Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 40
m40 Stundum eru réttirnir fjórir, stundum fimm, stundum sjö. Slíkir seðlar eru farnir að sjást í auknum mæli á Íslandi og einhver sá glæsilegasti er árstíðaseðillinn á veitingastaðnum Vox, sem opnaði á Hotel Nordica við Suðurlandsbraut fyrr á þessu ári. Kokkateymið á Vox, þeir Hákon Már Örvarsson, Gunnar Karl Gíslason og Sigurður Gíslason hafa sett saman stórkostlegan seðil og á árstíðaseðlin- um er að finna margt af því besta á honum. Réttirnir eru allir á á la carte seðlin- um en skammtastærðirnar hafa verið minnkaðar til að gestir komist í gegnum fimm rétta máltíð án þess að gefast upp. Á sumarseðlinum, sem verður í gangi eitthvað fram á haustið, er byrjað á Carp- accio úr kálfavöðva með ostrusveppa vinaigrette, geitaosti, klettasalati og æti- þistli. Meyrt kálfakjötið er tilvalinn inngangur inn í stóra máltíð áður en farið er í fiskréttinn, pönnusteikta sandhverfu með tómatateningum, ólífuolíu, grænert- um og kryddjurtasalati. Þegar hér er komið við sögu standa menn frammi fyrir vali. Á að halda áfram í sjávarréttunum og fá sér laxa- og humarrúllu með grænertum, vorlauk og steiktu kartöflugnocchi, anískrydduðum humarsoðgljáa og ólífuolíu? Eða - væri kannski betra að velja sér hægeldaða kjúklingabringu með marjoram og hvít- lauk, framreidda með vorgrænmeti, Tio Pepe sérrísoðkjarna og sítrónuólíf- uolíu? Sá á kvölina sem á völina. Þá tekur við úrval osta sem er framreitt með hnetubrauði (fátt er betra með góðum ostum) og ávaxtachutney. Loks er endað á búðing, Mascarpone Panna Cotta með jarðarberjum, jarðar- berjasorbet og jarðarberjasósu. Með þessu koma á borðið stökkar hunangs- og anísskífur. Gissur Kristinsson, veitingastjóri Vox, segir markmiðið með árstíðaseðlinum að fá fólk til að upplifa eitthvað sérstakt. "Við bjóðum upp á að velja vín með seðl- inum og leggjum þá metnað okkar í að bjóða upp á vönduð og góð vín. Það er ekki verið að koma með einhver kassavín í glösunum heldur vín í hæsta gæða- flokki. Með þessum seðli höfum við til dæmis boðið mikið upp á Chablis frá La Chablisienne og Sancerre frá Pascal Jolivet. Þeir sem hafa valið laxinn hafa síð- an fengið eitthvert mjög vandað Chardonnay-vín en með kjúklingnum höfum við stuðst mikið við rauð Búrgundarvín, ekki síst Cotes de Beaune frá Joseph Drouhin. Það er stefna okkar að tryggja að fólk upplifi eitthvað sérstakt og standi upp frá borðum með þá tilfinningu að það hafi notið glæsilegrar máltíð- ar, sem hafi verið peningana virði," segir Gissur. Þegar líða tekur á haustið verður skipt yfir í nýjan matseðil sem endurspeglar breytta árstíð og segir Gissur að þá megi búast við því að villibráðin, hreindýr og gæs, verði fyrirferðarmikil á seðlinum. Fennikkukryddað crème brûlée með engiferfroðu.Carpaccio úr kálfavöðva með kryddjurtum, ostrusveppavinaigrette, geitaosti, klettasalati og ætiþistli. Mascarpone “Panna Cotta” búðingur með ferskum jarðaberjum, jarðaberjasorbet og jarðaberjacoulis. Stökkar hunangs- og anísskífur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.