Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 1

Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 1
ALLTJR þorri manna’ hefur haft meiri og minni samskipti við lögregluna, — ef ekki, séð hana ganga til verks. Af þessu halda þeir, — og það allmargir, — að starf lögreglunnar sé eingöngu fólgið í því að taka menn fyrir umferðarbrot, afbrot af ýmsu tagi, og drykkjuskap. Við sjáum þá í þjótandi sírenubílum, sjáum þá mæla stöðu bíla eftir árekstur og — eða slys, menn löggæzlunnar, valds og verndar. En svo skrýtilega vill til, að aðalstarf lögreglumannanna í SRD, slysa rannsóknardeild lögreglunnar, er ekki að aka um í vælandi sírenubílum, eins og margir gætu leiðzt til að halda. Teikn- ing og skriftir, skýrslugerð er þeirra tímafrekasta vinna. Það verður árekstur, og SRD þýtur af stað. Þeir fara frá lögreglustöðinni í Pósthússtræti og fara mikinn. Þeir þjóta upp Hverfisgötuna, hægra megin ó henni með rautt ljós og allir bílar leggja að vinstri vegarbrún og stöðva meðan þeir ana fram hjá. Um svipað leyti leggja aðrir lögreglumenn af stað frá umferðardeild lögreglunnar í Skáta- heimilinu við Snorrabraut, Þeir fara hvort sem er á bíl eða bifhjóli. Við skulum segja, að áreksturinn hafi orðið við Miklatorg. Fífldjarfur ökumaður ætlaði að skjótast inn á milli bíla á hringnum. En það mistekst, og stórum vöruflutningabíl, sem er ekki svo seinn á sér, sem halda mætti, er ek-' ið inn í hægri hlið bifreiðar hins fljót- ráða. Þjótandi koma þeir á vettvang, svart- stakkar og þegjandi skipta með sér verkum. SRD snýr sér að sjálfum bílun- um, sem lent hafa saman, en umferðar- lögreglan aftur á móti að umferðinni, og greiðir úr þeirri flækju, sem alltaf mynd- ast, þegar slys sem þessi, verða á ó- heppilegum tíma á fjölfömum akbraut- um. SRD menn draga upp mælitæki sín, kvarða og stikur. Einn skrifar niður. Það er mælt frá hjóli til vegarbrúnar, afstaða bíla á vegi tekin til vegarbrúna, eða ein- hvers fasts punkts til að miða við. Þetta er ekki svo erfitt á Miklatorgi. Þess vegna eru þeir fljótir, og ökumaðurinn í órétti þarf ekki að láta alla í heimin- um horfa á beyglaðan bíl vitna um klaufaskap sinn. Sá, sem varð áhorfandi að slysinu fyrir tilviljun, hann kom að- vifandi í sama mund, — hann kemur heim í matinn og segir konu sinni og börnum frá klaufanum, glannanum, sem klessti bílinn sinn á Miklatorgi rétt áð- an. Og það er jafnan svo sem máltækið segir, að þjóð veit þá þrír vita. En það var annar aðili, sem einnig veit um þennan árekstur, og margt man Þessi aðili hefur á hendi rök sjálfs mannsins, nafn hans, stöðu hans, aldur hans, o. m. fl. Þessi aðili er hinn opin- beri í málinu, lögregludeildin SRD. En, margt sem þeir menn vita, fer ekki hóti lengra. Þeir liafa nákvæma spjaldskrá yfir alla, sem lent hafa í árekstrum og — eða slysum. Þar eftir er hægt að finna margar upplýsingar, ef þess ger- izt þörf. Þó er flest látið kyrrt liggja. Mörgum manni mun sennilega þykja þessi spjaldskrá óþörf og vitleysa hin mesta. En eitt lítið dæmi sýnir gagn- semi hennar. Maður, sem lent hefur í bifreiðarárekstrum hvað eftir annað af sömu ástæðu sýnilegri, hlýtur að falla undir þann grun, að vera ekki álitinn hæfur sem ökumaður. I slíkum tilfellum getur lögreglustjóri flett upp í spjald- skránni, og þá mun hann komazt að raun um, að þessi einstaklingur, sem hefur bifreiðar oftsinnis undir höndum, hefur lent 5-6-7 sinnum í árekstri vegna of liraðs aksturs. Lögreglustjóri mun þá sennilega kalla þennan mann á fund sinn og leiða honum fyrir sjónir, hvílíka hættu hann skapar sjálfum sér og öðrum í umferðinni með þessu gáleysi. Ef mað- urinn svo ekki lætur segjast við þessa aðvörun, er ekki annað að gera en svipta hann ökulcyfi, — í lengri eða skemmri tíma, — allt eftir atvikum. Brátt er starfi SRD-manna við slys- stað lokið. Þá aka þeir til baka niður á lögreglustöð, og fara inn í sinn „kont- ór,” sem varla rúmar þrjá stóra menn, hvað þá gefur þeim nokkur viðhlítandi vinnuskilyrði. En eigi að síður hola þeir sér þarna niður, hver á sinn stólinn og liefja vinnuna, sem fólgin er í skýrslu- gerð og uppdrætti slysstaðar eftir þeim mælingum, sem gerðar hafa verið. Sá, sem skýrsluna skrifar, dregur upp plögg sín og setur eyðublað í ritvélina, en teiknarinn tekur sér þykka möppu og flettir upp í henni. Jú, þama er Mikla- torg komið ljóslifandi, — að vísu eins og séð úr lofti, en Miklatorg eigi að síður. Skýr teikning með sterkum drátt- um. Mælikvarðinn er einn á móti tvö hundruð, 1:200. A þunnan pappír er „torgið” tekið í gegn, og síðan bifreið- unum „þrykkt” á, þar sem þeirra er staður. OU er teikningin merkt A-B-C-D o. s. frv., og síðan útskýringar fyrir neðan. Allt hávísindalegt. Svo er það skýrslan, sem er einn veigamesti liðurinn í þess- ari umfangsmiklu bókhaldsstarfsemi SRD- manna. Slysið var klukkan tólf á há- degi. Enginn slasaðist. Það var ekið á nálægan hlut. Orsökin verður að telj- ast: ferðaréttur ekki virtur. Nr. 2 á spjaldskránni. Arekstur nr. x. Þannig er áreksturinn bókaður, lið fyrir lið, bæði sem einn sérstæður, og með tilliti til þeirra sem á undan hafa gengið í mánuð- inum •— á árinu. Því SRD-mennirnir reikna einnig út hvern mánuð og hvert ár, sem heild. Þeir gera skýrslu, einblöðung, þar sem getið er fjölda árekstra á hverjum tíma, á hverjum tima sólarhrings þeir hafa orðið, hvað olli þeim, og hvað mörg pró- sent sú orsök er af heildartölu. Einnig á hvað hafi verið ekið, hve margir hafi slasast, og hvaða aðilar að slysinu o.s.frv. Og einmitt í þessari skýrslu liggur skýringin á þeirri tölu, sem búast má við, að þið hafið ekki áttað ykkur á hérna rétt framar. Þar segir: Umferð- arréttur ekki virtur. Nr. 2 á spjald- skránni. Lögreglumennirnir SRD merkja nefnilega orsakir slysa með tölustöfum, ailt upp að 16 atriðum. Umferðarrétt- ur er ekki virtur, er orsök númer 2. Arið 1962 er númer 2 talið orsök hálfs þrett- ánda prósents bifreiðaárekstra, seitt SRD hafi með að gera. Mönnum til fróðleiks skal hér birfi skýrsla, er SRD-menn gerðu um umferð- arslys á því herrans ári 1962 : ORSÖK SLYSA: íi % 1 Aðalbrautarréttur ekki virtur 12 Umferðarréttur ekki virtur 1214 1 Of stutt bil 16 Ranglega beygt 8 Ogætilegur framúrakstur 6Vz ' Ogætilega ekið aftur á bak 13 Ogætil. ekið frá gangstétt 4 Röng staðsetn. á akbraut 3 Bifreið ranglega lagt 1 1 Þrengsli 3 Olvun við. akstur 2 Of hraður akstur 7 . Gáleysi 6V4

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.