Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 36
m37 Hvaða vín skal velja?Hvaða vín skal velja? Þær eru margar spurningarnar sem upp geta komið þegar vín er annars vegar og fyrir óvana er frumskógurinn þéttur. Í vínbúðum ÁTVR er lögð áhersla á gott vöruúrval og góða þjónustu. Starfsfólk með sérþekkingu leggur metnað í að leysa úr spurningum viðskiptavinarins en það er líka hægt að stytta sér leið. Heimasíða ÁTVR, www.vinbud.is opnar fyrir þér búðina á öllum tímum með skýrum og greinargóðum upplýsingum, leitarmöguleikum og margháttuðum fróðleik - og þar er líka hægt að versla. Hvar finn ég rauðvín á 1.500 kr. sem hentar með ostunum? Efst á forsíðu vefjarins er hægt að leita á fljótlegan hátt eftir vínflokki, tegund og landi og hér má einnig sjá greinar og fréttir úr vínheimum. Vinstra megin eru ýmsir valhnappar sem veita aðgang að nánari upplýsingum. Neðar er hægt að sjá hvaða vín eru í reynslusölu. Undir hnappnum Vörulisti eru nánari upplýsingar um vöruúrval vínbúða. Vínunum er skipt í flokka eftir tegund, upprunalandi og svæði og síðan fylgir hverju víni stutt og greinargóð lýsing. Sérlega þægileg eru táknin sem fylgja og sýna með hvers konar mat vínið hentar, t.d. er mynd af lambi ef vínið hentar með lambakjöti, oststykki ef það smakkast vel með ostunum og svo framvegis. Einnig má sjá áfengisstyrk vínsins og verð. Ef vín vekur áhuga er hægt að komast að því í hvaða vínbúð það fæst eða kaupa það beint af vefnum með því að smella á það og setja í innkaupakörfu. Þar sést hvað allt kostar ásamt sendingar- kostnaði. Eftir innskráningu er hægt að kaupa, bæta í körfu eða hætta við. Leitin auðvelduð Undir vörulistahnappnum er líka að finna mjög öfluga leitarvél sem hjálpar manni að finna réttu tegundina af víni. Það er að sjálfsögðu hægt að leita eftir nafni og tegund en einnig er hægt að gera leitina ítarlegri og setja skilyrði um verð, vínbúð, hvaða mat vínið á að henta með, upprunaland vínsins og jafnvel berjategund - ef það verða nú einmitt að vera Chardonnay- þrúgur frá Nýja Sjálandi í þetta sinn með ostunum. Hvaða vín hentar best með steikinni? Er til lífrænt ræktað rauðvín? Hvað þarf mikið vín fyrir veisluna? Kynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.