Sunnudagsblaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 11
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 571 ofan með virðingu. — Hvað hefur hún gert af sér, Ég vildi gjarna hjálpa henni, ef mér er unnt. Já, ég bekki hana, ég hittf hana í gær, ég vildi gjarna hjálpa hénni. Hann þreifaði eftir seðlaveski sínu, en vissi samt, að í því var sama sem ekki neitt. Hinn lögregluþjónninn sagði nokkur orð ‘í hryssingslegum tón við þann, er ávarpað hafði Krús- nik. — Vegabréf hennar er í ólagi — sagði sá fyrri-------en það er á móti reglunum, að ég lét fara hingað með hana. Það var aðeins tií þess, að þér þyrftuð ekki að bíða árangurslaust. Hann deplaði augunum gletnislega framan í hann. Unga stúlkan tók nú aftur til með óskapa mælgi. Hún var í geysilegum æsingi og virtist hella úr skálum reiði sinnar yfir Krús- nik út af því, að hann skyldi ekki þegar fá hana lausa. Á sinni bjöguðu þýzku spurðist Krúsnik fyrir um það, hvort hann mætti fylgjast með á lögreglu- stöðina og var það veitt. Hvað á stöðinni gerðist, varð Krúsnik aldrei fullkomlega ljóst. Unga stúlkan grét af bræði. Mað- ur var þar, er sat og skrifaði, leit varla upp meðan hann skipaði fyr- ir um fangavist hennar. Og burt var hún færð, en enginn gaf minnsta gaum að orðum Krúsniks eða andmælum. — Þaö getur þó ekki verið hægt að setja manneskju undir lás og loku, af því einu að vegabréf henn ar sé ekki í lagi, stamaði hann. En allt, sem hann hafði upp úr því, var axlayppting og stutt og form- leg ítölsk orð, sem hann .tkyldi ekki. Hin nýja, bjarta veröld Krús- niks, sú, sem var sköpuð í gær, var þegar í dag fallin í rúst og heilj hans barðist í ákefð og ör- væntingu við að bjarga rústun- um. Barðist við hugmyndina um að fá ungu stúlkuna leysta úr varðhaldinu. 'Við möguleikann til að hjálpa henni nú og um alla ævi. Allt annað virtist honum fá- nýtt. En hvernig mátti það verða? í heila viku fór hann daglega til lögreglustöðvarinnar í þeim tiigangi að spyrjast fyrir um, hvort nokkuð hefðj gerzt. En það var aðeins ef hann hitti góðlátlega lögregiuþjóninn, sem talaði ýzku, að hann gat fengið eitthvað að frétta: Hún var ungversk, vesa- lings litla vinkonan hans. Og allt sem hún kunni í málum utan sinn- ar eigin tungu, voru fáeinar fransk ar setningar. Hafði fengið aðvör- un um að fara ekki yfir ítölsku landamærin. Var tuttugu og eins árs. . Einu sinni lagði þessi stórvaxni lögregluþjónn höndina á öxl Krús- niks í liugsunarleysi og sagði vin- gjarnlega: Hámeri, þér skiljið. En hann skildi það ekki. Með því að vinna bug á hlé- drægni sinni, gat Krúsnik náð í mann, sem þekktj Pólverja, og nú varð það hlutverk þessa Pólverja, að ná í annan til, nefnilega mann, er kynni ungversku. Loks náðist í roskna listakonu frá Norðurlöndum, með tjásulegt hár og sérgóð á svip. Hún hafði lesið listasögu í ótal lönduni og þá er Krúsnik náði loks sambandi við hana, fannst honum, að því mikill léttir, jafnvel öryggi. Að hans skoðun var konan hrein asti málsnillingur. Hún talaði ít- ölsku og þýzku og kunni þar að auki hrafl í ungversku. Það var mikill viðburður fyrir Krúsnik, er hann gekk með henni inn á lög- reglustöðina og var þá búinn að leggja fvrir hana, hvað hún skyldi segja og hvers hún ætti að krefj- ast. Honum veittist þá líka sú á- nægja að maður sá, jafnvel, er sat og skrifaði og sem aldrei hafði fengist til svo mikils sem að líta á Krúsnik, blátt áfram svaraði konunni, er hún vék máli sínu til hans. Jú. Það var alveg rétt! Ung- versk stúlka var í haldi hér í fang elsinu vegna ólags á vegabréfi. Hvort nokkuð væri hægt fyrir hana að gera? Nú, jæja — hún öskraði og æpti á vindlinga, það mátti færa henni þá að gjöf. Ó. sólin skein í heiði fyrir aug- um Krúsniks þann dag. Hann keypti vindlinga og fór sjálfur með þá til fangelsisins. Ó. bless- aður málasnillingurinn með tjásu- lega hárið — Krúsnik kyssti hendur hennar af miklum inni- leik. Það var samt ekki þess vegna, heldur af brennandi löngun til að hjálpa meðsystur og meðaumkun með Krúsnik, sem hún lét ekki staðar numið fyrr en hún hafði útvegað þeim leyfi til að sjá hinn unga fánga. í níu daga voru ferð- ir þeirra árangurslausar, en tí- unda daginn gengu þau gegnum voldugt fangelsishlið og fengu að- gang að vistarveru, þar sem þau í viðurvist t.veggja lögregluþjóna biðu þess að hún kæmi. Og að lokum kom hún. Föl og fokréið og er hún varð’þess. vís- ari að konan erlenda skildi hana, mælti hún orðrétt það, sem hér fer á eftir — sem Krúsnik fékk þó aldrei vitneskju um: — Nú, loksins kom þó einhver, sem hægt er að tala við. Segið karlfíflinu, að hann verði að géra svo vel að ná mér héðan. Það sem er nú komið fram yfir hálfan mánuð! Það hefur aldrei brugdist mér þangað til nú, að einhver þorskhaus hafi getað leyst mig út. Skipið honum í andskotans riáfni að múta hyskinu! En vitanlega tímir hann ekki að sjá af saum- nálarvirði, þessi skítajúði! Konan, sém átti að túlka mál

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.