áður en það er drukkið og berið fram með léttþeyttum rjóma. Texti: Steinunn Haraldsdóttir Myndir: Áslaug Snorradóttir Uppskriftir: Ásgeir Sandholt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.