Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 6
m6 KJÚKLINGA- OG SÍTRÓNUSÚPA Þessi kjúklinga- og sítrónusúpa passar eflaust ekki vel fyrir alla fjölskylduna, börnin kunna kannski ekki nógu vel við súra keiminn sem er af súpunni en við mælum með þessari súpu í næsta saumaklúbb eð kvöldverðaboð og þá með góðu nýbökuðu brauði. 1 1/2 lítri kjúklingasoð 100 g basmati- og villihrísgrjón 1 stór kjúklingabringa, skorin í þunnar ræmur 3 msk sítrónusafi 3 stórar eggjarauður 60 g Parmigiano Reggiano ostur ferskt múskat rifið niður salt hvítur pipar ítölsk steinselja til skreytingar Sjóðið kjúklingasoðið, lækkið hitann og bætið hrísgrjón- um út í, látið sjóða í 5 mínútur. Bætið kjúklingastrimlun- um út í og sjóðið í 5 mínútur (þetta er hægt að gera að morgni og hafa súpuna að kvöldi). Hrærið saman eggja- rauður og sítrónusafa í stóra skál, blandið helmingnum af ostinum út í. Geymið. Þegar þið berið súpuna fram þá hitið þið hana að suðu, hellið út í eggjahræruna og hellið síðan aftur út í súpupottinn. Kryddið með múskati og pipar og stráið afganginum af ostinum út í. KARTÖFLUSÚPA 600 g stórar mjölmiklar kartöflur 1 laukur, niðurskorinn 4-5- hvítlauksrif olía handfylli af fersku timían lárviðarlauf 1 1/2 l vatn rjómi steinselja salt nýmalaður pipar Skerið kartöflur niður ásamt lauk og hvítlauk. Steikið laukinn ásamt timíani og látið malla rólega ásamt lárviðarlaufi (lárviðarlaufið er fjarlægt að lokinni suðu). Bætið kartöflum út í ásamt vatni, (helmingnum), þó ekki öllu og látið sjóða í tvær klukkustundir. Maukið í matvinnsluvél, hellið aftur í pottinn og kryddið með grænmetiskrafti, salti og pipar og bragðbætið með rjóma. Skreytið með steinselju. Sigurlaug og kátar konur skemmta sér í árlegu kampavínsboði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.