Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 28
m28 Þar ríkir hin eftirsóknaverða “eins- og-í-útlöndum” stemmning þar sem kátt sölufólk keppist við að kynna fyrir vegfarendum girnilegar afurðir og þarna má kaupa glæ- nýtt grænmeti sem ræktað hefur verið úti undir beru lofti, sérlega bragðmikið og heilnæmt, ný- veiddan silung og murtu sem tók síðasta spriklið fyrir korteri, heimalagaðar pestósósur, ilmandi rósir, kryddjurtir og lækningagrös og alltaf er eitthvað nýtt og fram- andi til að bragða á og prófa og skemmtilegar uppákomur í gangi. Aðstandendur markaðarins eru öll áhugamenn um græna matar- menningu og vön að versla á matarmörkuðum erlendis. Þeim langaði til að gera eitthvað svipað hér heima og skapa vettvang fyrir fólk sem vildi koma vöru sinni á framfæri. Þau byrjuðu fyrir einum fimm árum með eitt borð með uppskerunni úr bakgarðinum hjá sér en í dag hefur markaðurinn heldur betur breitt úr sér og fjöldi gesta sýnir að sífellt fleiri eru að komast á græna bragðið. Á haustin er haldinn mikil upp- skeruhátíð á vegum útimarkaðar- ins og eitt af því sem þar er ómiss- andi er grænmetislasagnaið henn- ar Gunnu í Skuld. Hún var svo vin- gjarnleg að gefa lesendum m- blaðsins uppskriftina að því ásamt fersku tómatpestó. GRÆNMETISLASAGNA 1 dós (stór) mauksoðnir tómatar 1 glas sólþurrkaðir tómatar 1 hvítlaukur 1 msk oregano 1 msk kúmen 1 tsk svartur, grófmalaður pipar 1 tsk salt 2 grænmetisteningar 1/2 tsk chilipipar 2 msk hunang 2 blaðlaukar (púrra) spergilkál, grænkál, hvítkál, gul- rætur, svartkál eða hvaða græn- meti sem er lasagnablöð AB-mjólk mozzarella-ostur Tómatar og hvítlaukur sett í mat- vinnsluvél. Kryddið. Þetta er síðan látið krauma við vægan hita í 15- 20 mínútur. Brytjið grænmeti og léttsjóðið og sjóðið lasagnaplöturnar (ef vill). Síðan er raðað í eldfast mót í þessari röð: lasagnaplötur, grænmeti og tómatmauk, AB-mjólk og mozza- rellaostur, endið á lagi af AB- mjólk og osti. Bakið í ofni við 180 gráður í u.þ.b. 20 mín. Sveitamarkaðurinn Mosskógum í Mosfellsdal hefur fest rætur í matarmenningu íbúa á höfuðborgar- svæðinu og þeir orðnir fjölmargir sem leggja leið sína þangað á laugardögum á sumrin og fram á haustið. Grænir & vænir dalsbúar Grænmetislasagna Tómatpestó TÓMATPESTÓ Hlutföllin í þessari uppskrift eru til viðmiðunar, best er að prófa sig áfram og smakka til svo útkoman verði eftir eigin smekk. Tómatpes- tó er mjög gott með pasta, fiski og kjöti, t.d. kjúklingi en líka bráð- gott með brauði og snakki. 1/2 dós niðursoðnir tómatar 1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar – notið dálítið af olíunni með 4 hvítlauksrif 1 msk rifinn, ferskur parmesanostur grófmalaður, svartur pipar sýróp og salt Niðursoðnir og sólþurrkaðir tóm- atar ásamt hvítlauk eru maukaðir í matvinnsluvél. Parmesanosti og smávegis af sýrópi bætt við. Saltið og piprið og smakkið til. Geymist vel í kæli í u.þ.b. mánuð. ST E IN U N N H A R A LD SD Ó TT IR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.