Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 32
01 02 03 Auður Stefánsdóttir nýtur þess að halda boð sem gestirnir taka þátt í að skapa. Hér er skyggnst inn í þrjú boð sem hún hélt. Í pastaveislunni voru systkyni hennar og Gunnars Thoroddsen mannsins hennar; átta fullorðnir og átta börn. „Boðin eru ekki formleg, oft ákveðum við eftir útivist að elda saman,“ segir hún. „Samverustundin er aðalatriðið þar sem allir tala í einu.“ Í fiskiveislunni tóku allir þátt en í hana komu bróðir Gunnars og mágkona. „Það er miklu skemmtilegra þegar allir hræra í pottunum og bæta einhverju við,“ segir Auður og að ekki sé endilega stuðst við uppskriftir. „Stundum byrjum við að elda saman klukkan fimm og síðasti bitinn hverfur ekki fyrr en klukkan tíu. Auður er í saumaklúbbi með 9 vinkonum sínum og hittast þær mánaðarlega. „Þetta er glaður og samheldinn hópur, sem gerir ýmislegt saman eins og að fara í utan- landsferðir og sumarbústaðaferðir,“ segir Auður. PASTAVEISLA, AUSTURLENSK FISKIVEISLA OG SAUMAKLÚBBUR Texti: Gunnar Hersveinn Myndir: Áslaug SnorradóttirU P P S K R IF T IR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.