Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 20
Af hvítu þrúgunum hefur engin þrúga öðlast jafn- mikilla vinsælda og Chardonnay. Fyrir því eru margar ástæður. Margir byrjuðu að rækta hana ein- mitt vegna þess að bestu hvítvín Frakklands voru framleidd úr henni. Smám saman kom í ljós að hún dafnaði vel víðast hvar í heiminum og féll að auki vel að nútímalegum smekk neytenda. Þegar nýja- heimsbylgjan skall yfir Evrópu á níunda áratugnum voru Chardonnay-vín frá Ástralíu í fremstu sókn- arlínu. Allt í einu uppgötvuðu neytendur að hægt var að fá ódýr vín sem jafnframt voru ljúffeng og full af suðrænni sól. Við Íslendingar höfum ekki síður orðið fyrir þess- ari flóðbylgju Chardonnay-vínanna. Leit í verðlista ÁTVR á www.vinbud.is leiðir í ljós að í boði eru hvorki fleiri né færri en 142 Chardonnay-vín á Ís- landi. Það er ansi hátt hlutfall heildarframboðs hvít- vína hér á landi. Þetta eru vín frá öllum heiminum: Frakklandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Spáni, Chile, Arg- entínu, Bandaríkjunum, Ástralíu, Suður-Afríku svo nokkur ríki séu nefnd. Þetta eru ódýr vín í kringum þúsundkallinn og rándýr Búrgundarvín. Öll eiga þau það hins vegar sameiginlegt að vera unnin úr Chardonnay. Smám saman má segja að það hafi þróast fram ákveðinn alþjóðlegur Chardonnay-stíll. Með beit- ingu áþekks víngers og að láta vínin komast í snert- ingu við eik í lengri eða skemmri tíma var hægt að gera vín með nánast sömu einkennum á flestum vín- ræktarsvæðum veraldar. Auðvitað er ekki hægt að alhæfa um öll Chardonnay-vín en það er ekki heldur hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að þessi eins- leitni verður svolítið leiðigjörn til lengdar. Nokkur ár eru síðan upp fór að skjóta klúbbum sem kenndu sig við ABC eða Anything But Chard- onnay - Allt nema Chardonnay. Fólk sem var búið að fá sig fullsatt af yfirgangi Chardonnay-þrúgunnar og hinum einsleitu vínum sem víngerðarmenn um allan heim voru farnir að framleiða úr henni. Þetta fólk vildi vekja athygli á þeim mikla fjölda annarra vínþrúgna sem til eru í heiminum. Chard- onnay er nefnilega langt í frá eina stórkostlega þrúg- an. Margir vínunnendur eru til dæmis þeirrar skoð- unar að þrúgan Riesling sé konungur (eða drottning) hvítvínsþrúgnanna. Enginn önnur þrúga hefur jafnglæsileg karaktereinkenni og Riesling og þegar hún fær að njóta sín til fulls gefur hún af sér vín sem geta valtað yfir nær öll önnur hvítvín. Hvað best er hún við Rín, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í franska héraðinu Elsass (Alsace). Vínin frá Mósel í Þýsksalandi eru nokkuð léttari og stund- um ögn sætari en síst síðri. Bestu Móselvínin eru tví- mælalaust í flokki göfugustu vína sem framleidd eru. Samt njóta þau takmarkaðra vinsælda hér á landi þessa stundina, rétt eins og önnur þýsk vín. Og ekki má gleyma austurrísku hvítvínunum en þau eru líklega eitthvert best geymda leyndarmál vín- heimsins. Hver sá sem smakkað hefur á toppgæða Riesling frá Austurríki á borð við vínin frá Bründlmayer veit hvað ég er að tala um. Chard- onnay? Gleymdu því. Önnur góð þrúga er Sauvignon Blanc. Hún á ræt- ur sínar að rekja til Loire-dalsins í Fraklandi og þekktustu afurðirnar koma frá þorpunum Sancerre og Pouilly. Þá eru hvítu vínin frá Bordeaux fram- leidd úr Sauvignon Blanc (í bland við þrúguna Sém- illon). Góð vín úr Sauvignon Blanc koma frá ýmsum Evrópuríkjum og einhver þau bestu sem ég hef smakkað eru frá Steiermark í Suður-Austurríki. Þau sem notið hafa hvað mestra vinsælda koma hins vegar frá ríkjum utan Evrópu. Hér á landi eru það hin yndislega skörpu og fersku (að ekki sé minnst á ódýru) Sauvignon vín Chile sem hafa tröllriðið markaðnum. Vín frá framleiðendum á borð við Santa Ines og Montes, svo vín séu nefnd sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Og líklega hafa engir náð CEKKI MEIRA CHARDONNAY!! Nokkur ár eru síðan upp fór að skjóta klúbbum sem kenndu sig við ABC eða Anything But Chardonnay Texti: Steingrímur Sigurgeirsson Myndir: Áslaug Snorradóttir Þ Þegar hvítvín er nefnt er orðið Char-donnay líklega það fyrsta sem mörgumdettur í hug. Margir eru hættir að biðja um glas af hvítvíni á vínbörum og veit- ingastöðum og fara þess í stað fram á það við þjón- inn að hann færi þeim glas af „Chardonnay“. Lík- lega gera allir sér ekki grein fyrir því hver eða hvað þessi „Chardonnay“ er í raun. Er þetta stíll? Er þetta svæði? Er þetta land? Eða er þetta kannski um- svifamikill víngerðarmaður? Eða er Chardonnay einhvers konar vörumerki svona rétt eins og Pepsi og kók? Nei. Chardonnay er ekki kók hvítvínanna þótt stundum mætti halda það. Þetta er heiti á litlu þorpi á Maconnais-svæðinu í suðurhluta Búrgund í Mið- Frakklandi. Raunar mjög litlu þorpi, það eru eflaust einungis nokkur hundruð manns sem búa í þorpinu með þessu heimsþekkta nafni. Chardonnay er líka heitið á vínþrúgu, sem á rætur sínar að rekja til Búrgund eða Bourgogne eins og það hérað heitir á frönsku. Mörg af bestu hvítvínum Frakklands koma frá þessu héraði og öll eru þau framleidd úr þrúg- unni Chardonnay. Það kemur hins vegar hvergi fram á flöskumiðanum. Þessi vín eru kennd við þorpin þar sem ekrurnar eru og jafnvel einstaka vín- ekrur. Nöfn á borð við Chablis, Puligny-Montrachet, Meursault, Beaune og Rully. Það að kenna vínin við þrúgu en ekki ekrur eða hérað er hefð sem má rekja til ungra vínræktarsvæða s.s. Bandaríkjanna og Ástralíu þar sem mun skemmri hefð er fyrir því að rækta vín á tilteknum svæðum. Það er ekki mörg ár síðan fæstir könnuðust við staðarheitin Barossa, Napa og Sonoma þótt nú hljómi þau kunnuglega í eyrum vínunnenda. Sumir tóku því til þess ráðs að nefna vínin eftir þekktum svæðum í öðrum löndum (bandarísk „Chablis“-vín voru seld hér til skamms tíma) og einhverjum snill- ingnum datt í huga að nefna vín sín eftir sjálfri þrúg- unni en ekki einhverju öðru. Nú eru jafnvel evrópskir framleiðendur farnir að nota þetta í auknum mæli og sjá má franskar Búrg- undarflöskur þar sem tekið er fram að þær séu fram- leiddar úr Chardonnay og rauðar Bordeaux-flöskur þar sem bent er á að uppistaða vínanna er þrúgan Cabernet Sauvignon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.