Sunnudagsblaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 9
Skömmu síðar sátu þau inni á kaffihúsi og unga stúlkan át boll- ur og drakk súkkulaði, brosti og benti á staðinn, þar sem magi hennar hlaut að vera staðsettur, hvað sem öðru leið, þetta var svo indælt á bragðið og hún vár svo södd, svo södd! Andlitið á Krúsnik, hrukkótt og útigangslegt, var í senn upp- ljómað af heilbrigði, gleði °g þakklátsemi, honum fannst hann verða að vera ósköp góður við þessa ungu stúlku, sem ekki var dóttir hans, en virtist þó kunna betur að þiggja það, sem hann hafði til að bjóða, en nokkur, sem hann hafði áður kynnzt. Hann vildi feginn geta sagt henni frá því, að hann hefði verið mjög í'íkur, að minnsta kosti hefði hann unnið sér mikið inn, og að Sofja hefði lagt þá fyrir og að það hafði legið álitleg fjárhæð inni í stálöruggum banka, þegar þessi stálöruggi banki varð gjald- þrota. Sem betur fór var það eftir að Sofja dó, svo að ekki olli það henni sorgar. Alla sína ævi hafði hún hugsað til þess, er hann gæti dregið sig í hlé, og þá myndu þau kaupa sér býli úti í sveit. Þar gæti svo dóttir þeirra, vísindakonan, doktorinn, eytt háskólaleyfum sín- um, unz hún yrði að fara í fyrir- lestrahald aftur. Krúsnik vildi gjarna segja þess- ari litlu, Ijósu dúfnamey frá öll- um hinum rismiklu framtíðar- draumum konu sinnar um fjöl- skyldu þeirra. Og líka frá því, hvernig hann veiktist — af tauga- veiki, sem lamaði hann að miklu leyti — það var eftir að Maraka framdi sjálfsmorðið, sem hann hefði átt að koma í veg fyrir. En honum hafði ekki komið til hug- ar, að neitt þvílíkt gæti komið fyr- ir, þar til allt var um garð geng- ið. . . . Hann langaði líka ósköp mikið til, að hún fengi að vita, að nú SUNNUDÁGSBLAÐIÐ átti hann að fara að leika á ný. Að gamli leikstjórinn hans hafði skipulagt sýningarför um borgir ættlands hans með „Góða dátann Sæk“, og að hann, leikstjórinn, hafði verið svo viss um afturbata Krúsniks og endurnýjaða leikhylli, að hann hafði sjálfur greitt úr sín- um vasa þessa hressingardvöl í Meran, svo að listamaðurinn gæti verið búinn að ná sér til fulls, er hann tæki til starfa á nýjan leik. En ekkert af þessu gat hann sagt henni. Aftur á móti skildi hann það mikið, að unga stúlkan ætti enga peninga — sem hún sýndi honum með því að opna töskuna sína, taka úr henni púðurdós og krukklaðan vasaklút, svo hristi hún úr töskunni út í loftið, taldi eitthvað saman í lófa sínum, síðan hristi hún höfuðið, brosti dapur- lega. Krúsnik brosti ánægjulega, tók upp veski sitt og sýndi henni pen- ingaseðil. Hún kinkaði kolli og klappaði saman lófunum, leit bæn- araugum til veskisins og benti: Meira! Krúsnik dró annan seðil upp úr veskinu, lokaði því síðan og benti á sjálfan sig, sló út hendinni í hreinskilinni afsökun: Því miður, þar var ekki meira eftir en rétt svo, að nægði fyrir hann. Þá varp dúfnamærin öndinni og bögglaði seðlana saman í töskunni og spurði, hvort þau ættu að fara, með því að benda á hann og sjálfa sig og svo út um gluggann, og Krúsnik greiddi veitingarnar með ánægju og gekk út í sólskinið með vinkonunni sinni litlu. Já, það var sólskin! Það var fyrst nú, að hann kom auga á það, hversu fagurt var í Meran. Krúsnik hafði aldrei reikað um göturnar. Dapurleikinn hafði heft hugmyndaflug hans. Vanagapgur- inn var frá gistihúsinu niður að böðunum, og á leiðinni hafði hann setið á bekkjunum í hressingar- 569 skýlunum meðfram ánni — hann hafði ekki einu sinni látið sér hugsast, að gefa dúfunum né heid- ur að horfa á þá, sem hjá honurn sátu eða framhjá gengu. Jafnvel tónlistin frá kapellu baðstað;—; s hafði aðeins náð eyra hans, „ki vitund. En í dag — nú — var hann að brjótast út úr þessu ástandi. H; n i heyrði þytinn í trjálaufinu, ha m tók eftir bláma himinsins, hann greindi litla, granna hönd í sinni, þegar förunautur hans ætlaði að detta um trjárót eða ef hún var hrædd um, að hann myndi gera það. Hann var ekki svo fákænn sem félagar hans vildu vera láta og ekki svo einfaldur sem Sofju hafði sýnzt, en hitt var satt, að hann hafði aldrei flíkað tilfinningum sínum, og þótt hann kynni að gera það nú, yrði ekki annað út úr þeim fundið, en eina volduga þakk látsemi yfir að verða einu litlu mannsbarni að nokkru liði, og gleðigeisla yfir því, að hætta nú allt í einu að vera aleinn í til- verunni, heldur einn af tveim. Við og við leit hún framan í hann og hló, einu sinni gretti hún sig ofurhtið og það kom honum til að brosa himinlifandi. Maraka hafði aldrei grett sig framan í hann. Sofja ekki heldur. Hvað eina, sem spaugað var með á heim- ili hans, varð að koma frá honum sjálfum. Og það var líka vant að falla til jarðar í hljóði eins og dautt fiðrildi. Þetta var um hádaginn og sól- skinið steikjandi. Hressingargest- irnir í Meran voru annaðhvort í nuddi eða þeir lágu fyrir. Dúfna- mærin og vinur hennar gamli mættu engum manrfi, sem þau nú leiddust áleiðiS að eiidafnárki, sem enginh vfssi hvað Var: *' Hann var hugfangmn af þessari björtu borg, er baðaði sig í sól- skininu fyrir augum hans. Hon-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.