Sunnudagsblaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 5
STINNUDAGSBLAÐIÐ 565 Túniskar konur sitja í tjalddyrum með „kúss kúss“ skálar fyrir framan sig. Ein heldur á bandsnældu, vatnsker er lengst til vinstri* i sem brynni eldur í kokinu á mér og ég stóð á öndinni, eftir að hafa rennt því niður. Kúss kúss er borðað úr stórum tréskálum. Sitja innfæddir í hring um þær og borða með höndunum. Stinga þeir hendinni ofan í hrís- grjónin og eta síðan úr lófa sér. Geitaketið er aftur glóðarsteikt. Þar sem stórar fjölskyldur eru og mikið ket þarf, er venjulega steikt í heilum skrokkum. Er þá grafin hola ofan í jörðina, í hana settur trjábútur og kveikt í. Skrokknum er síðan velt á járnteini yfir, unz hann er orðinn nokkuð steiktur. Þá er hann tekinn af og ráðizt á hann með klóm og kjafti. Mér fannst þetta glóðarsteikta geita- kjöt mjög Ijúffengt, jafnvel þótt blóðið rynni úr því.. Þegar til Karþagó kom, var. þorstinn orðinn 'lítt berandi og hugsunin snerist fyrst og fremst um, að svala honum. Yið fórum inn á Arabadrykkjarkrá heldur af betri endanum. Þar hljómaði austurlandamúsík. Hún er allt öðru vísi en hin vestræna. Það eru slegnar skinnbumbur og sungið eintóna.svolítið líkt og rímnakveð- skapur. Hægt var a ðfá gosdrykki, kaffj eð’a te. Ég kaus Arabakaffi, þó að það væri ef til vill ekki sem skynsamlegast, því að það er þykkt sem grautur og lítt svalandi, en rótsterkt. Venjulega er kaffið í Túnis ekki svo þykkt, en sann- ar guðaveigar, miklu sterkara og betra en það, sem maður fær í Evrópu, raunverulegt Mokkakaffi. Inn á krána elti okkur kortasali og skóburstarar létu okkur engan fí'ið fá. Voru þeir allra ófyrirleitn- astir og létu menn aldrei í friði, jafnvel þótt þeir væru á nýburst- uðum skóm. Á eftir fórum við að skoða Kar- þagóborg, þessa borg, sem eitt sinn ógnaði mesta heimsveldi þeirra tíma. í strætunum mátti sjá fá- tæka handverksmenn og í rústun- um betlara. Hvers átti þessi borg að gjalda, sem eitt. sinn var svo voldug? Enn lá hún á sama stað og forðum, við blátt. Miðjarðar- hafið. Útsýnið var dásamlegt og . höfnin gersemi frá náttúrunnar hendi. Móðir náttúra virtist hafa búið þessari borg drottningarsæti við Miðjarðarhaf. Hvers vegna voru þar þá rústir og fátækt, sem áður voru voldugar hallir og auð- ur? Ég fann svarið. Synir Karþagó í dag voru af öðru bergi brotnir en þeir, sem sóttu Rómverja heim

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.