Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 41
Hingað til hafa það verið vandaðar kristals- og postulínsvörur sem hafa einkennt verslunina, þetta er síung verslun sem breytir sér í takt við tím- ann. Nú hefur verið opnuð ný deild með „mjúkar vörur“ í báðum verslununum, Kringlunni og Faxafeni. Þar er í boði mikið úrval af einstaklega fallegum og mjúkum sængurfötum á mjög góðu verði, einnig mik- ið úrval af vönduðum rúmteppum. Ef ætti að telja upp fleira þá má nefna gardínur, púða, amerísk handklæði og baðmottur og gólf- mottur úr hör. Ekki má gleyma dúkunum. Mjög falleg barnalína er einnig á boðstólum í mjúku deildinni hjá Tékk Kristal. Í henni er boðið upp á barnasængu föt, teppi, rúm- teppi, falleg og vönduð mjúk dýr sem má setja í þvottavélina. Þessa viðbót við vöruúrval verslunarinnar er vert að skoða, því þar er svo margt sem fegrar heimilið - já og lætur manni líða vel. Nýja mjúka deildin í TÉKK KRISTAL GEORGE FOREMAN HEILSUGRILL Nýtt heimilistæki í eldhús landsmanna er komið á markaðinn - heilsugrill sem hannað er af heimsmeistaranum í hnefaleik til margra ára, George Foreman. Hallandi teflonhúðaðar grillplötur gera það að verkum að fituvökvinn rennur burt og maturinn verður því fitusnauðari og hollari auk þess sem brælan verður minni við steikinguna. Ofan á grillinu er sérstakur brauðhitari t.d. fyrir hamborgara- eða pylsubrauð sem gott er að halda heitum eftir að þau hafa verið snögggrilluð í tækinu. Á grillinu eru hækkanlegar hjarir fyrir þykkan mat, t.d. steikur, fisk í heilu eða brauðbeyglur. Plastspaðar og bakkar fyrir fituvökvann fylgja sem þola að fara í uppþvottavél, einnig fylgja fætur til upphækkunar á grillinu. Heilsugrillið er mjög auðvelt í notkun, fljótt að hitna og það tekur allt að helmingi skemmri tíma að elda matinn vegna hitans sem kemur frá grillplötunum beggja vegna við matinn þegar hann er grillaður. Í tækinu er hægt að elda hvaða mat sem er eins og t.d. hamborgara, pylsur, kjúklinga, steikur, fisk, grænmeti, ávexti, samlokur alls konar, auk þess er gott að grilla brauðmeti beint úr frystinum. Grillið er auðvelt að þrífa eftir notkun en þá er það tekið úr sambandi, vatni hellt yfir grillplöturnar og einfaldlega strokið yfir með eldhúspappír. George Foreman grillið hefur slegið öll sölumet í Bandaríkjunum, en þar í landi þykir nú jafn nauðsynlegt að eiga George Foreman heilsugrill og sjálfvirka kaffikönnu. Hentugt og fyrirferðarlítið heilsugrill í eldhúsið, fyrirtækið eða sumarbústaðinn sem einstak- lega auðvelt er að matreiða á. Íslenskar leiðbeiningar fylgja með heilsugrillinu ásamt nokkrum mataruppskriftum. Heilsugrillið fæst í • Hagkaupum í Smáralind • Expert Skútuvogi • Byko Breidd • Elko Smáratorgi Umboðsaðili er Marco heildverslun • www.marco.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.