Sunnudagsblaðið - 18.10.1959, Side 3

Sunnudagsblaðið - 18.10.1959, Side 3
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 563 Hjörtur Jónsson stud, theól, Hvers galzlu Karþago, sem állir eill siun hvíta, vaska synil MIÐJARÐARHAFSSTRÖND — svignandi döðlupálmar, öldugjálf- ur við ljósan sand, sól á háhveli, brennandi hiti. Hafið er blátt og sjóndeildarhringurinn krappur í hitamistrinu. Kiettahöfðf gengur fram í sjóinn. Þar er allur gróður skrælnaður og jarðvegurinn svið- inn, harður, brúnleitur leir, og gráir kalkklettar. Við stígum út úr stórum fólksvagninum, stúd- entar úr öllum heimi. Frakkar hafa látið til sín heyra. Þeir telja aðgerðir okkar beinast gegn spr °g' vilja koma í veg fyrir, að við höldum til Sakiet-Sidi Joussef, ITafa þeir sagzt vilja aðvara fjöl- skyldur þeirra, sem tækju þátt í þessufn leiðangri. Suinufn hafa þeir þegar skrifað bréf. Þeir segj- ast ekki taka ábyrgð á Jjví, að við verðum ekki skotnir. 'Vegna þess- ara aðgerða þeirra hefur för okk- ar til Sakiet-Sidi Youssef verið frestað og við dveljum í Túnis- borg í góðu yfirlæti. Tímann not- um við til þess að fara á bað- strandir, skoða söfn og rústir, sjá okkur um í Afríkú, landi svartra manna. Því erum við líka stödd hér á hvítri sandströnd. Ég segj við. Konur eru líka í hópnum, Valerie, ameríska, Barbara sænska, Díana enska og tvær innfæddar stúdín- ur. Flestir hafa kastað fötum I bíln ttm og eru'áðéins á sundbolum. Skó þarf þó að hafa á fótum, því að sandurinn er brennandi heit- ur, þar til kemur ofan í flæðar- málið. Margir hafa og sóllfattana til þess að verjast sólsting. Við flýtum okkur áð komást í sjóinn. Hitinn er mátulegur, en selta mik- il. Maður flýtur nærfi því eins. og korktaþpi. Þarna er fullt af folki, en það er flest hvítt, Evrópúþúar. Hvítar konur í baðfötum eftir Par- ísartízku þreyta knattleik. Það ,cr skrýtið í þessu landi, að sjá frjáls- ar konur. Múhameðstrúarkonurn- ar eru eigh eiginmannanna. likt og asnar þeirra og úlfaldar. Þær fá ekki að fara í sjóinn og baða sig, þótt ef til vill veitti nú sumum hverjum ekki af því. Þó sá ég ein- stöku vaða út í, en þá í fullum skfúða og haldandi bláeunni fyrir andlitinu. Má vera, áð þær hafi fengið fleng'ingu fyrir, samt held ég vart, ef þær hafa á engan hátt berað nekt sína. Þess vegna var það svo mikilvægt að halda blæj- unni rét't fyrir andlitinu, en skó- síðir kyrtlarnir varðveittu hitt. Það var mikil blessun að geta baðað sig í svölum sjónum.Að vísu sveið í sólbrunann, en það var samt sválandi. Við fórum í kapp- sund og knattleik, en skriðum síð- an upþ á ströndina og lögðumst í saridinn. Hann var mátulega heit- ur í fjöruborðinu og með því að velta sér á hliðarnar sitt á hvað, var hægt að forðast að skaðbfenna. Ekki vorurn við fyrr komin upþ í sandinn, en innfæddur tötrum klæddur náungi með trog á höfð- inu tók að angra okkur. Hann var berfættur, kolbrúnn og rifinn, talaði arabisku og pataði með hönd unum. í troginu, sem hann'setti fyrir okkur, bar hann gersemar 'sínar. Það voru hnetur, vindlingar vafðir innan í bréi' og sitthvað fleira, jafnvel tyggigúmmí. Enj?- inn vildi kaupa af honum, enda verðið óheyrilegt. Hann nefndi það á frönsku. Sá svarti lét ekki búg- ast fyrir það. Hann gekk aðeins í burtu og í stóran svei& kom síð- an áftur og tók að bjóða okkur vöru sína. Nú var allt orðið mun ódýrara og sumir fóru að kaupa. Brátt 'köm líka annar. Hann bar gosdrykki í körfu á höfðinu, en þeir voru ekki gefnir, þó glæptist eirin Fiririirin á því að kaupa sér eina flosku. Síðan varð þeim svárta ekki meira ágehgt og han'n gekk í burtu alveg eins og félagi hans hafði gert áður, kom síðan aftur og bauð gosdrykki fyrir hér úm bil helmingi lægra verð. Þannig er verzlað í Austurlönd- um. Innfæddu stúdentarnir höfðu tekið með handa okkur smurt bra'uð og ferska ávexti, perur og abríkósur. Þeir deildu með okkui' föngunum og við snæddum á hækj um okkar í heitum sandinum. Á eftir voru gosdrykkir, sém komu sér vel í þeim vítisþórsta Afríku. Siðan var stokkið í sjóinn aftur, en að því búnu haldið fótgangandi áleiðis. til, Karþagó. 'Við. gengum lötúr hácgt í hitanum. Það var iíka ýmisslegt að sjá. Lengra út með strönddnni voru konur að þvo ull

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.