Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 32
BLÁBERJALEGINN SVARTFUGL MEÐ VILLIBRÁÐARSÓSU (Fyrir 3-4) 6-8 svartfuglsbringur Beikonostur eða beikonstrimlar 1/2 l rjómi MARINERINGAR LÖGUR: 1 dl matarolía 1 krukka bláberjasulta 1 1/2 msk aromat 1/2 msk hvítur pipar 1 1/2 msk villibráðarkrydd Öllu blandað saman. Skerið bringurnar í hæfilega bita og marinerið þá síðan í leginum í að minnsta kosti 24 tíma í ísskáp (jafnvel lengur). Snöggsteikið bitana á pönnu svo þeir lokist báðum megin. Raðið bitunum í eldfast mót og smyrjið beikonosti vel yfir eða klippið niður beikonstrimlar og setjið bitana á hvern kjötbita, gott er að festa þá með tannstöngli svo þeir haldist. Hellið rjóma yfir bitana. Bakið í 20- 25 mín. í 150 gráða heitum ofni. Ausið rjómanum yfir á 10 mínútna fresti yfir alla bitana. Kjötið verður afskaplega meyrt og gott. VILLIBRÁÐARSÓSA Dálítið af rjómasoðinu sem kem- ur í mótið með bringunum 1 teningur villibráðarkraftur, uppleystur 1 tsk aromat 1/2 tsk hvítum pipar 1 tsk villibráðarkrydd 1/2 l rjómi 1 1/2 msk mysingur Skvetta af púrtvíni Blandið öllu saman í pott og látið suðuna koma upp. Látið sjóða í 2 mínútur eða svo. Setja má 1 msk af bláberja- eða rifsberjasultu út í til að sæta sósuna Með þessum rétti er gott að bera fram ostasalat og kartöflur. OSTASALAT Vínber, græn eða blá og magn eftir smekk, 1 púrrulaukur 1/2-1 paprika skorin í bita 1 mexikóostur 1/2 piparostur 1 bóndabrie 2 skinkubréf 1 lítil dós ananaskurl 1 dós sýrður rjómi 125 ml mæjónes Skerið vínberin í bita og takið steinana úr. Skerið grænmeti í bita, skinku og ost í teninga og blandið öllu saman. Ananaskurli bætt út í, ef vill. Pískið saman sýrðan rjóma og mæjónes og hrærið smátt og smátt út í salatið VINSÆLASTI SALTFISK- RÉTTURINN Í GRÍMSEY Þessi réttur kemur frá Sigrúnu Þor- láksdóttur og kvenfélag staðarins ber hann oft fram á sjávarrétta- kvöldum eða í veislum enda bæði einfaldur og bragðgóður. Beinlaus saltfiskur er útvatnaður mjög vel í miklu vatni, í allt að tvo daga (skipt tvisvar um vatn). Sker- ið stykkin í strimla og veltið upp úr hveiti eða setjið hveiti og stykkin í poka og hristið. Brúnið stykkin í matarolíu á pönnu þar til þau eru orðin gullin og rað- ið síðan í eldfast mót. Saxið sveppi og lauk og mýkið í smjöri á pönnu og setjið í fatið með stykkjunum. Hellið rjóma, magni eftir smekk, yfir fiskinn. Bakið í 10-15 mínútur í 200 gr heitum ofni. MORGUNMATUR HÚSBÓNDANS - SPÆLT EGG MEÐ RAUÐKÁLI OG KOKTEILSÓSU Panna hituð með dálitlu af olíu. Brauðsneið af fínu brauði sett á pönnuna, hringur er tekinn úr miðju sneiðarinnar þannig að rauðan úr egginu passi ofan í hann. Eggið (hænuegg, rituegg eða hvaða egg sem er) brotið þannig að rauðan falli ofan í hring- inn en hvítan fari yfir brauðið. Steikt í mínútu eða svo. Brauðinu snúið við með spaða þannig að rauðan haldist í hringnum og steikt þeim megin líka. Borið fram með rauðkáli og kokteilsósu! SNÖGGSTEIKTUR SVARTFUGL SOÐINN Í MALTI 4 fuglar í skipinu Hitið olíu á pönnu og hafið hana vel heita. Snöggsteikið kjötið á hvorri hlið í örfáar sekúndur. Kryddið með salti og hvítum pipar hvor hlið. Fyllið pott af maltöli og látið fugl- inn ofan í þannig að hann fari al- veg á kaf. Kryddið með 2 tsk eða svo af timi- an og sjóðið við hægan hita í 45- 60 mínútur. Gott er að bera fram kartöflusalat með. SYKRUÐ EGG AÐ HÆTTI GRÍMSEYINGA Skreppið í bjargið og náið ykkur í egg, t.d. langvíu og álkuegg. Sjóðið í 4 mínútur (með- alstærð) frá suðu. Snöggkælið. Skurnin tekin af og eggin sykruð og best er að sykra hvern munnbita fyrir sig. svo fylgjast megi með því að það verði ekki of blautt. Í þessa uppskrift má nota hvaða ost sem er, líka venjulegan mjólk- urost en hér eru valdir ostar í bragðsterkari kantinum. KARTÖFLUR MEÐ OSTI Sjóðið kartöflur og skerið síðan í báta (með hýðinu). Raðið bátunum í eldfast mót og setjið smjörklípur hér og þar ofan á bitana. Kryddið ca 2 dl af matarolíu með salti og pipar og dálitlu af hvít- lauksdufti og hellið kryddolíunni yfir bátana. Raðið sneiðum af osti ofan á og setjið fatið í ofn í u.þ.b. 10 mínút- ur þar til osturinn bráðnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.