Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 7
m7 BRAUÐSÚPA MEÐ TÓMÖTUM OG BASIL F. 4 Ég hef alltaf átt erfitt með að borða brauðsúpur og þegar amma Silla breytti matseðlinum í hádeginu og gaf mér brauðsúpu í staðinn fyrir hrísgrjónagraut, þá dæsti ég alltaf, reyndi þó að borða hana en var fljót að hella henni í vaskinn þegar amma labbaði út úr eldhúsinu. Brauðsúpan sem ég bý til núna er ekki einu sinni fjarskyld íslensku rúgbrauðs- súpunni, í súpunni minni er gamalt ítalskt brauð, tómatar, hvítlaukur og basil. 2 sneiðar gamalt ítalskt brauð grænmetissoð, til að leggja brauðið í 2 dósir niðursoðnir tómatar eða ferskir tómatar ólífuolía 4 hvítlauksgeirar handfylli af basilíku svartur nýmalaður pipar Leggið brauðið í grænmetisoðið. Steikið hvítlaukinn í olíu. Bætið tómötum út í og hrærið af kátínu, bætið basilíku út í, kryddið með salti og nýmöluðum pipar. Takið brauðið úr skálinni og kreystið safann úr brauðinu og maukið það í höndunum og bætið út í tómatana. Hitið skál og berið súpuna fram. GRASKERSSÚPA F. 6 Þá er komið að mauksúpunum hans Kristjáns kokks í Ríkisút- varpinu. Þær eru einstaklega skemmtilegar og hollar vegna þess að þær eru ekki bakaðar upp en maukað grænmetið gerir þær þykkar. Þessi súpugerð tekur svolitla stund því það þarf að sjóða grænmetið í 2 klukkutíma. 1 lítið grasker, skrælað og skorið í teninga 1 laukur niðurskorinn 4-5 hvítlauksrif handfylli af kóríander cummin 2-3 sm af fersku engiferi 1 1/2 l vatn chilipipar eða tapasco hænsnakraftur eða nautakraftur 1/2 dós kókosmjólk Steikið lauk og hvítlauk og látið malla við vægan hita. Kryddið með kóríander, cummin og engifer. Bætið gras- kerinu út í ásamt vatni, þó ekki öllu og sjóðið í tvær klukku- stundir. Maukið súpuna í matvinnsluvél, hellið henni aftur í pottinn og bætið við vatni. Kryddið ykkur áfram með salti og pipar og hænsna- eða nautakrafti ásamt chilipipar og hellið kókosmjólkinni í súpuna. GULRÓTARSÚPA 1/2 kg gulrætur, niðurskornar 1 laukur 4-5 hvítlauksgeirar handfylli af kóríander 3 sm engifer kjötkraftur rjómi nýmalaður pipar graslaukur til að skreyta Skerið niður lauk og hvítlauk og og látið malla ásamt engifer og kóríander. Bætið niðurskornum gulrótum út í ásamt vatni þó ekki öllu (helmingnum). Látið sjóða í tvær klukkustundir. Maukið í matvinnsluvél, hellið aftur í pottinn og kryddið með kjötkrafti, pipar og salti. Bragðbætið með rjóma og skreytið með graslauk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.