Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 45
m451 nýtt í nestisboxið FERSKT OG SVALANDI • Það er góð hugmynd að nota lítið kælibox sem nestisbox því þá verður nestið lystugra, sum nestisbox eru þannig úr garði gerð. Hafið svalann eða vatnsflöskuna í frysti þannig að þegar það er tekið út um morguninn helst það kalt frameftir degi. AUSTRÆNIR STRAUMAR • Hitið núðlur og sigtið vatnið frá, setjið í box. Munið gaffal með. NESTISSPJÓT • Raðið á trépinna eða tréspjót, t.d. gúrkubitum, kirsuberjatómötum, pulsubitum, salatblöðum, paprikubitum – einnig hægt að setja skinku á brauð og skera brauðið svo í teninga og hafa með á spjótinu. Í raun sama venjulega hráefnið en í spennandi útfærslu. TIL AÐ NAGA: • Gulrætur, rófubiti, radísur, ostastangir, gúrkubitar. Hægt að hræra súrmjólk með dijonsinnepi, krydda með salti og pipar og dilli og hafa með sem ídýfu í litlum bikar. • Skerið niður mangó í bita, melónur eða aðra ávexti og setjið í lítil box. Nokkur vínber eða jarðarber eru líka vinsæl og þurrkaðir ávextir eins og apríkósur eða döðlur. • Ef perur eða epli eru skorin í báta er gott að kreista sítrónusafa yfir til að gefa frískandi bragð og þá verða ávextirnir ekki brúnir í boxinu. • Seríós í poka er alltaf vinsælt hjá yngri deildinni til að maula á – nú eða poppkorn. SAMLOKUTILBRIGÐI • Bregðið út af venjulegu skinkusamlokunni með því að rista brauðsneiðarnar og kalla herlegheitin klúbbsamloku. FYLLING Í PÍTUBRAUÐ • Hrærið saman vel þroskað avakadó með sýrðum rjóma og smyrjið pítubrauðið með því, saltið og piprið. Einnig má smyrja með tómatssósu. Fyllið með kjúklingi, gúrkum, papriku, salati, jafnvel sólþurrkuðum tómötum ef barnið er ævintýragjarnt. AFGANGAR • Notið afganginn af hrísgrjónunum eða pastanu kvöldið áður í salat eða sem fyllingu í pítu, notið kjötafgangana í samloku. HUNANGSBANANAR • Skerið banana í 4 bita og steikið í dálitlu hunangi á pönnu þar til bitarnir eru orðnir gullinbrúnir. Kælið í hálftíma eða svo – gott og öðruvísi með í boxið. GOTT RÁÐ FYRIR BÖRNIN • Fáið einhvern til að skipta við ykkur – alveg merkilegt hvað öðrum þykir “alltaf-sama-nestið” manns svakalega gott – og öfugt :) Er barnið orðið þreytt á eilífri jógúrt og banana í nestisboxinu? Ekki bjóða allir skólar upp á heitan mat og því er nestið nauðsynlegt. Samloka og ávöxtur er auðvitað alltaf gott en það er líka vinsælt að breyta til – og geta kannski notað afgangana úr ísskápnum í leiðinni. Auglýsing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.