Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 12
Þessar niðursoðnu sítrónur passa mjög vel við Norður-Afríku eldhúsið. Sítrónurnar verða ljúfar á bragðið og ekki súrar. Þær eru hægt að nota til dæmis með kúskús-, lamba- og kjúkl- ingaréttum. Þegar sítrónurnar eru tilbúnar er ágætt að nota olíuna til dæmis með því að hella á kjúkling og fisk eða búa til salatolíu. 2 sítrónur 75 g gróft salt 1 1/2 dl sítrónusafi 1 dl ólífuolía Þvoið sítrónurnar og þurrkið vel. Skerið þær í 8 báta og setjið í skál. Blandið saman salti og sítrónusafa og hellið yfir sítrónubátana. Setjið í gler- krukku með glerloki. Lokið vel og vandlega og látið sítrónurnar mariner- ast í sjö daga við stofuhita. Hristið krukkuna daglega og takið létt dans- spor á meðan. Setjið sítrónurnar í kæli. Hellið ólífu- olíu ofan á þær til að þær geymist vel og þær má geyma í 7 mánuði. Berið þær fram við stofuhita. yndislegar sítrónur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.