Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 5
1 skrifar *4Í (JÁFNALÍNA, sem er fíngerð á kafla boðar andlegt áfall (Choe). Einnig getur slíkt bent til þess að slíkar persónur verði fijótt þreyttar. Gáfnalína, sem gengur upp að hjartalínu og gegnum bana og endar á Merkúrhæð, gefur til kynna persónu, sem hefur mikla hæfi- leika í viðskiptum, og öllum störfum í sambandi við verzlun og viðskipti. Gáfna- lína, sem klofin er í tvennt, boðar miklar breytingar á lífsleiðinni og oft snerta þær breytingar starfssviðið. TÁKN OG MERKI sem finnast á Gáfnalínunni E Y J A R : á Gáfnalínu boða slys eða langvarandi veikindi. Þessi veikindi snerta höfuðið. Slysin eru einnig £ sam- bandi við höfuðið (höfuðhögg). Eyjar í lok Gáfnalínu tákna afturför andlega og jafnvel bilun á efri árum. KROSSAK: Eins og ég hef ,áður minnst á er aldrei gott að hafa kross í lok Gáfnalfnu. En ef kross er annarsstað'- ar á gáfalínu gefur það til kynna góðar Eámsgáfur, góðan árangur í öllu, sem skylt er bókmenntum og fræðimennsku. ST.IÖRNUR: Stjarna, sem finnst á Gáfnalínu táknar truflanir, sem eiga rætur til annarra, sem reyna að hindra þá persónu, sem um ræður í starfi sínu, öfundsýki og hatur. Þette er öjruggt merki um deilur viðvíkjandi starfi og getur orðið örlagaríkt. ÞRIHYRNINGUR: Þríhyrningur á Gáfnalínu er tákn stjórnmálamannsins, hafa slíkar persónur oft mikið ímyndun- arafl og slægð. HJARTALINAN: er efri þverlínan í hendinni (lófanum). Það hefur alltaf hvílt í-ómantískur blær yfir þessari línu. En því miður varð ég að láta lesendur mína verða fyrir vonbrigðum. Þessi lina sýnir tilfinningalífið en ekki beinlínis hvort honum eða henni hlotnist hin mikla hamingja á braut ástarinnar. Hjartajínan gefur til kynna hið tilfinningalega ástand persónu, hvort hann eða hún er kaldlynd, eigingjörn, afbrýðisöm. I sambandi við heiisuna sýnir Hjartalinan, hvort persón- an hefur sterkt eða veikt hjarta (truflanir sem geta snert hjartastöðvarnar og allt sem lítur að blóðrásinni). Hjartaiína kvenna er normalt dýpri en hjá körlum, þar sem konan er að eðlis- fari næmari í ástamálum, en ef línan er mjög djúp hjá karlmanni, gefur það til kynna að hann hefur of næmt eðli, jafn- vel að hann sé svo tilfinningaríkur, að það geti truflað einkalíf hans, og slíkir menn verða oftar en enu sinni fyrir vonbrigð- Lesendur athugi: Vegna margra fyrir-. spurna skal það tekið fram, að greinar Amy Engil- berts um lófalestur hafa birzt í tölublöðunum nr. 2, 5, 7,10 og 11 árið 1963, auk þeirrar, sem birtist í þessu blaði. Upplag þessara tölu blaða er þegar á þrotum. um í samskiftum við konur. Slík Hjarta- lína og þessi finnst oft í höndum lista- manna og heimspekinga. 1. Hjartalína, sem er bein og skýr og nær alveg upp að Júpiterhæð gefur til kynna jafnvægi í tilfinningalífinu og um leið rólegt einkalíf (ef engar þverlínur ganga frá Lífslínu upp að Hjartalínu). 2. Hjartalína, sem endar á Júpíterhæð en er greind í endann, boðar að slík per- sóna er hjartagóð og næm. 3. Hjartalína, sem gengur frá handar- jaðri yfir höndina, boður eigingirni og kaldlyndi í ástum. 4. Hjartalína sem gengur beint í gegn- um hæðirnar og endar í lok Júpíterhæðar með krossaðar línur í Mánahæð, gefur til kynna persónu, sem er afbrýðisöm og hef- ur lítið taumhald á skapgerð sinni. 5. Sé Hjartalínan krossuð af mörgum línum bendir það á of viðkvæmar persón- ur. Þetta bendir líka til þess að þessar persónur eiga mjög erfitt með að jafna sig eftir áfall í ástamálum, 6. Stutt Hjartalína er merki gleði- kvenna, ef höndin er um leið lítil, fíngerð með langar mjóar neglur og lingerð. Greind Hjartalína frá jaðri til jaðars boðar að persónan er óstöðug í tilfinn- ingamálum sínum en hefur sterkar ástríð- ur sem lognast jafn fljótt út af aftur (flagarar og léttlyndar konur). Hjartalína, sem sameinast Lífslínu og Gáfnalínum, og er um leið þunn, gefur til kynna glæpaeðli og er þetta algengt tákn morðingja og ef um leið finnst hin ör- lagaríka stjarna á Forlagalínu (Saturnus- arlína). Þetta er alltaf ólánsmerki í hendi manna. Ef á Hjartalínu eru greinar, sem ganga niður að Höfuðlínu (Gáfnalínu) eða renna saman við þá línu merkir það að persónan muni meir giftast af blindri ást en skyn- semi. Hið gagnstæða á sér stað ef Gáfna- línan fer upp á við og tengist Hjartalínu. Ef Hjartalínan er alveg bein án þess að það finnist greinar og um leið stutt er það merki þess að persónur, sem hafa þann- ig línu eru yfirleitt erfiðar í umgengni og heldur kaldlyndar að eðlisfari. Þetta fólk lætur aldrei tilfinningarnar fá yfirhönd- ina, um leið er þetta tákn þess að það er r 1 T gætið í peningamálum. Eg vil strax leggjá áherzlu á að þetta er algengt tákn hjá per- sónum, sem eru óframfærnar. I næstu grein mun ég ljúka við Hjarta- línuna og byrja á Forlagalínunni, seni ei* örlagaríkasta lína handarinnar. Amy Engilberts. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBL.VS JL JCfCtH ‘C-YuJA •• <5A.*í :2<TU.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.