Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 13
Að sjóða egg Notið nóg vatn svo það fljóti yfir eggin. Ekki nota lok. Suðutími telst vera frá því að vatnið sýður. Ef rifa er á skurninni er gott að salta vatnið dálítið. Skolið eggin í köldu vatni þegar þau eru soðin, svo auðveldara sé að ná skurninni af. Suðutími miðast við að eggin séu nýtekin úr ísskáp. Linsoðin egg – 3 mínútur. Prófið að strá rifnum osti, sellerísalti, dilli eða tabasco yfir soðið eggið. Ef eitthvað af eggjunum verður afgangs er hægt að sjóða þau áfram í 8 mín- útur í viðbót svo þau verði harðsoðin. Harðsoðin egg – 9 mínútur. Stærri egg þurfa aðeins lengri tíma en minni. Spælegg Spælegg steikist við vægan hita í bráðinni fitu, ekki brúnaðri. Það er einnig hægt að nota dálítið af vatni í staðinn fyrir fitu. Að geyma eggjarauður Setjið rauðurnar í bolla og vatn yfir og geymið í ís- skáp. Getur geymst í 1 sólarhring. Ef rauðan er hrærð út með dálitlu salti eða sykri má geyma hana í frysti í allt að 6 mánuði (2 tsk sykur eða ½ tsk salt fyrir 6 rauður). Að geyma eggjahvítur Ef hvíturnar eru settar í skál með þéttu loki geymast þær í 6 daga í ísskáp. Allt að 8 mánuði í frysti. Kínversk postulínsegg Skemmtileg viðbót á morgunverðarborðið, sem smáréttur eða með súpunni. Takið nokkur harð- soðin, kæld egg. Rúllið þeim varlega á borði svo skurnin smáspringi. Setjið í pott með mjög sterku tei og telaufum og látið eggin liggja í leginum í klst. Þá fá eggin marmaraáferð og líta út eins og postulín. 100 g af eggi innihalda 160 kaloríur. Stell og 2 eggjabikarar: Duka Hördúkar og röndóttir Ittala eggjabikarar: Kokka Egg: Stjörnuegg Annað hráefni: Nóatún 01 03 04 05 06 07 08 09 10 02

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.