Sunnudagsblaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 18.10.1959, Blaðsíða 12
572 SUNNUDAGSBLAÐIÐ hennar, tók fyrir hjartað og kyngdi. — Hvað segir hún? spurði Krús- nik áfjáður. — Segið mér, hvað þetta þýðir, allt saman sem hún var að segja. Listakonan kyngdi aftur, svo sagði hún: — Hún segist vera mjög þakk- lát fyrir vindlingana — og að — sér líði alveg prýðilega. Krúsnik sneri sér að henni með leiftrandi augnaráði og kinkaði kolli stórlega hrærður. Unga stúlk an rak út úr sér tunguna framan í hann. Annar lögregluþjónninn gi-eip í handlegg hennar. — Ó, nei, — greip Krúsnik fram í — hún gerir þetta að gamni sínu! Segið, að ég skuli gefa henni upp heimilisfang mitt, og að ég muni vissulega annast hana, eftir að hún er laus orðin. En ég er tilneyddur að fara héð- an nú þegar, því ég er í föstu starfi. Listakonan elskulega var frem- ur sorgmædd en ástúðleg, er hún mælti: — Þessi herra er tilneyddur að fara — — Segið hopum að fara til helvítis — sagði hin fagra mey — ef hann heldur að ég sakni hans, þá skjátlast honum! Flytjið þér honum það frá mér, gamla nátt- ugla! Konan eldroðnaði. — Hann segir — sagði hún og röddin skalf. — Hann segist vera leikari og ekki hafa peninga fyrr en hann fær hlutverk. — Þér megið gjarna bera hon- um kveðju,mína og segjá, að til þess sé hánn allt of vitlaus — svaraði hún. — Hann getur ekki einu sinni orðið trúður í fjölleika- húsi ijneð þessa ásýnd. Ég sem hq|j^^4pn,. fíþn herra og §vo he,fuf.!(þann, bara vejfið að . sþilg íT; iúig' brott, sagði húp Ýfð.M.lögrggluþjpnjpp,. sem eþki skUdi^prðin,, heþjLip,' tilburð- ina: — Ég nenni ekki að standa hér og glápa á þetta daufdumba fífl og þennan bandhnykil sem hjá honum stendur! — Hvað segir hún? — Hvað sagði hún? spurði Krúsnik með áfergju, um leið og þeir leiddu hana út. Listakonan lagaði hár sitt, hneyksluð á svip, síðan leit hún á gamla manninn með eftirvænt- inguna í svipnum. — Hún þakkaði fyrir — sagði hún hægt og rólega. — Hún þakk- aði innilega fyrir! — Ó — sagði Krúsnik hrærður, — hún treystir manni svo tak- markalaust. Krúsnik skildi heimilisfang sitt eftir í höndum listakonunnar og lengra fór það aldrei. Og enda þótt svo hefði orðið myndi það hafa verið vita þýðingarlaust. Því rétt eftir sýningarförina, þar sem hann vakti mikla hrifningu — en þekkti engan, sem glaðst gæti yf- ir gengi hans, lézt hann af hjarta- slagi. Eftirmælin er birtust eftir lát hans, myndu hafa orðið Sofju til mikillar ánægju og sennilega hefði hún orðið upp með sér af þeim. Það er jafnvel ekki með öllu óhugsandi að þau hefðu vak- ið þægilega furðu hjá Maröku sjálfri, svo sem andartaks stund. í garðinum hjá Café de Paris í Monte Carlo sat ung og yndisleg stúlka, sem var að iokka til sín lítinn hund með kökumolum. Eig- andi hundsins lét dagblaðið síga, sém hann hafði verið að lesa í og' horfði á hana með velþóknun. Hún brosti við honum og tyllti sér við borð hans, spurði skrípa- lega, hvort hundurinn mætti sitja í kjöltu hennar. Um leið og hann fékk stúlk- unni hyolpinn, kom hún auga á mynd Krúsiiiks í blaðinu og hrifs- aðj það. i Hún renndi augunum yfir dálk- inn og leit síðan framan í mann- inn. — Mort? — spurði hún: — Dauður? Hann hneigði höfuðið til sam- þykkis’. Þá lagði hún hendurnar um höfuð hundsins litla og kinnina að enni hans og augun hennar fögru fylltust tárum. — Ó! — sagðj hún og varp sorg- þrungnum augum á eiganda hundsins: — grand ami — góður vinur — mort! —. Og í umkomuleysi sínu stakk hún lófanum sínum litla í hönd ókunna mannsins og augu hennar endurheimtu ekki töfraljóma sinn fyrr en hann var búinn að hjálpa henni blíðlega upp uf stólnum og koma henni fyrir a bekknum við hlið sér. — Faiin — sagði hún. — Hungr- uð — manger — borða — og benti á staðinn þar sem maginn hefur aðsetur. Maðurinn kallaði á þjóninn í ákafa. En hundurinn litli sat á jörð- inni, gleymdur, og geispaði af leiðindum. TIL GAMANS Prófessor einn var í heimsókn hjá kunningjafólki sínu. Um kvöldið, þegar prófessorinn ætl- aði að leggja af stað, var komið hið versta hrakveður og kunn- ingjafólkið bað prófessorinn að gista uni nóttina og hann tók þvi með þökkum. Stundarkorrii seinna hvarf prófessorinn og kom ekki aftm- fyrr en að töluverðum tíma liðn- um, þá var hann gegnvotur og hríðskjálfandi. — Hvar í ósköpunum hafið þér verið? spurði kunningja- fólkið. ■ — Ég mátti til með að íara heim til konuhnar.og segja henni frá því, að ég gæti ekki kömið heim í þessu hundaveðri oi myndi gista hér í nótt.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.